Lífið

Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ás­geiri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstök stund hjá þeim hjónum.
Einstök stund hjá þeim hjónum.

Þau Rebekka Eva Valsdóttir og Ásgeir Andri Helenuson eru æskuást hvors annars.

Þau hafa verið saman í níu ár, trúlofuðust á gamlárskvöld fyrir tveimur árum og skipulagning tæplega 100 manna brúðkaups hefur staðið yfir. Þau eru bæði 25 ára og búa í Breiðholti ásamt hundunum sínum tveimur, Nölu og Tinnu. Ásgeir starfar sem vélvirki hjá Orku náttúrunnar og Rebekka sem félagsliði í dagþjónustu fyrir fötluð og langveik börn.

Í síðasta þætti af Stóra stundin á Stöð 2 fékk Sigrún Ósk að fylgjast með þegar þau gengu í það heilaga þann 8. mars síðastliðinn.

Þau Rebekka og Ásgeir gerðu sér grein fyrir því að á þeim árstíma gæti verið allra veðra von. En viku fyrir brúðkaup var aftakaveður og næstu daga gekk á með gulum og appelsínugulum viðvörunum á víxl. En allt blessaðist þetta og hér að neðan má sjá stóru stundina hjá þeim hjónum. Þættirnir Stóra stundin er á dagskrá á Stöð 2 á sunnudagskvöldum.

Klippa: Stór stundin runnin upp

Tengdar fréttir

Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk

Sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir býr á Akranesi ásamt eiginmanni sínum Jóni Þór Haukssyni knattspyrnuþjálfara og sonum þeirra þremur.

„Ég fæddist fyrir þessa stund“

Síðasta rennsli Væb-strákanna á Eurovision-atriði þeirra gekk eins og í sögu. Nú styttist í stóru stundina en þeir eru fyrstir á svið klukkan 19 í kvöld. 

Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu

Í fyrsta þættinum af Stóra Stundin á Stöð 2 var fylgst með fæðingu barns en þau Aníta Rós Tómasdóttir og Smári Kristinsson áttu þá von á sínu þriðja barni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.