„Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. maí 2025 14:31 Elín Rósa varð Evrópubikarmeistari með Val síðasta laugardag og hefur leik í úrslitakeppninni gegn Haukum í kvöld. vísir / anton brink Elín Rósa Magnúsdóttir var enn að jafna sig eftir að hafa lyft Evrópubikarnum þegar blaðamaður náði af henni tali í dag, fyrir úrslitaeinvígið gegn Haukum sem hefst í kvöld. Elín segir það krefjast kúnstar, en liðið sé gott í, að leggja Evrópubikarævintýrið til hliðar og einbeita sér að næsta verkefni. Lítill tími gefst milli leikja, aðeins þrír dagar. Valskonur fögnuðu sigrinum vel síðasta laugardag og hafa eytt síðustu tveimur dögum í endurheimt. „Við tókum frí á sunnudaginn og æfðum létt í gær, tókum fund og æfingu. Skipulögðum okkar og erum bara klárar í þetta.“ Hápunktur tímabilsins að baki Evrópubikarinn er mesta afrek í sögu íslensks kvennahandbolta, en baráttan um Íslandsmeistaratitilinn er eftir. „Þetta er mjög sérstakt. Að vera mjög hátt uppi ennþá í gær og þurfa bara að hætta því. Maður þarf bara að stoppa. Það er mjög erfitt, en við erum góðar í að halda fókus á mikilvægasta verkefnið hverju sinni og nú eru það Haukar.“ Reynir á andlegu hliðina Þó liðið sé gott í því að halda fókus segir Elín það sannarlega reyna á hausinn, andlegu hliðina. „Maður er ennþá að fá sendar myndir og allt það. Ennþá verið að tala um þetta í kringum mann. Þannig að það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa á næsta verkefni.“ Evrópubikarinn gefur ekkert í úrslitaeinvíginu Þá var fókusinn færður á úrslitaeinvígið sjálft, sem hefst á Hlíðarenda klukkan hálf átta í kvöld. Liðin mættust einnig í úrslitum í fyrra, þar sem Valur vann einvígið 3-0. Á þessu tímabili mættust liðin þrisvar, Valur vann tvo leiki á heimavelli en tapaði leiknum á Ásvöllum. „Þetta er frábært lið og verður ekkert auðveldara þó við séum orðnar Evrópubikarmeistarar. Það skiptir engu máli í þessu samhengi. Frábært Haukalið með frábæra leikmenn og við munum þurfa að setja allt í þetta til þess að eiga möguleika.“ Elín var að lokum spurð út í stuðninginn sem liðið fékk síðasta laugardag og hvort hún ætti von á því að hann myndi haldast í úrslitaeinvíginu. „Það verður bara að koma í ljós. Við þurfum á góðum stuðningi að halda, ekki bara í Evrópubikarnum. Það er nóg um að vera þegar þú ert Valsari, karlarnir líka í úrslitaeinvíginu, en við þurfum áfram góðan stuðning og ég vona að það verði þannig í kvöld“ sagði Elín Rósa að lokum. Handbolti Olís-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Uppgjörið, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 28-25 | Valskonur Íslandsmeistarar Valur vann þriggja marka sigur gegn Haukum 28-25 og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Valur vann einvígið 3-0 og vann alla titla sem í boði voru á Íslandi á þessu tímabili. 16. maí 2024 21:38 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Sjá meira
Lítill tími gefst milli leikja, aðeins þrír dagar. Valskonur fögnuðu sigrinum vel síðasta laugardag og hafa eytt síðustu tveimur dögum í endurheimt. „Við tókum frí á sunnudaginn og æfðum létt í gær, tókum fund og æfingu. Skipulögðum okkar og erum bara klárar í þetta.“ Hápunktur tímabilsins að baki Evrópubikarinn er mesta afrek í sögu íslensks kvennahandbolta, en baráttan um Íslandsmeistaratitilinn er eftir. „Þetta er mjög sérstakt. Að vera mjög hátt uppi ennþá í gær og þurfa bara að hætta því. Maður þarf bara að stoppa. Það er mjög erfitt, en við erum góðar í að halda fókus á mikilvægasta verkefnið hverju sinni og nú eru það Haukar.“ Reynir á andlegu hliðina Þó liðið sé gott í því að halda fókus segir Elín það sannarlega reyna á hausinn, andlegu hliðina. „Maður er ennþá að fá sendar myndir og allt það. Ennþá verið að tala um þetta í kringum mann. Þannig að það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa á næsta verkefni.“ Evrópubikarinn gefur ekkert í úrslitaeinvíginu Þá var fókusinn færður á úrslitaeinvígið sjálft, sem hefst á Hlíðarenda klukkan hálf átta í kvöld. Liðin mættust einnig í úrslitum í fyrra, þar sem Valur vann einvígið 3-0. Á þessu tímabili mættust liðin þrisvar, Valur vann tvo leiki á heimavelli en tapaði leiknum á Ásvöllum. „Þetta er frábært lið og verður ekkert auðveldara þó við séum orðnar Evrópubikarmeistarar. Það skiptir engu máli í þessu samhengi. Frábært Haukalið með frábæra leikmenn og við munum þurfa að setja allt í þetta til þess að eiga möguleika.“ Elín var að lokum spurð út í stuðninginn sem liðið fékk síðasta laugardag og hvort hún ætti von á því að hann myndi haldast í úrslitaeinvíginu. „Það verður bara að koma í ljós. Við þurfum á góðum stuðningi að halda, ekki bara í Evrópubikarnum. Það er nóg um að vera þegar þú ert Valsari, karlarnir líka í úrslitaeinvíginu, en við þurfum áfram góðan stuðning og ég vona að það verði þannig í kvöld“ sagði Elín Rósa að lokum.
Handbolti Olís-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Uppgjörið, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 28-25 | Valskonur Íslandsmeistarar Valur vann þriggja marka sigur gegn Haukum 28-25 og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Valur vann einvígið 3-0 og vann alla titla sem í boði voru á Íslandi á þessu tímabili. 16. maí 2024 21:38 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Sjá meira
Uppgjörið, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 28-25 | Valskonur Íslandsmeistarar Valur vann þriggja marka sigur gegn Haukum 28-25 og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Valur vann einvígið 3-0 og vann alla titla sem í boði voru á Íslandi á þessu tímabili. 16. maí 2024 21:38