VÆB-bræður voru númer tíu á svið og stóðu sig með mikilli prýði. Eftir hressandi frammistöðuna hækkaði Ísland hjá veðbönkum og voru margir Íslendingar voru margir tilbúnir að lýsa yfir sigri eftir flutninginn en það var ansi langt frá því að gerast.
VÆB-arar voru þó alls ekki neðstir hjá almenningi, fengu þar 33 stig, en núll stigin frá dómurum voru dýr. Dómnefndir Evrópu fengu því sérstaklega slæma útreið hjá netverjum eftir að úrslitin voru ljós.
Þessar dómnefndir enn og aftur að stimpla sig inn sem alleiðinlegasta batterý allra tíma.
— Jói Skúli (@joiskuli10) May 17, 2025
Þarf ekki að leggja þessum rúllukragapeysudómnefndum, valdið aftur til fólksins
— Jónas Már (@JTorfason) May 17, 2025
Jæja hvaða djöss pappakassar eru í þessum dómnefndum út um alla Evrópu! Til háborinnar skammar að mínu mati.#12stig
— Óskar Karl (@skarikalli28) May 17, 2025
Dear @Eurovision take those judges and troðið þeim uppí rassgatið á ykkur#12stig
— Óskar G Óskarsson (@Oskarsson07) May 17, 2025
#12stig hvað ætli hafi gerst á dómara rennslinu
— siggi (@siggim68) May 17, 2025
Árni Stefán átti erfitt með að útskýra niðurstöðuna fyrir dóttur sinni. Aðrir skildu hvorki upp né niður í henni.
Ég að útskýra fyrir 7 ára dóttur minni af hverju Ísland mun ekki fá nein stig í þessu dómnefndarbíói. #12stig pic.twitter.com/VAclObxEZh
— Árni Stefán (@arnistefan) May 17, 2025
Skil stærðfræði meira en þessa stigagjöf #12stig
— Lobba (@Lobbsterinn) May 17, 2025
Þetta er ömurlegt fyrirkomulag! Ég skil ekkert #12stig
— Óskar G Óskarsson (@Oskarsson07) May 17, 2025
Hvað í helvítinu er að gerast! 😩 #12stig
— Ragga (@Ragga0) May 17, 2025
Sumir voru reiðir, aðrir súrir.
Skapið hjá mér síðustu mínúturnar #12stig pic.twitter.com/dQpgOZAUFq
— Gústi (@gustiii99) May 17, 2025
Það er bara svona stemmning eins og á síðustu kosningavöku VG hérna í Júrópartíinu
— sTuðgerður Maria (@thmaria220) May 17, 2025
#12stig
...spyr eins Bretarnir "what the hell just happend" #12stig #Eurovision2025
— Hjálmar Bogi (@hjalmarbogi) May 17, 2025
Beggi Alfons taldi lélega íslenskukunnáttu dómnefndanna um að kenna.
greinilegt að enginn í þessum dómnefndum kunni íslensku🤷🏼♂️ #12stig
— Beggi Alfons (@BeggiAlfons) May 17, 2025
Kolbeinn Kári lét dómnefndina ekki slá sig út af laginu. Konni Waage lagði til nýtt fyrirkomulag.
Að hugsa sér að við verðum fyrsta landið frá upphafi til að fá 0 stig frá dómnefnd en vinna samt Eurovision. We’re making history #12stig
— Kolbeinn Karl 🧯 (@KolbeinnKarl) May 17, 2025
Dómnefndir ekki að digga VÆBið sýnilega.
— KonniWaage (@konninn) May 17, 2025
Spurning um að henda í að dómnefndir hafi 10% vægi og ekki 50% #12stig
Dagbjörg lagði til nýtt hashtag í stað #12stig fyrir Eurovision: #0stig. Fleiri léku sér með það.
Á maður að fara að vera að vinna með #0stig í staðinn fyrir #12stig
— Dagbjörg (@dagbjorg_) May 17, 2025
kannski eitt stig? er eg að biðja um of mikið? #1stig #0stig #12stig
— Özzi (@ozzikongur) May 17, 2025
Væb bræddu árabátinn og þetta er niðurstaðan. #12stig #0stig
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) May 17, 2025
Er á under 0.5 points @501
— Sigurđur Gísli Bond (@SigurdurGisli) May 17, 2025
Daníel Scheving velti fyrir sér hvort Trump ætti bara að taka við stjórninni og Jónas Már horfði frekar til Kína. Flestir virtust í það minnsta ósáttir með Evrópu.
Spurning að senda Trump beiðni um að kaupa okkur. #12stig
— Daniel Scheving 🇺🇦 🇮🇸 (@dscheving) May 17, 2025
Vá haha hlakka svo til þjóðaratkvæðagreiðslunnar um áframhaldandi aðildarviðræður við Alþýðulýðveldið Kína #12stig
— Jónas Már (@JTorfason) May 17, 2025
Meðalgreinda heimsálfa #12stig pic.twitter.com/u9iD4zdpAk
— Magnús H. Jónasson (@Maggih90) May 17, 2025
Þá er staðan þannig að við höfum slitið öllu sambandi við Evrópu og erum komin í Bandalag með USA #12stig
— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) May 17, 2025
Held núna sé góður tími til að ganga samningaborðinu við Trump og segja okkur Evrópu 🤬 #12stig
— Fannar (@GFannarS) May 17, 2025
Einhverjir léku sér með texta VÆB-bræðra.
Sökkandi hér sökkandi þar engin stig á töfluna #12stig
— Ragnar ríkharðsson (@Raggirikk) May 17, 2025
Ísland eða Everton, hvort er hvað?
40 ár án sigurs. Ísland er Everton Eurovision. #12stig
— Henrý (@henrythor) May 17, 2025
Þá voru sumir sérstaklega óánægðir með ákveðin nágrannalönd.
Svíar, Norðmenn og Danir eru dauðir fyrir mér.#12stig
— Sölvi Snær Magnússon (@Solvi72) May 17, 2025
Við gáfum svíþjóð 12 stig en þau okkur engin!?!?!??
— Gústi (@gustiii99) May 17, 2025
HVAÐA RUGL ER ÞETTA
#12stig
Hvenær ætlum við að ná því að við erum ekki ofarlega í huga hjá hinum norðurlöndunum.. 😆 #12stig
— Perla Sara W.D. (@perlasara_) May 17, 2025
Íslenska þjóðin þarf að lýsa yfir stríði við Noreg 😡😡#12stig
— Katrín Kristjana 🇺🇦 (@KatrinKristjana) May 17, 2025
Ísland endar fyrir neðan Portúgal.
— Friðrik Jónsson (@fridrikjons) May 17, 2025
Afneitum þessum svokölluðu frændþjóðum. #12stig
Yfirlýsingar veðbanka voru kannski bara jinx.
Ísland að fljúga upp listann hjá veðbönkum er líklega mesta jinx sem til er 😭#12stig
— Hilmar Nordfjord (@hilmartor) May 17, 2025
Það er alltaf næsta ár! Og þá sendum við sigurvegara.
Getum við fengið iceguys í Eurovision a næsta ári? #12stig Meira svona 0stig
— Bjarki (@Bjarkiswagmoney) May 17, 2025
Þá hugguðu margir sig við að Ísrael skyldi ekki vinna og aðrir veltu því fyrir sér hvort brögð væru í tafli.
Það eru allir að fagna að Ísrael tapaði, ekki að Austurríki vann #12stig
— andri (@OfficialFreyzi) May 17, 2025
Voru bara allir siðblindingjar Evrópu að dæla 20 atkvæðum hver á Ísrael? #12stig
— Ragnar Már Jónsson (@RagnarMrJnsson1) May 17, 2025
Ísrael vann kosningu almennings virðist vera. Ógeðslegt. Nakvæmlega núll líkur á að það hafi verið heiðarlegt. Voru næstum búin að fokka þessu upp og cancela keppninni 2026. Annaðhvort tekur EBU á þessu eða Ísland úr keppni strax #12stig
— Henrý (@henrythor) May 17, 2025
Það er verið að rannsaka Ísrael fyrir þjóðarmorð. En ég meina who cares? #12stig
— Hilmar Nordfjord (@hilmartor) May 17, 2025
Hahahhahahahhahahahhaha gott á Ísrael! 😁🖕#12stig
— Ragga (@Ragga0) May 17, 2025
Egill Helgason benti á að Evrópa hafi verið hársbreidd frá því að gera út af við sig með því að gefa Ísrael svo mörg stig.
Rokkarinn Magni velti fyrir sér hvort það hefði kannski bara verið best ef Ísrael hefði unnið svo þjóðir gætu loks tekið afstöðu til glæpa landsins.