Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2025 08:46 Rafal Trzaskowski, borgarstjóri Varsjár, (t.v.) og Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur, (t.h.) mætast að öllum líkindum í seinni umferð pólsku forsetakosninganna eftir tvær vikur. AP/Czarek Sokolowski Frjálslyndur borgarstjóri Varsjár og íhaldssamur sagnfræðingur keppast að öllum líkindum um embætti forseta Póllands eftir fyrri umferð forsetakosninga þar í gær. Lítill munur virðist hafa verið á fylgi frambjóðendanna tveggja. Formleg úrslit fyrri umferðarinnar liggja enn ekki fyrir en samkvæmt útgönguspám lítur út fyrir að Rafal Trzaskowski, borgarstjóri Varsjár, hafi fengið flest atkvæði, 31,2 prósent. Trzakowski er bandamaður Donalds Tusk forsætisráðherra og er Evrópusinni. Útlit er fyrir að hann mæti Karol Nawrocki, sem naut stuðnings Laga og réttlætis, þjóðernisíhaldsflokksins sem stýrði Póllandi lengi, í seinni umferðinni eftir tvær vikur. Nawrocki fékk 29,7 prósent atkvæða samkvæmt útgönguspá Ipsos. Búist er við því að endanleg úrslit liggi fyrir annað hvort seinna í dag eða á morgun, að sögn AP-fréttastofunnar. Nawrocki er pólitískur nýgræðingur. Hann talar fyrir íhaldssömum gildum og fullveldi Póllands. Bandaríkjaforseti tók á móti honum í Hvíta húsinu fyrr í þessum mánuði sem túlkað var sem stuðningsyfirlýsing við Nawrocki. Líkt og Bandaríkjaforseti hefur Nawrocki talað gegn Úkraínumönnum í sambandi við innrásarstríð Rússa. Tveir frambjóðendur sem eru enn lengra til hægri en Nawrocki fengu samtals rúman fimmtung atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Forsætisráðherra og þingið fara með mest völd samvæmt pólskri stjórnskipan. Forsetinn hefur engu að síður umtalsverð völd, sérstaklega í utanríkis- og öryggismálum. Þá fer hann með neitunarvald yfir lögum sem þingið samþykkir. Andrzej Duda, fráfarandi forseti og íhaldsmaður, hefur ítrekað beitt því gegn stjórn Tusk á undanförnum mánuðum. Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Forsætisráðherra Póllands fullyrðir að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi vísvitandi kveikt í stærstu verslunarmiðstöð landsins sem brann nærri til grunna í fyrra. Sökudólgarnir eru taldir hafa átt þátt í eldsvoða í nágrannaríkinu Litháen skömmu áður. 12. maí 2025 10:38 Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Pólskur ráðherra segir rússnesk stjórnvöld nú há fordæmalausa herferð til þess að hafa áhrif á forsetakosningar síðar í þessum mánuði. Afskiptin felist meðal annars í upplýsingahernaði og tölvuárásum á innviði landsins. 6. maí 2025 11:40 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Sjá meira
Formleg úrslit fyrri umferðarinnar liggja enn ekki fyrir en samkvæmt útgönguspám lítur út fyrir að Rafal Trzaskowski, borgarstjóri Varsjár, hafi fengið flest atkvæði, 31,2 prósent. Trzakowski er bandamaður Donalds Tusk forsætisráðherra og er Evrópusinni. Útlit er fyrir að hann mæti Karol Nawrocki, sem naut stuðnings Laga og réttlætis, þjóðernisíhaldsflokksins sem stýrði Póllandi lengi, í seinni umferðinni eftir tvær vikur. Nawrocki fékk 29,7 prósent atkvæða samkvæmt útgönguspá Ipsos. Búist er við því að endanleg úrslit liggi fyrir annað hvort seinna í dag eða á morgun, að sögn AP-fréttastofunnar. Nawrocki er pólitískur nýgræðingur. Hann talar fyrir íhaldssömum gildum og fullveldi Póllands. Bandaríkjaforseti tók á móti honum í Hvíta húsinu fyrr í þessum mánuði sem túlkað var sem stuðningsyfirlýsing við Nawrocki. Líkt og Bandaríkjaforseti hefur Nawrocki talað gegn Úkraínumönnum í sambandi við innrásarstríð Rússa. Tveir frambjóðendur sem eru enn lengra til hægri en Nawrocki fengu samtals rúman fimmtung atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Forsætisráðherra og þingið fara með mest völd samvæmt pólskri stjórnskipan. Forsetinn hefur engu að síður umtalsverð völd, sérstaklega í utanríkis- og öryggismálum. Þá fer hann með neitunarvald yfir lögum sem þingið samþykkir. Andrzej Duda, fráfarandi forseti og íhaldsmaður, hefur ítrekað beitt því gegn stjórn Tusk á undanförnum mánuðum.
Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Forsætisráðherra Póllands fullyrðir að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi vísvitandi kveikt í stærstu verslunarmiðstöð landsins sem brann nærri til grunna í fyrra. Sökudólgarnir eru taldir hafa átt þátt í eldsvoða í nágrannaríkinu Litháen skömmu áður. 12. maí 2025 10:38 Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Pólskur ráðherra segir rússnesk stjórnvöld nú há fordæmalausa herferð til þess að hafa áhrif á forsetakosningar síðar í þessum mánuði. Afskiptin felist meðal annars í upplýsingahernaði og tölvuárásum á innviði landsins. 6. maí 2025 11:40 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Sjá meira
Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Forsætisráðherra Póllands fullyrðir að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi vísvitandi kveikt í stærstu verslunarmiðstöð landsins sem brann nærri til grunna í fyrra. Sökudólgarnir eru taldir hafa átt þátt í eldsvoða í nágrannaríkinu Litháen skömmu áður. 12. maí 2025 10:38
Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Pólskur ráðherra segir rússnesk stjórnvöld nú há fordæmalausa herferð til þess að hafa áhrif á forsetakosningar síðar í þessum mánuði. Afskiptin felist meðal annars í upplýsingahernaði og tölvuárásum á innviði landsins. 6. maí 2025 11:40