„Ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 19. maí 2025 21:54 Andri Rafn Yeoman Paweł/Vísir Breiðablik vann góðan 2-1 sigur á Val í kvöld þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í lokaleik sjöundu umferð Bestu deild karla. „Þetta var ansi sætur sigur“ sagði Andri Rafn Yeoman leikmaður Breiðabliks í samtali við Gunnlaug Jónsson eftir sigurinn í kvöld. „Hörku skemmtilegur og flottur leikur. Geggjað að ná þremur stigum og ég er bara hæst ánægður með þetta“ Leikurinn var kaflaskiptur þar sem liðin skiptust á að vera með yfirhöndina. „Valur er náttúrulega með hörku lið og kannski á vissum köflum í leiknum þá fannst mér þeir einmitt vera kannski fyrr til á seinni boltana og þá eru þeir með stórhættulega leikmenn, sérstaklega þegar þeir eru komnir á síðasta þriðjung sem geta búið til eitthvað og þeir fengu vissulega færi“ „Að sama skapi þá fannst mér við á stórum köflum hafa ágætis tök í þessu. Sérstaklega þegar við náum að halda vel í boltann og halda þeim neðar á vellinum og halda þeim svolítið þar. Þá fannst mér við komast í margar góðar stöður“ „Maður er náttúrulega gráðugur, sérstaklega þegar maður er aftarlega á vellinum. Maður vill miklu meira fram á við að menn séu löngu búnir að skora fleiri mörk og gera út um þetta svo þetta sé ekki svona spennandi“ Valsmenn voru svekktir með að stórar ákvarðanir í restina hafi fallið gegn þeim og með Blikum. „Já eflaust. Ég veit ekki um hvað þú ert að tala, ég átta mig ekki á því“ Andri Rafn Yeoman skoraði jöfnunarmark Breiðabliks í kvöld en hann er ekki þekktur fyrir að vera mikið í markaskónnum. „Það er ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili. Það er alltaf gaman“ Breiðablik eru eftir umferðina einir á toppi deildarinnar með sextán stig en úrslit umferðarinnar féllu þeim í hag. „Þetta er rétt að byrja. Jöfn og skemmtileg deild. Að vera á toppnum eftir sjö umferðir segir ekki alla söguna en auðvitað frábært. Stigasöfnun verið ágæt á þessu tímabili. Kannski kaflaskiptir leikir hjá okkur og allskonar sigrar og stig sem við erum að ná í þannig ég held að það sé gott að einmitt byggja á þessu. Við eigum samt ennþá töluvert inni varðandi frammistöður“ Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum KA/Þór með fullt hús stiga Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Botnslagurinn færður Fótbolti og golf langvinsælust en hröð fjölgun í sundi og skotfimi Tilbúinn að láta nýju stjörnuna í þungavigtinni mæta Usyk Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Sjá meira
„Þetta var ansi sætur sigur“ sagði Andri Rafn Yeoman leikmaður Breiðabliks í samtali við Gunnlaug Jónsson eftir sigurinn í kvöld. „Hörku skemmtilegur og flottur leikur. Geggjað að ná þremur stigum og ég er bara hæst ánægður með þetta“ Leikurinn var kaflaskiptur þar sem liðin skiptust á að vera með yfirhöndina. „Valur er náttúrulega með hörku lið og kannski á vissum köflum í leiknum þá fannst mér þeir einmitt vera kannski fyrr til á seinni boltana og þá eru þeir með stórhættulega leikmenn, sérstaklega þegar þeir eru komnir á síðasta þriðjung sem geta búið til eitthvað og þeir fengu vissulega færi“ „Að sama skapi þá fannst mér við á stórum köflum hafa ágætis tök í þessu. Sérstaklega þegar við náum að halda vel í boltann og halda þeim neðar á vellinum og halda þeim svolítið þar. Þá fannst mér við komast í margar góðar stöður“ „Maður er náttúrulega gráðugur, sérstaklega þegar maður er aftarlega á vellinum. Maður vill miklu meira fram á við að menn séu löngu búnir að skora fleiri mörk og gera út um þetta svo þetta sé ekki svona spennandi“ Valsmenn voru svekktir með að stórar ákvarðanir í restina hafi fallið gegn þeim og með Blikum. „Já eflaust. Ég veit ekki um hvað þú ert að tala, ég átta mig ekki á því“ Andri Rafn Yeoman skoraði jöfnunarmark Breiðabliks í kvöld en hann er ekki þekktur fyrir að vera mikið í markaskónnum. „Það er ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili. Það er alltaf gaman“ Breiðablik eru eftir umferðina einir á toppi deildarinnar með sextán stig en úrslit umferðarinnar féllu þeim í hag. „Þetta er rétt að byrja. Jöfn og skemmtileg deild. Að vera á toppnum eftir sjö umferðir segir ekki alla söguna en auðvitað frábært. Stigasöfnun verið ágæt á þessu tímabili. Kannski kaflaskiptir leikir hjá okkur og allskonar sigrar og stig sem við erum að ná í þannig ég held að það sé gott að einmitt byggja á þessu. Við eigum samt ennþá töluvert inni varðandi frammistöður“
Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum KA/Þór með fullt hús stiga Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Botnslagurinn færður Fótbolti og golf langvinsælust en hröð fjölgun í sundi og skotfimi Tilbúinn að láta nýju stjörnuna í þungavigtinni mæta Usyk Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Sjá meira