„Ég get ekki beðið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. maí 2025 20:02 Elín Rósa Magnúsdóttir mun stýra sóknarleik Valsliðsins í leik morgundagsins. Vísir/Ívar Elín Rósa Magnúsdóttir er yfir sig spennt fyrir leik Vals við spænska liðið Porriño á morgun. Það er ekki að ástæðulausu. Fyrsti Evróputitill íslensks kvennaliðs í sögunni er undir. „Tilfinningin er bara góð. Það er loksins að koma að þessu, maður er búinn að vera svolítið að bíða þessa vikuna. Maður er bara spenntur fyrir þessu. Það er svolítið skrýtið að bíða í heila viku eftir næsta leik við sama lið,“ segir Elín Rósa í samtali við íþróttadeild. Klippa: Mikil spenna fyrir risaleik Fyrri leiknum við Porriño ytra síðasta laugardag lauk með jafntefli en Valskonur höfðu verið þar betri aðilinn og leitt stóran hluta. Valskonur hafa gert vel á milli leikja í einvígjum sínum í keppninni hingað til í vetur og undantekningalaust gert betur í síðari leiknum en þeim fyrri. Elín segir vel hafa verið farið yfir málin og vonast til að greiningavinna þjálfarateymisins skili sér. „Það er margt sem við getum gert betur og gott að eiga seinni leikinn hérna heima. Við sáum að það eru margir auðveldir hlutir sem við getum lagað sem er bara jákvætt. Við þurfum að bæta vörnina svolítið og nokkrir punktar í sókn líka,“ segir Elín Rósa. Elín Rósa kom Val yfir á lokasekúndum leiksins ytra en þær spænsku jöfnuðu á síðustu sekúndu leiksins. Því er um hreinan úrslitaleik að ræða og staðan í einvíginu í raun 0-0. Elín segir það ágætt, Valskonur þurfi einfaldlega að vinna leikinn og hugsa ekki um að verja forystu eða að vinna með ákveðnum markafjölda. „Það er líka bara fínt, svona eftir á. Maður hefði alveg þegið eitt eða tvö mörk í plús. En það er bara fínt að vera í 0-0 sem segir líka bara hversu jöfn þessi lið eru,“ segir Elín sem mun taka því rólega fram að leik morgundagsins. „Það er bara að njóta aðeins í sólinni. Svo er bara æfing og fundur á eftir þar sem við förum yfir vörnina. Það er bara að hvíla sig vel, nærast og vakna snemma á morgun og takast á við þetta verkefni.“ En er ekki hálf súrrealískt að úrslitaleikur í Evrópukeppni sé að fara fram á Hlíðarenda? „Þetta er bara ótrúlegt. Maður hefur ekki náð utan um þetta allt saman, að það sé bara komið að þessu. Allt íþróttafólk á bara að mæta, það verður frábær umgjörð hérna líka. Dansatriði, söngatriði, skemmtanir fyrir börnin, matur og drykkur og allt eins og það á að vera,“ Hversu spennt ertu? „Ég bara get ekki beðið,“ segir Elín og hlær. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Vals og Porriño fer fram klukkan 15:00 á morgun og verður sýndur beint á RÚV. Honum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Valur EHF-bikarinn Handbolti Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Sjá meira
„Tilfinningin er bara góð. Það er loksins að koma að þessu, maður er búinn að vera svolítið að bíða þessa vikuna. Maður er bara spenntur fyrir þessu. Það er svolítið skrýtið að bíða í heila viku eftir næsta leik við sama lið,“ segir Elín Rósa í samtali við íþróttadeild. Klippa: Mikil spenna fyrir risaleik Fyrri leiknum við Porriño ytra síðasta laugardag lauk með jafntefli en Valskonur höfðu verið þar betri aðilinn og leitt stóran hluta. Valskonur hafa gert vel á milli leikja í einvígjum sínum í keppninni hingað til í vetur og undantekningalaust gert betur í síðari leiknum en þeim fyrri. Elín segir vel hafa verið farið yfir málin og vonast til að greiningavinna þjálfarateymisins skili sér. „Það er margt sem við getum gert betur og gott að eiga seinni leikinn hérna heima. Við sáum að það eru margir auðveldir hlutir sem við getum lagað sem er bara jákvætt. Við þurfum að bæta vörnina svolítið og nokkrir punktar í sókn líka,“ segir Elín Rósa. Elín Rósa kom Val yfir á lokasekúndum leiksins ytra en þær spænsku jöfnuðu á síðustu sekúndu leiksins. Því er um hreinan úrslitaleik að ræða og staðan í einvíginu í raun 0-0. Elín segir það ágætt, Valskonur þurfi einfaldlega að vinna leikinn og hugsa ekki um að verja forystu eða að vinna með ákveðnum markafjölda. „Það er líka bara fínt, svona eftir á. Maður hefði alveg þegið eitt eða tvö mörk í plús. En það er bara fínt að vera í 0-0 sem segir líka bara hversu jöfn þessi lið eru,“ segir Elín sem mun taka því rólega fram að leik morgundagsins. „Það er bara að njóta aðeins í sólinni. Svo er bara æfing og fundur á eftir þar sem við förum yfir vörnina. Það er bara að hvíla sig vel, nærast og vakna snemma á morgun og takast á við þetta verkefni.“ En er ekki hálf súrrealískt að úrslitaleikur í Evrópukeppni sé að fara fram á Hlíðarenda? „Þetta er bara ótrúlegt. Maður hefur ekki náð utan um þetta allt saman, að það sé bara komið að þessu. Allt íþróttafólk á bara að mæta, það verður frábær umgjörð hérna líka. Dansatriði, söngatriði, skemmtanir fyrir börnin, matur og drykkur og allt eins og það á að vera,“ Hversu spennt ertu? „Ég bara get ekki beðið,“ segir Elín og hlær. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Vals og Porriño fer fram klukkan 15:00 á morgun og verður sýndur beint á RÚV. Honum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Valur EHF-bikarinn Handbolti Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Sjá meira