Handbolti

Táraðist vegna ó­lýsan­legrar gleði

Valur Páll Eiríksson skrifar
Elín Rósa Magnúsdóttir var frábær í leik dagsins.
Elín Rósa Magnúsdóttir var frábær í leik dagsins. Vísir/Anton Brink

Elín Rósa Magnúsdóttir átti stóran þátt í sögulegum Evrópusigri Vals í handbolta en bikar fór á loft eftir sigur í úrslitaleik gegn Porrino frá Spáni á Hlíðarenda. Hún átti erfitt með að koma tilfinningarússibana dagsins í orð.

„Ég held ég geti það ekki. Þetta er sturlað,“ sagði Elín fljótlega eftir leik aðspurð um tilfinninguna að vera Evrópumeistari. Hún þurfti þá að draga sit stuttlega í hlé þegar tárin brutust fram.

„Þetta er bara geðveikt. Ég get ekki lýst þessu,“ sagði hún þá.

Valur leiddi með sjö mörkum þegar um tíu mínútur voru eftir en sigurinn endaði í einu marki. Elín var spurð hvort það hafi ekki verið óþarfi hjá Valskonum að gera leikinn svona spennandi undir lokin.

„Nei, erum við ekki í þessu fyrir þetta? Við þurftum að gefa smá spennu í lokin. Þetta var bara geðveikt,“ segir Elín létt.

Aðspurð um hvað skilaði sigrinum segir hún:

„Okkur langaði þetta bara svo ógeðslega mikið! Við brotnuðum aldrei þegar áhlaupið kom. Ég er ógeðslega stolt af þessum stelpum.“

Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×