Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. maí 2025 12:37 Maðurinn var handtekinn fyrr í vikunni, grunaður um að hafa stundað njósnir. Getty Sænskur diplómati, sem var handtekinn vegna gruns um njósnir, er látinn. Maðurinn fannst látinn í gærkvöldi en hann var handtekinn síðastliðið sunnudagskvöld, grunaður um að hafa stundað njósnir á meðan hann vann hjá sænsku utanríkisþjónustunni. Fram hefur komið í sænskum fjölmiðlum að maðurinn hafi starfað hjá mörgum sendiráðum landsins víða um heim. Grunur er um að málið tengist nýlegri afsögn varnarmálaráðgjafa sænsku ríkisstjórnarinnar. Að svo stöddu liggja ekki fyrir upplýsingar um hvernig andlát mannsins bar að. Hann var handtekin á heimili sínu þar sem gerð var húsleit í tengslum við rannsókn málsins hvað snýr að meintum njósnum. Anton Strand, lögmaður mannsins hefur staðfest andlát skjólstæðings síns að því er fram kemur í frétt Expressen. Lögreglan hefur einnig staðfest að andlát mannsins sé til rannsóknar en tekur fram að ekki sé grunur um að það hafi borið að með saknæmum hætti. „Í nótt bárust mér þær sorglegu fréttir að starfsmaður utanríkisráðuneytisins sé látinn. Hugur minn er hjá fjölskyldu, vinum og samstarfsfólki starfsmannsins. Af virðingu við hinn látna mun ég ekki tjá mig um frekari smáatriði,“ hefur Aftonbladet eftir Mariu Malmer Stenergard, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Upplýsingar um andlát mannsins höfðu verið birtar innanhúss í utanríkisráðuneytinu í dag að því er fram kemur í umfjöllun Aftonbladet sem greinir frá því í morgun að hinn látni sé sá er var handtekinn grunaður um njósnir. „Því miður getum við staðfest að starfsmaður utanríkisþjónustunnar er látinn. Af tillitsemi við aðstandendur munum við ekki veita frekari upplýsingar,“ segir í svari ráðuneytisins til Aftonbladet. Lögreglan hefur ekki veitt nánari upplýsingar um hvað fellst í umræddum grun um njósnir, en meint brot eru sögð hafa átt sér stað á tímabilinu 1. október til 11. maí. Maðurinn sem var handtekinn fyrr í vikunni var síðan látinn laus gegn tryggingu. Áður hefur verið haft eftir lögmanni mannsins að hann neiti öllum ásökunum um saknæmt athæfi. Sjá einnig: Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Samkvæmt frétt SVT tengdist handtaka diplómatans öðru máli sem varðar viðkvæmar myndir af nýskipuðum þjóðaröryggisráðgjafa sænsku ríkisstjórnarinnar, Tobias Thyberg. Thyberg steig til hliðar sama dag og hann var skipaður eftir að gamlar nektarmyndir af honum af stefnumótasíðu skutu upp kollinum. Saksóknari hefur ekki heldur viljað tjá sig um meint tengsl málanna að því er fram kemur í umfjöllun SVT. Svíþjóð Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira
Fram hefur komið í sænskum fjölmiðlum að maðurinn hafi starfað hjá mörgum sendiráðum landsins víða um heim. Grunur er um að málið tengist nýlegri afsögn varnarmálaráðgjafa sænsku ríkisstjórnarinnar. Að svo stöddu liggja ekki fyrir upplýsingar um hvernig andlát mannsins bar að. Hann var handtekin á heimili sínu þar sem gerð var húsleit í tengslum við rannsókn málsins hvað snýr að meintum njósnum. Anton Strand, lögmaður mannsins hefur staðfest andlát skjólstæðings síns að því er fram kemur í frétt Expressen. Lögreglan hefur einnig staðfest að andlát mannsins sé til rannsóknar en tekur fram að ekki sé grunur um að það hafi borið að með saknæmum hætti. „Í nótt bárust mér þær sorglegu fréttir að starfsmaður utanríkisráðuneytisins sé látinn. Hugur minn er hjá fjölskyldu, vinum og samstarfsfólki starfsmannsins. Af virðingu við hinn látna mun ég ekki tjá mig um frekari smáatriði,“ hefur Aftonbladet eftir Mariu Malmer Stenergard, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Upplýsingar um andlát mannsins höfðu verið birtar innanhúss í utanríkisráðuneytinu í dag að því er fram kemur í umfjöllun Aftonbladet sem greinir frá því í morgun að hinn látni sé sá er var handtekinn grunaður um njósnir. „Því miður getum við staðfest að starfsmaður utanríkisþjónustunnar er látinn. Af tillitsemi við aðstandendur munum við ekki veita frekari upplýsingar,“ segir í svari ráðuneytisins til Aftonbladet. Lögreglan hefur ekki veitt nánari upplýsingar um hvað fellst í umræddum grun um njósnir, en meint brot eru sögð hafa átt sér stað á tímabilinu 1. október til 11. maí. Maðurinn sem var handtekinn fyrr í vikunni var síðan látinn laus gegn tryggingu. Áður hefur verið haft eftir lögmanni mannsins að hann neiti öllum ásökunum um saknæmt athæfi. Sjá einnig: Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Samkvæmt frétt SVT tengdist handtaka diplómatans öðru máli sem varðar viðkvæmar myndir af nýskipuðum þjóðaröryggisráðgjafa sænsku ríkisstjórnarinnar, Tobias Thyberg. Thyberg steig til hliðar sama dag og hann var skipaður eftir að gamlar nektarmyndir af honum af stefnumótasíðu skutu upp kollinum. Saksóknari hefur ekki heldur viljað tjá sig um meint tengsl málanna að því er fram kemur í umfjöllun SVT.
Svíþjóð Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira