Hinn norski Kyle Alessandro mun opna lokakvöldið þegar hann stígur fyrstur á svið með framlag Noregs, Lighter en það er svo albanski dúettinn Shkodra Elektronike sem verður 26. á svið og lokar keppninni.

Á seinna undanúrslitakvöldinu í gær tryggðu bæði Danir og Finnar sér farseðil í úrslitin á laugardaginn en á þriðjudaginn varð ljóst að Ísland, Svíþjóð og Noregur yrðu einnig með í úrslitunum. Þetta verður í fyrsta sinn í allnokkur ár sem öll Norðurlöndin keppa á úrslitakvöldi Eurovision.
Hér má sjá röð laganna 26 sem taka þátt á laugardaginn
1. Noregur | Kyle Alessandro – Lighter
2. Lúxemborg | Laura Thorn – La Poupée Monte Le Son
3. Eistland | Tommy Cash – Espresso Macchiato
4. Ísrael | Yuval Raphael – New Day Will Rise
5. Litháen | Katarsis – Tavo Akys
6. Spánn | Melody – ESA DIVA
7. Úkraína | Ziferblat – Bird of Pray
8. Bretland | Remember Monday – What The Hell Just Happened?
9. Austurríki | JJ – Wasted Love
10. Ísland | VÆB – RÓA
11. Lettland | Tautumeitas – Bur Man Laimi
12. Holland | Claude – C’est La Vie
13. Finnland | Erika Vikman – ICH KOMME
14. Ítalía | Lucio Corsi | Volevo Essere Un Duro
15. Pólland | Justyna Steczkowska – GAJA
16. Þýskaland | Abor & Tynna – Baller
17. Grikkland | Klavdia – Asteromáta
18. Armenía | PARG – SURVIVOR
19. Sviss | Zoë Më – Voyage
20. Malta | Miriana Conte – SERVING
21. Portúal | NAPA – Deslocado
22. Danmörk | Sissal – Hallucination
23. Svíþjóð | KAJ – Bara Bada Bastu
24. Frakkland | Louane – maman
25. San Marínó | Gabry Ponte – Tutta L’Italia
26. Albanía | Shkodra Elektronike – Zjerm
Fréttin hefu verið uppfærð með íslenskum nöfnum landanna.