Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. maí 2025 20:33 Landsmenn hafa notið sólarinnar undanfarna daga. Vísir/Anton Íslendingar nota fæstir nægilega mikla sólarvörn að mati lækna sem vara við því að það geti tekið óvarið fólk skamman tíma að brenna þessa dagana. Slíkt getur haft alvarleg áhrif síðar. Þeir hvetja fólk til að bera á sig sólarvörn og velja hana vel. Sólin hefur leikið við landsmenn undanfarið sem hafa verið duglegir að njóta hennar. Læknar segja mikilvægt að fólk hugi vel að því þessa dagana að verja sig gegn sólargeislum og passi sérstaklega vel upp á börnin. „Það tekur ekki nema fimmtán til tuttugu mínútur að brenna ef þú ferð með alveg óvarða íslenska húð í út í sól sem kemur svona skyndilega að vori. Það er enn verra fyrir börn að brenna varðandi hættu á krabbameini og svoleiðis,“ segir Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir yfirlæknir á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir yfirlæknir á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans segir fólk geta sólbrunnið á skömmum tíma í veðri líkt og hefur verið síðustu daga.Vísir/Bjarni Þannig geti mikil vera í sól aukið líkur á ýmsum gerðum húðkrabbameina og hraðað öldrun húðarinnar. Sólarvörn, höfuðföt, sólgleraugu og langermabolir séu því mikilvæg þessa dagana til að verja fólk. „Skaðinn kemur, hann sést ekkert strax, hann kemur í ljós seinna. Af því það hefur áhrif á það sem kallast elastín í húðinni og fleira sem veldur því þá að andlitið sígur þá og hrukkur og slíkt.“ Þá sé mikilvægt að fólk beri á sig viðurkennda sólarvörn sem ver bæði fyrir UVA og UVB geislum og að það sé gert rétt. Flestir noti ekki nægilega mikið af henni. „Fólk notar of þunnt lag en maður þarf að nota dálítið vel af vörunni til þess að hún skili tilskyldum árangri,“ segir Sunna Kristín Hannesdóttir sérnámslæknir í húðlækningum. Sunna Kristín Hannesdóttir sérnámslæknir í húðlækningum segir mikilvægt að bera vel af sólarvörn á sig en flestir beri ekki nógu þykkt lag af vörninni. Vísir/Bjarni Ef bestu sólarvarnir séu bornar rétt á geti þær varið fólk fyrir 97 prósentum af geislunum. „Auðvitað á fólk að njóta lífsins og fara út í sólina en bara passa upp á umgengnina og hvernig fólk hegðar sér og bara reyna fyrir alla muni að forðast sólbruna.“ Landspítalinn Veður Krabbamein Sólin Heilbrigðismál Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira
Sólin hefur leikið við landsmenn undanfarið sem hafa verið duglegir að njóta hennar. Læknar segja mikilvægt að fólk hugi vel að því þessa dagana að verja sig gegn sólargeislum og passi sérstaklega vel upp á börnin. „Það tekur ekki nema fimmtán til tuttugu mínútur að brenna ef þú ferð með alveg óvarða íslenska húð í út í sól sem kemur svona skyndilega að vori. Það er enn verra fyrir börn að brenna varðandi hættu á krabbameini og svoleiðis,“ segir Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir yfirlæknir á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir yfirlæknir á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans segir fólk geta sólbrunnið á skömmum tíma í veðri líkt og hefur verið síðustu daga.Vísir/Bjarni Þannig geti mikil vera í sól aukið líkur á ýmsum gerðum húðkrabbameina og hraðað öldrun húðarinnar. Sólarvörn, höfuðföt, sólgleraugu og langermabolir séu því mikilvæg þessa dagana til að verja fólk. „Skaðinn kemur, hann sést ekkert strax, hann kemur í ljós seinna. Af því það hefur áhrif á það sem kallast elastín í húðinni og fleira sem veldur því þá að andlitið sígur þá og hrukkur og slíkt.“ Þá sé mikilvægt að fólk beri á sig viðurkennda sólarvörn sem ver bæði fyrir UVA og UVB geislum og að það sé gert rétt. Flestir noti ekki nægilega mikið af henni. „Fólk notar of þunnt lag en maður þarf að nota dálítið vel af vörunni til þess að hún skili tilskyldum árangri,“ segir Sunna Kristín Hannesdóttir sérnámslæknir í húðlækningum. Sunna Kristín Hannesdóttir sérnámslæknir í húðlækningum segir mikilvægt að bera vel af sólarvörn á sig en flestir beri ekki nógu þykkt lag af vörninni. Vísir/Bjarni Ef bestu sólarvarnir séu bornar rétt á geti þær varið fólk fyrir 97 prósentum af geislunum. „Auðvitað á fólk að njóta lífsins og fara út í sólina en bara passa upp á umgengnina og hvernig fólk hegðar sér og bara reyna fyrir alla muni að forðast sólbruna.“
Landspítalinn Veður Krabbamein Sólin Heilbrigðismál Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira