Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Bjarki Sigurðsson skrifar 14. maí 2025 21:09 Tékkinn Adonxs gæti þurft að bæta sig fyrir seinni undankeppni Eurovision á morgun, en hann hefur fallið verulega í veðbönkum. Getty/Jens Büttner Miklar sviptingar urðu í veðbönkum eftir dómararennsli í seinni undankeppni Eurovision í kvöld. Ísrael er nú spáð sigri í riðlinum og fimm ríki eru talin berjast um síðasta lausa sætið í úrslitunum. Veðbankar ná sjaldnast að spá rétt fyrir um öll tíu löndin sem komast áfram í úrslitin á undankvöldum Eurovision. Þeir gefa þó ágætis mynd á hvernig landið liggur í þessum málum. Í gær komust tvö ríki áfram sem spáð var að myndu sitja eftir, Ísland og Portúgal. Eftir sátu Kýpur og Belgía sem voru talin eiga greiða leið í úrslitin. Belgíu var meira að segja um tíma spáð sigri í keppninni. Til að bæta gráu ofan á svart hjá belgíska söngvaranum, þá átti hann afmæli í gær. Þetta var sögulegur undanriðill því aldrei hafa veðbankar haft jafn rangt fyrir sér og þegar kom að Portúgal. Þegar öll atriði höfðu stigið á svið var Portúgal sagt eiga fjórtán prósent líkur á að komast áfram. Aldrei nokkurn tímann hefur ríki verið talið eiga jafn litlar líkur á að komast áfram, og komist svo í úrslitin. Það kom mörgum á óvart að portúgalska atriðið hafi komist áfram í gær, þar á meðal fréttamanni. Getty/Harold Cunningham Á morgun fer svo seinni undanriðillinn fram og þar er spennan talin enn meiri en var í gær. Þrjú ríki fljúga í gegn, það eru Ísrael, Austurríki og Finnland. Eftir dómararennslið í kvöld er Ísrael talið sigra riðilinn, þó svo að Austurríki sé enn sagt sigurstranglegra á lokakvöldinu. Malta, Ástralía og Litáen ættu einnig að fara þægilega í gegnum þetta, en Tékkland hefur fallið verulega. Hann er þó ekki kominn á hættusvæði, en það er enn sólarhringur til stefnu og margt gæti breyst. Hin maltneska Miriana Conte hefur fallið lítillega í veðbönkum en ætti þó að fara auðveldlega inn í úrslitin.Getty/Jens Büttner Þar fyrir neðan koma Grikkland og Lúxemborg, en sú lúxemborgska er á ágætis flugi, og er mjög vinsæl meðal blaðamanna hér í Basel. Svo er það spennan, því búið er að nefna níu atriði, og sjö eftir í pottinum. Lettland, Serbía og Írland eru sögð ansi jöfn, en serbneska atriðið hefur fallið niður veðbanka síðustu daga og er í frjálsu falli líkt og Tékkinn. Lettinn hefur styrkt stöðu sína verulega eftir rennslið og er talið líklegra til að komast áfram en hin tvö. Hin norska Emmy keppir fyrir hönd Íra í ár.Getty/Jens Büttner Armenar og Danir eru svo skörinni neðar, með svipaðar líkur og Ísland var talið eiga í gær. Danir eiga því enn séns á að komast í úrslit Eurovision í fyrsta sinn síðan árið 2019. Georgía og Svartfjallaland reka svo lestina og komist annað þeirra áfram myndi það slá met Portúgalanna sem ég nefndi hér fyrr í fréttinni. Fréttastofa verður með beina vakt frá þessu seinna undankvöldi hér á Vísi annað kvöld. Eurovision Sviss Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Sjá meira
Veðbankar ná sjaldnast að spá rétt fyrir um öll tíu löndin sem komast áfram í úrslitin á undankvöldum Eurovision. Þeir gefa þó ágætis mynd á hvernig landið liggur í þessum málum. Í gær komust tvö ríki áfram sem spáð var að myndu sitja eftir, Ísland og Portúgal. Eftir sátu Kýpur og Belgía sem voru talin eiga greiða leið í úrslitin. Belgíu var meira að segja um tíma spáð sigri í keppninni. Til að bæta gráu ofan á svart hjá belgíska söngvaranum, þá átti hann afmæli í gær. Þetta var sögulegur undanriðill því aldrei hafa veðbankar haft jafn rangt fyrir sér og þegar kom að Portúgal. Þegar öll atriði höfðu stigið á svið var Portúgal sagt eiga fjórtán prósent líkur á að komast áfram. Aldrei nokkurn tímann hefur ríki verið talið eiga jafn litlar líkur á að komast áfram, og komist svo í úrslitin. Það kom mörgum á óvart að portúgalska atriðið hafi komist áfram í gær, þar á meðal fréttamanni. Getty/Harold Cunningham Á morgun fer svo seinni undanriðillinn fram og þar er spennan talin enn meiri en var í gær. Þrjú ríki fljúga í gegn, það eru Ísrael, Austurríki og Finnland. Eftir dómararennslið í kvöld er Ísrael talið sigra riðilinn, þó svo að Austurríki sé enn sagt sigurstranglegra á lokakvöldinu. Malta, Ástralía og Litáen ættu einnig að fara þægilega í gegnum þetta, en Tékkland hefur fallið verulega. Hann er þó ekki kominn á hættusvæði, en það er enn sólarhringur til stefnu og margt gæti breyst. Hin maltneska Miriana Conte hefur fallið lítillega í veðbönkum en ætti þó að fara auðveldlega inn í úrslitin.Getty/Jens Büttner Þar fyrir neðan koma Grikkland og Lúxemborg, en sú lúxemborgska er á ágætis flugi, og er mjög vinsæl meðal blaðamanna hér í Basel. Svo er það spennan, því búið er að nefna níu atriði, og sjö eftir í pottinum. Lettland, Serbía og Írland eru sögð ansi jöfn, en serbneska atriðið hefur fallið niður veðbanka síðustu daga og er í frjálsu falli líkt og Tékkinn. Lettinn hefur styrkt stöðu sína verulega eftir rennslið og er talið líklegra til að komast áfram en hin tvö. Hin norska Emmy keppir fyrir hönd Íra í ár.Getty/Jens Büttner Armenar og Danir eru svo skörinni neðar, með svipaðar líkur og Ísland var talið eiga í gær. Danir eiga því enn séns á að komast í úrslit Eurovision í fyrsta sinn síðan árið 2019. Georgía og Svartfjallaland reka svo lestina og komist annað þeirra áfram myndi það slá met Portúgalanna sem ég nefndi hér fyrr í fréttinni. Fréttastofa verður með beina vakt frá þessu seinna undankvöldi hér á Vísi annað kvöld.
Eurovision Sviss Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Sjá meira