Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. maí 2025 14:15 Lineker hefur áður ollið uppnámi vegna ummæla um pólitísk málefni. EPA-EFE/WILL OLIVER Sjónvarpsmaðurinn og fyrrum fótboltamaðurinn Gary Lineker lætum af störfum hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, á sunnudag. Hann hættir í skugga ásakana um gyðingahatur. Staðið hafði til um hríð að Lineker myndi stýra sínum síðasta þætti af Match of the Day (MOTD) á sunnudaginn kemur en í þeim þætti er hver umferð ensku úrvalsdeildarinnar gerð upp. MOTD hefur verið á dagskrá hverja helgi í kringum deildina frá árinu 1964 en enginn hefur stýrt þættinum eins lengi og Lineker. Hann tók við stjórnartaumunum árið 1999 og er því að klára sitt 26. tímabil. Lineker átti ekki að ljúka alfarið störfum hjá BBC eftir þátt sunnudagsins en átti að starfa áfram í kringum landsleiki Englands, og fylgja liðinu á HM 2026. View this post on Instagram A post shared by Gary Lineker (@garylineker) Í síðustu viku deildi Lineker Instagram-sögu frá hópnum „Palestine Lobby“ sem bar titilinn „Zionism explained in two minutes“ og innihélt mynd af rottu. Rotta hefur sögulega verið notuð sem tákn í gyðingahatri. Lineker eyddi færslunni fljótlega og baðst afsökunar, sagðist ekki hafa tekið eftir rottumyndinni og að hann myndi aldrei vísvitandi deila efni sem væri gyðingahatur Eftir færslu Linekers sætti hann töluverðri gagnrýni. Hann birti myndbandsyfirlýsingu á Instagram-síðu sinni í dag þar sem hann tilkynnti um brottför sína alfarið frá BBC. „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli,“ segir Lineker meðal annars í myndbandinu sem hann birti á Instagram. Hann sagði „að hætta núna er ábyrgðarfulla leiðin að fara.“ Lineker er þó að líkindum ekki hættur fótboltaumfjöllun en hann hefur haldið uppi hlaðvarpinu The Rest is Football ásamt þeim Alan Shearer og Micah Richards síðustu misseri. Lineker er á meðal fremri markaskorara í sögu Englands og skoraði 48 mörk í 80 landsleikjum milli 1984 og 1992. Á leikmannaferli hans spilaði hann fyrir Leicester, Everton og Tottenham á Englandi auk Barcelona á Spáni og Nagoya Grampus í Japan. Myndbandsyfirlýsingu Linekers má sjá í færslunni að ofan. Enski boltinn England Bretland Fjölmiðlar Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Staðið hafði til um hríð að Lineker myndi stýra sínum síðasta þætti af Match of the Day (MOTD) á sunnudaginn kemur en í þeim þætti er hver umferð ensku úrvalsdeildarinnar gerð upp. MOTD hefur verið á dagskrá hverja helgi í kringum deildina frá árinu 1964 en enginn hefur stýrt þættinum eins lengi og Lineker. Hann tók við stjórnartaumunum árið 1999 og er því að klára sitt 26. tímabil. Lineker átti ekki að ljúka alfarið störfum hjá BBC eftir þátt sunnudagsins en átti að starfa áfram í kringum landsleiki Englands, og fylgja liðinu á HM 2026. View this post on Instagram A post shared by Gary Lineker (@garylineker) Í síðustu viku deildi Lineker Instagram-sögu frá hópnum „Palestine Lobby“ sem bar titilinn „Zionism explained in two minutes“ og innihélt mynd af rottu. Rotta hefur sögulega verið notuð sem tákn í gyðingahatri. Lineker eyddi færslunni fljótlega og baðst afsökunar, sagðist ekki hafa tekið eftir rottumyndinni og að hann myndi aldrei vísvitandi deila efni sem væri gyðingahatur Eftir færslu Linekers sætti hann töluverðri gagnrýni. Hann birti myndbandsyfirlýsingu á Instagram-síðu sinni í dag þar sem hann tilkynnti um brottför sína alfarið frá BBC. „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli,“ segir Lineker meðal annars í myndbandinu sem hann birti á Instagram. Hann sagði „að hætta núna er ábyrgðarfulla leiðin að fara.“ Lineker er þó að líkindum ekki hættur fótboltaumfjöllun en hann hefur haldið uppi hlaðvarpinu The Rest is Football ásamt þeim Alan Shearer og Micah Richards síðustu misseri. Lineker er á meðal fremri markaskorara í sögu Englands og skoraði 48 mörk í 80 landsleikjum milli 1984 og 1992. Á leikmannaferli hans spilaði hann fyrir Leicester, Everton og Tottenham á Englandi auk Barcelona á Spáni og Nagoya Grampus í Japan. Myndbandsyfirlýsingu Linekers má sjá í færslunni að ofan.
Enski boltinn England Bretland Fjölmiðlar Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira