Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. maí 2025 20:33 Landsmenn hafa notið sólarinnar undanfarna daga. Vísir/Anton Íslendingar nota fæstir nægilega mikla sólarvörn að mati lækna sem vara við því að það geti tekið óvarið fólk skamman tíma að brenna þessa dagana. Slíkt getur haft alvarleg áhrif síðar. Þeir hvetja fólk til að bera á sig sólarvörn og velja hana vel. Sólin hefur leikið við landsmenn undanfarið sem hafa verið duglegir að njóta hennar. Læknar segja mikilvægt að fólk hugi vel að því þessa dagana að verja sig gegn sólargeislum og passi sérstaklega vel upp á börnin. „Það tekur ekki nema fimmtán til tuttugu mínútur að brenna ef þú ferð með alveg óvarða íslenska húð í út í sól sem kemur svona skyndilega að vori. Það er enn verra fyrir börn að brenna varðandi hættu á krabbameini og svoleiðis,“ segir Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir yfirlæknir á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir yfirlæknir á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans segir fólk geta sólbrunnið á skömmum tíma í veðri líkt og hefur verið síðustu daga.Vísir/Bjarni Þannig geti mikil vera í sól aukið líkur á ýmsum gerðum húðkrabbameina og hraðað öldrun húðarinnar. Sólarvörn, höfuðföt, sólgleraugu og langermabolir séu því mikilvæg þessa dagana til að verja fólk. „Skaðinn kemur, hann sést ekkert strax, hann kemur í ljós seinna. Af því það hefur áhrif á það sem kallast elastín í húðinni og fleira sem veldur því þá að andlitið sígur þá og hrukkur og slíkt.“ Þá sé mikilvægt að fólk beri á sig viðurkennda sólarvörn sem ver bæði fyrir UVA og UVB geislum og að það sé gert rétt. Flestir noti ekki nægilega mikið af henni. „Fólk notar of þunnt lag en maður þarf að nota dálítið vel af vörunni til þess að hún skili tilskyldum árangri,“ segir Sunna Kristín Hannesdóttir sérnámslæknir í húðlækningum. Sunna Kristín Hannesdóttir sérnámslæknir í húðlækningum segir mikilvægt að bera vel af sólarvörn á sig en flestir beri ekki nógu þykkt lag af vörninni. Vísir/Bjarni Ef bestu sólarvarnir séu bornar rétt á geti þær varið fólk fyrir 97 prósentum af geislunum. „Auðvitað á fólk að njóta lífsins og fara út í sólina en bara passa upp á umgengnina og hvernig fólk hegðar sér og bara reyna fyrir alla muni að forðast sólbruna.“ Landspítalinn Veður Krabbamein Sólin Heilbrigðismál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira
Sólin hefur leikið við landsmenn undanfarið sem hafa verið duglegir að njóta hennar. Læknar segja mikilvægt að fólk hugi vel að því þessa dagana að verja sig gegn sólargeislum og passi sérstaklega vel upp á börnin. „Það tekur ekki nema fimmtán til tuttugu mínútur að brenna ef þú ferð með alveg óvarða íslenska húð í út í sól sem kemur svona skyndilega að vori. Það er enn verra fyrir börn að brenna varðandi hættu á krabbameini og svoleiðis,“ segir Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir yfirlæknir á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir yfirlæknir á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans segir fólk geta sólbrunnið á skömmum tíma í veðri líkt og hefur verið síðustu daga.Vísir/Bjarni Þannig geti mikil vera í sól aukið líkur á ýmsum gerðum húðkrabbameina og hraðað öldrun húðarinnar. Sólarvörn, höfuðföt, sólgleraugu og langermabolir séu því mikilvæg þessa dagana til að verja fólk. „Skaðinn kemur, hann sést ekkert strax, hann kemur í ljós seinna. Af því það hefur áhrif á það sem kallast elastín í húðinni og fleira sem veldur því þá að andlitið sígur þá og hrukkur og slíkt.“ Þá sé mikilvægt að fólk beri á sig viðurkennda sólarvörn sem ver bæði fyrir UVA og UVB geislum og að það sé gert rétt. Flestir noti ekki nægilega mikið af henni. „Fólk notar of þunnt lag en maður þarf að nota dálítið vel af vörunni til þess að hún skili tilskyldum árangri,“ segir Sunna Kristín Hannesdóttir sérnámslæknir í húðlækningum. Sunna Kristín Hannesdóttir sérnámslæknir í húðlækningum segir mikilvægt að bera vel af sólarvörn á sig en flestir beri ekki nógu þykkt lag af vörninni. Vísir/Bjarni Ef bestu sólarvarnir séu bornar rétt á geti þær varið fólk fyrir 97 prósentum af geislunum. „Auðvitað á fólk að njóta lífsins og fara út í sólina en bara passa upp á umgengnina og hvernig fólk hegðar sér og bara reyna fyrir alla muni að forðast sólbruna.“
Landspítalinn Veður Krabbamein Sólin Heilbrigðismál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira