Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Lovísa Arnardóttir skrifar 13. maí 2025 15:31 Bergþór Ólason var verulega ósáttur við ræður tveggja þingmanna og að þau hefðu ekki látið hann vita. Vísir/Vilhelm Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, bað Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta þingsins, að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“. Það gerði hann í tilefni af því að tveir þingmenn, Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, og Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, héldu ræður á þingi sem beint var að þingmanni Miðflokksins, Karli Gauta Hjaltasyni og létu hann ekki vita. Ræður þeirra Sigmars og Ásu snerust báðar um sameiginlega yfirlýsingu utanríkisráðherra Íslands ásamt fimm öðrum ríkjum þar sem ísraelsk stjórnvöld voru hvött til þess að hverfa frá áformum um útvíkkun hernaðaraðgerða auk ákalls um vopnahlé á Gasa og mannúðaraðstoð á svæðið. Sigmar sagði ræðu af ræðu Karls Gauta fyrir viku síðan mætti svo dæma að í yfirlýsingu utanríkisráðherranna hefði falist einhvers konar andúð í garð Ísraels. Sigmar sagði það alls ekki rétt og las svo upp lokaorð ræðu Karls Gauta frá því á þingi í gær þar sem hann sagði: „Gerir hæstvirtur utanríkisráðherra sér ekki grein fyrir því að hún er utanríkisráðherra lítillar smáþjóðar í norður Atlantshafi sem vinnur við það að selja fisk? Okkar hlutskipti í veröldinni er að tala fyrir friði og selja fisk,“ sagði Karl Gauti. Karl Gauti Hjaltason sagði það ókurteisi að hann hafi ekki verið látinn vita. Vísir/Vilhelm Sigmar sagði það ekki nýlunda að þingmenn Miðflokksins tali gegn alþjóðastarfi en að hans mati sé hlutskipti Íslands í veröldinni eitthvað meira en að bara selja fisk. Ása Berglind tók undir orð Sigmars og minnti á þann fjölda almennra borgara og barna sem Ísrael hefur drepið í árásum sínum og að ísraelskt stjórnvöld hafi staðið í vegi fyrir því vikum saman að hægt sé að dreifa mannúðaraðstoð á Gasa. Sakaður um að vera í liði með óbótamönnum Karl Gauti Hjaltason fékk að fara í pontu til að bera af sér sakir þegar dagskrárliðnum störf þingsins var lokið. Hann minnti á að það væri venja að ef maður ætlaði að fjalla um annan þingmann í störfum þingsins væri hann látinn vita. Það hefði ekki verið gert í þessu tilfelli. Ása Berglind viðurkenndi að hún vissi ekki að það væri hefð fyrir því að láta þingmenn vita ef minnst er á þá í ræðum. Vísir/Anton Brink „Ég var staddur úti í bæ,“ sagði Karl Gauti og þar hefði hann heyrt Sigmar saka hann um að vera í liði með „einhverjum óbótamönnum“. Karl Gauti sagði það ókurteisi að ráðast að þingmanni og láta hann ekki vita svo hann geti svarað. Karl Gauti sagði Ísland eiga að tala fyrir friði en ekki taka afstöðu eins og sé ítrekað gert í máli utanríkisráðherra Íslands. Það sé ekki ástæða fyrir „litla smáþjóð“ að tala gegn Ísrael með harðari hætti en önnur ríki. Vissi ekki af hefðinni Ása Berglind svaraði Karli Gauta og sagðist ekki hafa vitað að það ætti að láta þingmenn vita og baðst afsökunar. Bryndís Haraldsdóttir sagði umræðuna geta verið skemmtilegri þegar þingmenn kalla aðra þingmenn til samtals. Alþingi Miðflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Ræður þeirra Sigmars og Ásu snerust báðar um sameiginlega yfirlýsingu utanríkisráðherra Íslands ásamt fimm öðrum ríkjum þar sem ísraelsk stjórnvöld voru hvött til þess að hverfa frá áformum um útvíkkun hernaðaraðgerða auk ákalls um vopnahlé á Gasa og mannúðaraðstoð á svæðið. Sigmar sagði ræðu af ræðu Karls Gauta fyrir viku síðan mætti svo dæma að í yfirlýsingu utanríkisráðherranna hefði falist einhvers konar andúð í garð Ísraels. Sigmar sagði það alls ekki rétt og las svo upp lokaorð ræðu Karls Gauta frá því á þingi í gær þar sem hann sagði: „Gerir hæstvirtur utanríkisráðherra sér ekki grein fyrir því að hún er utanríkisráðherra lítillar smáþjóðar í norður Atlantshafi sem vinnur við það að selja fisk? Okkar hlutskipti í veröldinni er að tala fyrir friði og selja fisk,“ sagði Karl Gauti. Karl Gauti Hjaltason sagði það ókurteisi að hann hafi ekki verið látinn vita. Vísir/Vilhelm Sigmar sagði það ekki nýlunda að þingmenn Miðflokksins tali gegn alþjóðastarfi en að hans mati sé hlutskipti Íslands í veröldinni eitthvað meira en að bara selja fisk. Ása Berglind tók undir orð Sigmars og minnti á þann fjölda almennra borgara og barna sem Ísrael hefur drepið í árásum sínum og að ísraelskt stjórnvöld hafi staðið í vegi fyrir því vikum saman að hægt sé að dreifa mannúðaraðstoð á Gasa. Sakaður um að vera í liði með óbótamönnum Karl Gauti Hjaltason fékk að fara í pontu til að bera af sér sakir þegar dagskrárliðnum störf þingsins var lokið. Hann minnti á að það væri venja að ef maður ætlaði að fjalla um annan þingmann í störfum þingsins væri hann látinn vita. Það hefði ekki verið gert í þessu tilfelli. Ása Berglind viðurkenndi að hún vissi ekki að það væri hefð fyrir því að láta þingmenn vita ef minnst er á þá í ræðum. Vísir/Anton Brink „Ég var staddur úti í bæ,“ sagði Karl Gauti og þar hefði hann heyrt Sigmar saka hann um að vera í liði með „einhverjum óbótamönnum“. Karl Gauti sagði það ókurteisi að ráðast að þingmanni og láta hann ekki vita svo hann geti svarað. Karl Gauti sagði Ísland eiga að tala fyrir friði en ekki taka afstöðu eins og sé ítrekað gert í máli utanríkisráðherra Íslands. Það sé ekki ástæða fyrir „litla smáþjóð“ að tala gegn Ísrael með harðari hætti en önnur ríki. Vissi ekki af hefðinni Ása Berglind svaraði Karli Gauta og sagðist ekki hafa vitað að það ætti að láta þingmenn vita og baðst afsökunar. Bryndís Haraldsdóttir sagði umræðuna geta verið skemmtilegri þegar þingmenn kalla aðra þingmenn til samtals.
Alþingi Miðflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent