Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2025 11:53 Sigríður Á Andersen spurði Ingu Sæland út í tvö atriði sem varða embættisfærslur félagsmálaráðherra en fékk ef til vill ekki þau svör sem hún hafði búist við. vísir/vilhelm Heitt var í kolum í óundirbúnum fyrirspurnum. Þingheimur sat þrumu lostinn og hlustaði á Ingu Sæland félagsmálaráðherra lesa Sigríði Á Andersen, þingmanni Miðflokksins, pistilinn. Sigríður Á Andersen hafði verið að spyrja Ingu út í tvær ákvarðanir sem Inga hafði verið gerð afturreka með, bæði hvað varðar skipan í stjórn HMS orku og einnig með stjórn Tryggingastofnunar. Sigríður var ósátt við svörin. Hún sagði að í stað þess að fram kæmi afsökunarbeiðni á lögbrotum höggvi ráðherra í sömu knérunn. Með ólíkindum að þessi þingmaður... Hún ítrekaði fyrirspurn sína en þá fékk hún það óþvegið frá ráðherra sem vildi ræða það þegar Sigríður Á Andersen sagði af sér sem ráðherra. „Það er með hreinum ólíkindum að akkúrat þessi háttvirti þingmaður, Sigríður Á Andersen, sem einn af fáum ráðherrum fyrrverandi ríkisstjórnar Íslands, hrökklaðist úr embætti og þurfti að segja af sér ráðherradómi, vegna einstrengingslegra ákvarðanataka þvert á gildandi lög,“ sagði Inga og hún var hvergi nærri hætt. „Það þurfti mannréttindadómstól Evrópu til að hrekja hana úr embætti því svo fast sat hún. Ég segi bara ekkert annað en það að háttvirtur þingmaður, ég horfi í þín augu með von um það að við í rauninni gerum okkar besta og séum í góðri trú að vinna að hag samfélagsins sem við vorum kjörnar til að gera og ég óska nákvæmlega þess hins sama. Ég mun ganga hér fram af heiðarleika og einlægni í mínum störfum hér eftir sem hingað til hvort heldur það er í stjórnarandstöðu, sem ber pínulítið annan brag, en þegar við sitjum í ríkisstjórn.“ Þingmönnum brugðið Ýmsir þingmenn gerðu athugasemd við orð Ingu, Þorsteinn B. Sæmundsson þingmaður Miðflokksins sagði ósmekklegt að ráðherra væri að sneiða með þessum hætti að þingmanni sem ekki gæti svarað fyrir sig á sama vettvangi. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður tók í sama streng og sagði því miður hafa borðið á því að háttvirtir þingmenn og ráðherrar hafa kosið að haga sínum orðum hér á Alþingi hafi krítað liðugt og hún vonaði að það kæmi ekki niður á virðingu fyrir hinu háa Alþingi. „Þessi ummæli voru ákveðinn lágpunktur, því miður.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn. 1. maí 2025 11:00 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Sjá meira
Sigríður Á Andersen hafði verið að spyrja Ingu út í tvær ákvarðanir sem Inga hafði verið gerð afturreka með, bæði hvað varðar skipan í stjórn HMS orku og einnig með stjórn Tryggingastofnunar. Sigríður var ósátt við svörin. Hún sagði að í stað þess að fram kæmi afsökunarbeiðni á lögbrotum höggvi ráðherra í sömu knérunn. Með ólíkindum að þessi þingmaður... Hún ítrekaði fyrirspurn sína en þá fékk hún það óþvegið frá ráðherra sem vildi ræða það þegar Sigríður Á Andersen sagði af sér sem ráðherra. „Það er með hreinum ólíkindum að akkúrat þessi háttvirti þingmaður, Sigríður Á Andersen, sem einn af fáum ráðherrum fyrrverandi ríkisstjórnar Íslands, hrökklaðist úr embætti og þurfti að segja af sér ráðherradómi, vegna einstrengingslegra ákvarðanataka þvert á gildandi lög,“ sagði Inga og hún var hvergi nærri hætt. „Það þurfti mannréttindadómstól Evrópu til að hrekja hana úr embætti því svo fast sat hún. Ég segi bara ekkert annað en það að háttvirtur þingmaður, ég horfi í þín augu með von um það að við í rauninni gerum okkar besta og séum í góðri trú að vinna að hag samfélagsins sem við vorum kjörnar til að gera og ég óska nákvæmlega þess hins sama. Ég mun ganga hér fram af heiðarleika og einlægni í mínum störfum hér eftir sem hingað til hvort heldur það er í stjórnarandstöðu, sem ber pínulítið annan brag, en þegar við sitjum í ríkisstjórn.“ Þingmönnum brugðið Ýmsir þingmenn gerðu athugasemd við orð Ingu, Þorsteinn B. Sæmundsson þingmaður Miðflokksins sagði ósmekklegt að ráðherra væri að sneiða með þessum hætti að þingmanni sem ekki gæti svarað fyrir sig á sama vettvangi. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður tók í sama streng og sagði því miður hafa borðið á því að háttvirtir þingmenn og ráðherrar hafa kosið að haga sínum orðum hér á Alþingi hafi krítað liðugt og hún vonaði að það kæmi ekki niður á virðingu fyrir hinu háa Alþingi. „Þessi ummæli voru ákveðinn lágpunktur, því miður.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn. 1. maí 2025 11:00 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Sjá meira
Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49
„Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn. 1. maí 2025 11:00