Innlent

Öku­menn séu oft með ó­þarfa munn­söfnuð og fingurinn á lofti

Lovísa Arnardóttir skrifar
Sævar segir fimmtíu prósent líkur á banaslysi þegar ekið er á óvarinn vegfarenda á 60 kílómetra hraða og 100 prósent líkur á banaslysi.
Sævar segir fimmtíu prósent líkur á banaslysi þegar ekið er á óvarinn vegfarenda á 60 kílómetra hraða og 100 prósent líkur á banaslysi. Bylgjan

Sævar Lárusson, öryggistjóri Vegagerðarinnar, segir fótinn þyngjast þegar sólin hækkar á lofti, rannsóknir sýni það. Ökumenn eigi þó að fara gætilega. Sævar ræddi öryggismál í Bítinu á Bylgjunni en Vegagerðin er víða í framkvæmdum og verður áfram í sumar.

„Það þarf að viðhalda vegunum og þá þarf að fara út á þá með tæki g mannskap og það skapar hættu og smá núning á milli þeirra sem eru að fara og þeirra sem eru að laga og malbika,“ segir Sævar.

Hann segir gott að finna tíma til að vinna, það sé bjart á sumrin og stundum jafnvel tilefni til að vinna á nóttunni.

Hann segir það gerast reglulega að það sé ekið utan í vinnutæki, ekið utan í spegla og svo hafi það líka gerst að ökumaður hafi ekið inn á vinnusvæði. Hann segir menn hafa slasast við þessar aðstæður en það hafi sem betur fer hafi það ekki gerst oft.

Starfsmenn varkárir

Sævar segir starfsmenn Vegagerðarinnar varkára og meðvitaða um að ekki allir ökumenn séu menn puttann á púlsinum og passi sig vel.

„Það eru 50 prósent líkur á banaslysi ef ekið er á óvarinn vegfarenda á 59 kílómetra hraða á klukkustund og 100 prósent líkur á alvarlegu slysi. Þá ertu bara á 60 þannig hættan er sannarlega til staðar.“

Sævar segir ökumenn þó ekki einungis skapa hættu með akstri heldur séu þeir einnig ókurteisir með óþarfa munnsöfnuð og setji oft fingurinn á loft. Flestir hagi sér vel en svo komi inn á milli ökumenn og vegfarendur sem séu verulega ókurteisir.

Sævar segir Vegagerðina ávallt leita leiða til að gera aðstæður við framkvæmdasvæði örugg og yfirleitt séu hraðatakmarkanir settar á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×