Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar 16. maí 2025 07:30 Þegar stórt er spurt Undirrituð er óðum að munstra sig í hlutverk sitt á háttvirtu Alþingi okkar Íslendinga. Ég kem inn í annað sinn sem varaþingmaður fyrir minn góða flokk, Flokk fólksins. Nú þegar líður að sumarfríi þá taka þingmál að dragast á langinn. Þetta er eitthvað sem að jafnaði fylgir þessum tíma árs. Að þessu sinni er ástæða þess sú að þingmenn stjórnarandstöðunnar telja nauðsynlegt að gaumgæfa hvert mál í þaula. Það er ekkert nýtt að stjórnarandstaða beiti málþófi en fyrr má nú fyrrvera. Sjálfsagður stuðningur við Grindvíkinga – tafinn í sex klukkustundir Til umfjöllunar í þinginu var nú á dögunum afar einfalt og yfirvegað frumvarp frá ríkisstjórninni, í aðeins þremur stuttum greinum þar sem kveðið er á um áframhaldandi og alveg sjálfsagðan stuðning við Grindvíkinga. Þar er lögð til framlenging á stuðningi við Grindvíkinga með breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Í stuttu máli: í stað ártalsins 2024, kemur ártalið 2025. Það er það eina sem frumvarpið felur í sér. Allir þingmenn Alþingis, bæði í ríkisstjórn og stjórnarandstöðu, lýstu yfir fullum stuðningi við málið og undirstrikuðu mikilvægi þess að tryggja að frumvarpið yrði afgreitt fyrir þinglok. Þrátt fyrir þessa samstöðu hjá þingmönnum um þessa eins árs framlengingu var tekin sú ákvörðun af hálfu stjórnarandstöðunnar að ræða þetta augljóslega sjálfsagða mál í næstum sex klukkustundir, með umræðum sem oft fóru langt út fyrir efnið sjálft. Réttur til umræðu en hvar liggja mörkin? Það þarf ekki að deila um það að stjórnarandstaðan hefur fullan rétt til að nýta sinn tíma í þingsal og fjalla um mál með þeim hætti sem hún kýs þó auðvitað í samræmi við þingsköp Alþingis. Það er lögmætt lýðræðislegt tæki og getur verið hluti af pólitískri baráttu og viðleitni til að ná samkomulagi við ríkisstjórn um önnur mál. En þegar umræða um svo einfalt og óumdeilt mál, sem allir eru sammála um, tekur lungann úr deginum, má velta fyrir sér hvort um sé að ræða heilindi eða taktík. Hverju þjónar slík töf? Og á kostnað hvaða mála? Þjóðin bíður eftir niðurstöðum og lausnum í margvíslegum málum. Að tefja vinnslu einfaldra mála dregur úr trausti almennings á þinginu sem heild og veikir trúverðugleika þess. Virðing, ábyrgð og hlutverk okkar allra Ég hef skilning á því að núverandi stjórnarandstaða þurfi að fóta sig í nýju hlutverki. Það hefur, með fullri virðingu sagt, verið nokkuð langt síðan þau sátu þarna megin við borðið síðast. Það því miður bæði heyrist og sést. Framíköll eru tíð, hljóðbær hávaði í hliðarsölum, og margir virðast eiga erfitt með að halda sig innan ræðutíma. Virðulegur forseti þingsins þarf því ítrekað að hamra í bjölluna í tilraun til að þagga niður í þeim, eins og óþekkum bekk. Ég vil beina orðum mínum til okkar allra sem sitjum á þingi en sérstaklega til stjórnarandstöðunnar: Við eigum að bera virðingu fyrir Alþingi og þeim 63 sætum sem við sitjum í fyrir hönd þjóðarinnar. Vinkona mín sagði það hafa verið vitundarvakningu fyrir sig, varðandi mikilvægi þessa starfs, þegar kjósandi kom að máli við hana, eftir að hún náði kjöri sem þingmaður í fyrsta sinn: „Þjóðin telur nú næstum því 400.000 manns. Þú ert ein af þeim 63 sem kosin eru af þjóðinni, inn á Alþingi allra Íslendinga. Þú mátt sannarlega vera stolt, en sýndu ávallt auðmýkt, heiðarleika og síðast en ekki síst, berðu ævinlega virðingu fyrir okkur kjósendum. Þú ert kosin af fólkinu í landinu, þér ber heilög skylda til að vinna þingstarf þitt af heilindum.“ Í ljós þess sem hér að ofan er skrifað varpa ég eftirfarandi hugleiðingu minni út í kosmóið og til lesenda: Eru vinnubrögð háttvirtar stjórnarandstöðu á þessu vorþingi, samnefnari fyrir virðingu, auðmýkt, heiðarleika og heilindi? Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Íris Fanndal Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar stórt er spurt Undirrituð er óðum að munstra sig í hlutverk sitt á háttvirtu Alþingi okkar Íslendinga. Ég kem inn í annað sinn sem varaþingmaður fyrir minn góða flokk, Flokk fólksins. Nú þegar líður að sumarfríi þá taka þingmál að dragast á langinn. Þetta er eitthvað sem að jafnaði fylgir þessum tíma árs. Að þessu sinni er ástæða þess sú að þingmenn stjórnarandstöðunnar telja nauðsynlegt að gaumgæfa hvert mál í þaula. Það er ekkert nýtt að stjórnarandstaða beiti málþófi en fyrr má nú fyrrvera. Sjálfsagður stuðningur við Grindvíkinga – tafinn í sex klukkustundir Til umfjöllunar í þinginu var nú á dögunum afar einfalt og yfirvegað frumvarp frá ríkisstjórninni, í aðeins þremur stuttum greinum þar sem kveðið er á um áframhaldandi og alveg sjálfsagðan stuðning við Grindvíkinga. Þar er lögð til framlenging á stuðningi við Grindvíkinga með breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Í stuttu máli: í stað ártalsins 2024, kemur ártalið 2025. Það er það eina sem frumvarpið felur í sér. Allir þingmenn Alþingis, bæði í ríkisstjórn og stjórnarandstöðu, lýstu yfir fullum stuðningi við málið og undirstrikuðu mikilvægi þess að tryggja að frumvarpið yrði afgreitt fyrir þinglok. Þrátt fyrir þessa samstöðu hjá þingmönnum um þessa eins árs framlengingu var tekin sú ákvörðun af hálfu stjórnarandstöðunnar að ræða þetta augljóslega sjálfsagða mál í næstum sex klukkustundir, með umræðum sem oft fóru langt út fyrir efnið sjálft. Réttur til umræðu en hvar liggja mörkin? Það þarf ekki að deila um það að stjórnarandstaðan hefur fullan rétt til að nýta sinn tíma í þingsal og fjalla um mál með þeim hætti sem hún kýs þó auðvitað í samræmi við þingsköp Alþingis. Það er lögmætt lýðræðislegt tæki og getur verið hluti af pólitískri baráttu og viðleitni til að ná samkomulagi við ríkisstjórn um önnur mál. En þegar umræða um svo einfalt og óumdeilt mál, sem allir eru sammála um, tekur lungann úr deginum, má velta fyrir sér hvort um sé að ræða heilindi eða taktík. Hverju þjónar slík töf? Og á kostnað hvaða mála? Þjóðin bíður eftir niðurstöðum og lausnum í margvíslegum málum. Að tefja vinnslu einfaldra mála dregur úr trausti almennings á þinginu sem heild og veikir trúverðugleika þess. Virðing, ábyrgð og hlutverk okkar allra Ég hef skilning á því að núverandi stjórnarandstaða þurfi að fóta sig í nýju hlutverki. Það hefur, með fullri virðingu sagt, verið nokkuð langt síðan þau sátu þarna megin við borðið síðast. Það því miður bæði heyrist og sést. Framíköll eru tíð, hljóðbær hávaði í hliðarsölum, og margir virðast eiga erfitt með að halda sig innan ræðutíma. Virðulegur forseti þingsins þarf því ítrekað að hamra í bjölluna í tilraun til að þagga niður í þeim, eins og óþekkum bekk. Ég vil beina orðum mínum til okkar allra sem sitjum á þingi en sérstaklega til stjórnarandstöðunnar: Við eigum að bera virðingu fyrir Alþingi og þeim 63 sætum sem við sitjum í fyrir hönd þjóðarinnar. Vinkona mín sagði það hafa verið vitundarvakningu fyrir sig, varðandi mikilvægi þessa starfs, þegar kjósandi kom að máli við hana, eftir að hún náði kjöri sem þingmaður í fyrsta sinn: „Þjóðin telur nú næstum því 400.000 manns. Þú ert ein af þeim 63 sem kosin eru af þjóðinni, inn á Alþingi allra Íslendinga. Þú mátt sannarlega vera stolt, en sýndu ávallt auðmýkt, heiðarleika og síðast en ekki síst, berðu ævinlega virðingu fyrir okkur kjósendum. Þú ert kosin af fólkinu í landinu, þér ber heilög skylda til að vinna þingstarf þitt af heilindum.“ Í ljós þess sem hér að ofan er skrifað varpa ég eftirfarandi hugleiðingu minni út í kosmóið og til lesenda: Eru vinnubrögð háttvirtar stjórnarandstöðu á þessu vorþingi, samnefnari fyrir virðingu, auðmýkt, heiðarleika og heilindi? Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun