Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. maí 2025 18:44 Þyrla af gerðinni Robinson R44 Raven II eins og þær tvær sem hröpuðu til jarðar í Finnlandi í dag. GEtty Fimm eru látnir eftir að tvær þyrlur rákust saman og brotlentu skammt frá Eura í suðvesturhluta Finnlands. Þyrlurnar voru báðar á leið til finnska bæjarins Kokemäki til að taka þátt í viðburði flugklúbbs. Finnski miðillinn Helsinki Times greinir frá því að þyrlurnar, sem eru af tegundinni Robinson R44, höfðu báðar lagt af stað frá Tallinn um morguninn. Samkvæmt finnsku lögreglunni og utanríkisráðuneyti Eistlands rákust þyrlurnar saman skömmu eftir hádegi og brotlentu í skóglendi. Samkvæmt rakningargögnum flugu þyrlurnar samhliða stærstan hluta ferðarinnar en hurfu af ratsjám um hálf eitt við Eura-flugvöll. Vitni lýsa því hvernig þyrlurnar flugu nærri hvor annarri áður en önnur breytti snögglega um stefnu og flaug utan í hina. „Önnur þeirra féll eins og steinn,“ sagði Antti Marjanen sem er íbúi á svæðinu og hafði samband við neyðarlínuna. Eistneskur athafnamaður meðal látinna Viðbragðsaðilar voru fljótir á vettvang og fundu þyrlurnar í um hundrað metra fjarlægð frá hvor annarri. Kviknað hafði í annarri þeirra og fundu viðbragðsaðilar þyrlubrakið út frá reyknum sem steig upp af því. Lögreglan hefur staðfest að fimm voru um borð í þyrlunum tveimur og hafa borið kennsl á báða flugmennina. Annar þeirra er Oleg Sõnajalg, þekktur eistneskur athafnamaður, sem var þekktur fyrir að fljúga gjarnan eigin þyrlum. Enn á eftir að bera kennsl á farþegana þrjá. Þyrlurnar tvær áttu að taka þátt í viðburði við Piikajärvi-flugvöll á vegum flugklúbbs. Þar var von á um tuttugu flugvélum og um 50 þátttakendum. Flugmálayfirvöld í Finnlandi og Eistlandi vinna nú saman að rannsókn á slysinu. Tildrög þess eru enn óþekkt en talið er að mannleg mistök, veðurfar eða samskiptaleysi hafi valdið slysinu. Samgönguslys Finnland Eistland Fréttir af flugi Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Finnski miðillinn Helsinki Times greinir frá því að þyrlurnar, sem eru af tegundinni Robinson R44, höfðu báðar lagt af stað frá Tallinn um morguninn. Samkvæmt finnsku lögreglunni og utanríkisráðuneyti Eistlands rákust þyrlurnar saman skömmu eftir hádegi og brotlentu í skóglendi. Samkvæmt rakningargögnum flugu þyrlurnar samhliða stærstan hluta ferðarinnar en hurfu af ratsjám um hálf eitt við Eura-flugvöll. Vitni lýsa því hvernig þyrlurnar flugu nærri hvor annarri áður en önnur breytti snögglega um stefnu og flaug utan í hina. „Önnur þeirra féll eins og steinn,“ sagði Antti Marjanen sem er íbúi á svæðinu og hafði samband við neyðarlínuna. Eistneskur athafnamaður meðal látinna Viðbragðsaðilar voru fljótir á vettvang og fundu þyrlurnar í um hundrað metra fjarlægð frá hvor annarri. Kviknað hafði í annarri þeirra og fundu viðbragðsaðilar þyrlubrakið út frá reyknum sem steig upp af því. Lögreglan hefur staðfest að fimm voru um borð í þyrlunum tveimur og hafa borið kennsl á báða flugmennina. Annar þeirra er Oleg Sõnajalg, þekktur eistneskur athafnamaður, sem var þekktur fyrir að fljúga gjarnan eigin þyrlum. Enn á eftir að bera kennsl á farþegana þrjá. Þyrlurnar tvær áttu að taka þátt í viðburði við Piikajärvi-flugvöll á vegum flugklúbbs. Þar var von á um tuttugu flugvélum og um 50 þátttakendum. Flugmálayfirvöld í Finnlandi og Eistlandi vinna nú saman að rannsókn á slysinu. Tildrög þess eru enn óþekkt en talið er að mannleg mistök, veðurfar eða samskiptaleysi hafi valdið slysinu.
Samgönguslys Finnland Eistland Fréttir af flugi Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira