Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 15. maí 2025 11:30 Mannvinurinn Nelson Mandela sagði einhverju sinni: “Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín” Og mikið er ég sammála honum. Því ég lít svo á að það eru okkar mennsku auðlindir og mannlegu innviðir, eða elsku börnin okkar, sem skipta hér lang mestu máli. Þetta eru, að mínu mati, okkar arðbærustu fjárfestingar og dýrmætasta verðmætasköpun. Mér er hugsað til þeirra þúsunda barna sem hafa orðið fyrir einhverskonar ofbeldi eða jafnvel búa við viðvarandi ofbeldi á heimili sínu, til barna sem búa á heimili þar sem foreldri eða systkini glímir við fíknisjúkdóm eða geðrænan vanda, eða til einhverfa barna sem bíða eftir að fá að finna sig í skólaumhverfi sem hentar þeirra þörfum og hlúir að taugakerfi þeirra, Mér er líka hugsað til þeirra barna sem búa á heimili þar sem allt er með felldu á yfirborðinu, kótilettur með raspi, brúnaðar kartöflur og grænar ora baunir á sunnudögum, en foreldrarnir hafa ekki burði til tengjast þeim tilfinningalega. Allt þetta og miklu meira til eru markerandi reynslur og áföll sem geta haft skaðleg áhrif á börnin okkar og með alvarlegum afleiðingum á andlega og líkamlega heilsu inn í fullorðinsárin. Ég hef séð nýlega útreikninga sem benda á að það að fjárfesta í að grípa barn sem hefur orðið fyrir alvarlegu áfalli nemur um 2-3% af kostnaðinum við að bera þennan sama einstakling brotinn í gegnum kerfin út lífið. Um 90% kvenna sem leita sér aðstoðar vegna áfengis- eða fíknivanda hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Í fangelsum landsins eru fangar sem eiga langflestir hræðilega sorglega og átakanlega sögu. Í atvinnulífinu er um 25% fólks að glíma við andlega erfiðleika og eða kulnun hverju sinni, sem má oft er hægt að rekja til áfalla í barnæsku. Allt eru þetta dæmi um afleiðingar sem kosta samfélagið gríðarlega fjármuni á hverjum degi. Við erum að gera margt gott en við getum gert svo miklu betur. Sjálf er ég til að mynda afar fylgjandi og hrifin af Farsældarlögunum. En ég vil sjá okkur taka miklu stærri skref þegar það kemur að því að grípa fallandi börn. Útum allt kerfi og út á vettvangi hvarvetna er lausnamiðað fólk með risa stórt hjarta sem býr til hring úr rúðustrikuðum kössum kerfisins. Það er hins vegar okkar, sem við stjórnvölinn eru, að búa til kerfi og vettvang sem með hefur sveigjanlegar útlínur rammanna svo þetta fólk geti nálgast einstaklinga með ólíkar þarfir.Það er verðmætaskapandi kerfi. Því hvet ég þingheim að sameinast í því að hafa kjark til að taka samstíga og stærri skref þegar það kemur að því að mæta börnum sem hafa orðið fyrir eða eru að verða fyrir áföllum. Við skulum ekki láta langar flóknar pólítískar forsögur, teknókratíu og prótókola hindra slíka samstöðu. Við verðum að láta sögurnar af þessum dýrmætu einstaklingum og tölfræðina tala saman.Hvað er orsök og hvað er afleiðing?- og hvoru megin ætlum við að vera þegar það kemur að fjárfestingu í hverju barni? Höfundur er varaþingkona Viðreisnar og byggir þessi grein á jómfrúarræðu hennar, sem flutt var á Alþingi 14. maí 2025 undir dagskrárliðnum Störf þingsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Viðreisn Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Mannvinurinn Nelson Mandela sagði einhverju sinni: “Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín” Og mikið er ég sammála honum. Því ég lít svo á að það eru okkar mennsku auðlindir og mannlegu innviðir, eða elsku börnin okkar, sem skipta hér lang mestu máli. Þetta eru, að mínu mati, okkar arðbærustu fjárfestingar og dýrmætasta verðmætasköpun. Mér er hugsað til þeirra þúsunda barna sem hafa orðið fyrir einhverskonar ofbeldi eða jafnvel búa við viðvarandi ofbeldi á heimili sínu, til barna sem búa á heimili þar sem foreldri eða systkini glímir við fíknisjúkdóm eða geðrænan vanda, eða til einhverfa barna sem bíða eftir að fá að finna sig í skólaumhverfi sem hentar þeirra þörfum og hlúir að taugakerfi þeirra, Mér er líka hugsað til þeirra barna sem búa á heimili þar sem allt er með felldu á yfirborðinu, kótilettur með raspi, brúnaðar kartöflur og grænar ora baunir á sunnudögum, en foreldrarnir hafa ekki burði til tengjast þeim tilfinningalega. Allt þetta og miklu meira til eru markerandi reynslur og áföll sem geta haft skaðleg áhrif á börnin okkar og með alvarlegum afleiðingum á andlega og líkamlega heilsu inn í fullorðinsárin. Ég hef séð nýlega útreikninga sem benda á að það að fjárfesta í að grípa barn sem hefur orðið fyrir alvarlegu áfalli nemur um 2-3% af kostnaðinum við að bera þennan sama einstakling brotinn í gegnum kerfin út lífið. Um 90% kvenna sem leita sér aðstoðar vegna áfengis- eða fíknivanda hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Í fangelsum landsins eru fangar sem eiga langflestir hræðilega sorglega og átakanlega sögu. Í atvinnulífinu er um 25% fólks að glíma við andlega erfiðleika og eða kulnun hverju sinni, sem má oft er hægt að rekja til áfalla í barnæsku. Allt eru þetta dæmi um afleiðingar sem kosta samfélagið gríðarlega fjármuni á hverjum degi. Við erum að gera margt gott en við getum gert svo miklu betur. Sjálf er ég til að mynda afar fylgjandi og hrifin af Farsældarlögunum. En ég vil sjá okkur taka miklu stærri skref þegar það kemur að því að grípa fallandi börn. Útum allt kerfi og út á vettvangi hvarvetna er lausnamiðað fólk með risa stórt hjarta sem býr til hring úr rúðustrikuðum kössum kerfisins. Það er hins vegar okkar, sem við stjórnvölinn eru, að búa til kerfi og vettvang sem með hefur sveigjanlegar útlínur rammanna svo þetta fólk geti nálgast einstaklinga með ólíkar þarfir.Það er verðmætaskapandi kerfi. Því hvet ég þingheim að sameinast í því að hafa kjark til að taka samstíga og stærri skref þegar það kemur að því að mæta börnum sem hafa orðið fyrir eða eru að verða fyrir áföllum. Við skulum ekki láta langar flóknar pólítískar forsögur, teknókratíu og prótókola hindra slíka samstöðu. Við verðum að láta sögurnar af þessum dýrmætu einstaklingum og tölfræðina tala saman.Hvað er orsök og hvað er afleiðing?- og hvoru megin ætlum við að vera þegar það kemur að fjárfestingu í hverju barni? Höfundur er varaþingkona Viðreisnar og byggir þessi grein á jómfrúarræðu hennar, sem flutt var á Alþingi 14. maí 2025 undir dagskrárliðnum Störf þingsins.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun