Mikilvægt að samfélagið komi sér saman um símasiði Lovísa Arnardóttir skrifar 22. maí 2025 08:02 Meðlimir foreldraráðsins eru Helga Guðrún Ásgeirsdóttir, Anna Sigríður Björnsdóttir, Kristín Ólöf Grétarsdóttir, Vala Steinsdóttir, Bjarney Jóhannsdóttir og Lilja Helgadóttir. Aðsend Foreldraráð Hafnarfjarðar hvetur skóla, foreldra og samfélagið allt til að eiga opið samtal um skjátíma. Foreldraráðið gaf nýlega út myndbandið Horfumst í augu með þekktum aðilum þar sem fullorðnir og börn eru hvött til að gefa símanum frí og gera eitthvað skemmtilegt. Myndbandið er hluti af víðtæku verkefni sem miðar að því að innleiða símafrí í grunnskólum bæjarins. Myndbandið var gefið út fyrir tveimur vikum á viðburði á vegum bæjarins, Við erum þorpið, í tengslum við nýtt átak bæjarins, Horfumst í augu. Myndbandið var samvinnuverkefni foreldraráðsins, Rec Media, sjálfboðaliða og Hafnarfjarðarbæjar. Í tilkynningu segir að markmiðið með símafríinu sé að skapa umhverfi þar sem nemendur fá frið frá snjalltækjum til að einbeita sér að námi, félagslegum samskiptum og vellíðan. Í tilkynningu segir að Foreldraráðið styðjist við stigveldi sálfræðingsins og rithöfundarins Jonathan Haidt til að skilgreina hvað teljist vera símalaus skóli. Að þeirra mati teljist skólinn aðeins símalaus þar sem símar og snjalltæki í einkaeigu séu ekki leyfð til notkunar á skólatíma og að það eigi við um alla innan veggja skólans, nema í skilgreindum undantekningartilfellum. Nemendur eru samkvæmt þessari skilgreiningu hvattir til að skilja símann eftir heima en taki þeir símann með í skólann beri þeir sjálfir, eða forráðamenn þeirra, ábyrgð á símanum. Þá sé mælst til þess að síminn sé geymdur í læstum skáp eða sérstöku hulstri yfir daginn. Þá er ítrekað að gætt sé að því að iPadar og önnur tæki sem skólinn útvegi nemendum taki ekki við af símunum sem afþreyingartæki. Slík tæki eigi eingöngu að vera notuð til náms á skilgreindum svæðum innan skólans. Kristín Ólöf Grétarsdóttir, sem situr í Foreldraráði Hafnarfjarðar, segir þetta verkefni sem haldi áfram næsta vetur og fólk verði, áfram, hvatt til þess að leggja frá sér símann og fjölga samverustundum. Það verði fyrirlestrar og viðburðir í Hafnarfirði sem verði opnir öllum. Ætla að gera eitthvað með börnunum „Markmiðið með myndbandinu er að opna fyrir hlýja og fordómalausa umræðu um samveru, samskipti og skjátíma. Jafnframt er lögð áhersla á að hvetja til meðvitundar, ábyrgðar og samstöðu um betra samfélag fyrir börnin okkar og okkur öll. Við í Foreldraráði Hafnarfjarðar trúum því að með samstilltu átaki og samvinnu foreldra, skóla og samfélagsins getum við þróað símasiði og venjur sem stuðla að vellíðan og jákvæðri skólamenningu. Hún segir foreldraráðið auk þess hafa fengið styrk frá bænum sem þau ætli að nýta til að gera eitthvað skemmtilegt með börnunum. „Við ætlum þannig ekki bara að hvetja fólk til að gera eitthvað skemmtilegt, heldur að gera eitthvað skemmtilegt og reyna að fá einhvern skemmtikraft til að fara inn í skólana og segja eitthvað hvetjandi við krakkana. Þetta er verkefni sem við foreldrar í Hafnarfirði erum búin að vinna að síðustu ár.“ Kristín Ólöf segir börn og ungmenni enn leika sér úti en það sé margt breytt frá því að foreldrar þeirra voru ung og sérstaklega hvað varðar hreyfingu og andlega líðan. „Það þarf að styðja við þau. Þessi tæki eru eins tívolí í vasanum á þeim og það er ekkert hægt að líkja þessu við sjónvarpið. Þetta er öllum stundum á börnunum okkar og okkur. Við fáum aldrei frið neins staðar. Þó að þau fari út þá vitum við í rauninni ekkert hvort þau séu úti að leika. Við höfum alveg heyrt af því að foreldrar hafi sent börnin út en svo fundið þau undir trampólíninu í símanum.“ Alveg eins og börnum séu kenndir borðsiðir þurfi að kenna þeim að umgangast síma og önnur snjalltæki. „Við höfum gleymt okkur með þessi tæki og að fræða börnin okkar hvenær er heppilegt að vera í þessum tækjum. Er það heppilegt þegar þú ert úti að labba eða úti að leika? Er það heppilegt í bílunum? Maður heyrir af því að lögregla sé að stöðva fólk sem sé að horfa á myndir og þætti undir stýri,“ segir Kristín og að það sé mögulega komin einhver þörf fyrir það að við sköpum okkur reglur um símasiði sem samfélag. „Við höldum að þau kunni að umgangast þessi tæki en þau fæðast þau eru út um allt. Þau halda þannig að það sé eðlilegt að þetta sé framlenging á handleggnum á þeim og úti um allt, sem það er ekki.“ Ekki gagnlegt að benda á aðra Hún segir mikilvægt að fullorðnir séu góðar fyrirmyndir en það sé á sama tíma ekki gagnlegt fyrir umræðuna að benda bara á einhvern annan. Það þurfi allir að taka þátt í þessu verkefni. „Við erum að benda á það að við þurfum öll að gera eitthvað.“ Grunnskólar í Hafnarfirði eru núna á þeirri vegferð að verða símalausir. Haldinn var símalaus aprílmánuður þar sem símarnir voru bannaðir í kennslustundum, frímínútum, á göngum og skólalóð. Geyma átti símana á hljóðlausri stillingu í tösku gæti hann ekki verið heima. Kristín Ólöf segir þetta hafa gengið afar vel og í kjölfarið hafi allir skólarnir farið í þá vegferð að verða símalausir. Foreldraráðið hafi lagt áherslu á að í þeirri vegferð verði það skilgreint nánar hvað nákvæmlega símafrí er og hvað símalaus skóli er og hver ávinningurinn eigi að vera. „Fólk er hrætt við breytingar og það verður að vera skýrt hvað er verið að tala um og af hverju það er verið að stíga þessi skref og hver árangurinn á að vera. Það verður að vera einhver tilgangur en ekki að þetta sé bara gert af því bara.“ Hún segir áríðandi að þetta sé unnið í samstarfi við nemendur og þau spurð hvað sé hægt að gera fyrir þau í staðinn. Fyrir símafríið í apríl hafi skólarnir til dæmis fengið styrk til að gera úrbætur á sameiginlegri aðstöðu barnanna, til að kaupa spil og afþreyingu. Fannst skemmtilegra í skólanum í símafríi „Þetta eru breytinga en krakkar taka þessu yfirleitt mjög vel. Nemendur hafa haft orð á því að það hafi verið miklu skemmtilegra í skólanum. Þau hafi talað meira saman og leikið sér. Krökkunum finnist miklu skemmtilegra að fá frið frá þessum tækjum. Það er allavega mín upplifun af þeim samtölum sem ég hef átt, og annarra í ráðinu.“ Það skipti til dæmis máli að allir skólar gangi í takt. Annars geti börnunum liðið eins og þau séu að missa af einhverju sem sé að gerast annars staðar. Þá sé einnig mikilvægt að sé ákveðið að skólinn verði símalaus þá gildi það um alla sem komi inn í skólann, foreldra og starfsfólk líka. Svo þurfi að tryggja aðstöðu og afþreyingu fyrir börnin. „Mér hefur ekki fundist þetta stoppa á börnunum. Miklu frekar að einhverjum öðrum finnist þetta þægilegt, eins og þetta sé pössunartæki. Ef maður gengur inn í skóla þar sem símar eru leyfðir þá er oft grafarþögn. Það þarf ekkert að hafa fyrir börnunum.“ Kennarar óttist að vera teknir upp Sjálf hafi hún heimsótt fjölda skóla og rætt þetta við starfsfólk og kennara. Margir hafi greint frá mikilli togstreitu og neikvæðum samskiptum. Nemendur taki þau upp eða aðra nemendur og það geti skapað mikið óöryggi. „Þegar fólk er búið að prófa þetta, og finnur ávinninginn, finnur maður hvað þau eru til í þetta,“ segir Kristín og segir þetta til dæmis hafa tekist afar vel til á Akureyri. Þar tók símafrí gildi í ágúst í fyrra. Þar eru símar settir í læsta skápa og símar teknir af nemendum skili þeir þeim ekki í skápana. Stjórnendur lýstu því í frétt á vef bæjarins í desember að það væri meiri ró yfir krökkunum og að innleiðing hefði gengið vel. Þetta kallaði samt á sama tíma á meira eftirlit. Kristín Ólöf segir það ósk ráðsins að myndbandið fari í sem víðasta dreifingu. Ráðið stefni á að gefa út styttri útgáfur til að deila og hvetji sem flesta til að taka þátt og taka sambærileg skref. Þá verði einnig viðburðir í skólunum sem séu í skipulagningu auk þess sem bærinn ætli að halda verkefninu áfram næsta skólavetur. Símanotkun barna Skóla- og menntamál Grunnskólar Hafnarfjörður Börn og uppeldi Tengdar fréttir Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Foreldrar barna í Seljaskóla safna nú undirskriftum í þeirri von að tekið verði upp símafrí í skólanum. Þau vilja að borgaryfirvöld beiti sér fyrir því að slíkar reglur verði teknar upp í öllum grunnskólum borgarinnar. 20. nóvember 2024 23:00 „Okkur finnst að tíundi bekkur ætti að mega hafa síma“ Sumarfríi grunnskólabarna lauk víðast hvar í dag þegar skólar voru settir í blíðskaparveðri. Um fjögur þúsund börn hefja skólagöngu sína í fyrsta bekk um land allt í ár. Krakkarnir í Laugalækjaskóla eru mishrifnir af nýrri reglu um svokallað símafrí. Skólastjóri segir tíma nemenda betur varið með skólafélögum og telur öryggi þeirra aukast án símans. 22. ágúst 2023 19:28 Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Snjallsímar nýnema við Verslunarskólann Saxogade í Álaborg í Danmörku voru læstir inni í skáp fyrstu þrjár vikur skólaársins. Tilraunin þykir hafa gefið góða raun og athygli nemenda sögð miklu betri í kennslustundum. Fleiri menntaskólar á Norður-Jótlandi hafa góða reynslu af snjallsímalausu skólastarfi og til greina kemur að endurtaka leikinn við uppaf næsta skólaárs. 7. janúar 2025 10:58 Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Alls eru 26 skólar í Reykjavík símalausir, eða alls 70 prósent þeirra. Tólf skólar eru það ekki, eða 30 prósent. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks sem lagt var fyrir fund skóla- og frístundaráðs í borginni. Skóla- og frístundasvið sendi spurningalista til allra skólastjóra borgarinnar um málið. 27. nóvember 2024 14:08 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Myndbandið var gefið út fyrir tveimur vikum á viðburði á vegum bæjarins, Við erum þorpið, í tengslum við nýtt átak bæjarins, Horfumst í augu. Myndbandið var samvinnuverkefni foreldraráðsins, Rec Media, sjálfboðaliða og Hafnarfjarðarbæjar. Í tilkynningu segir að markmiðið með símafríinu sé að skapa umhverfi þar sem nemendur fá frið frá snjalltækjum til að einbeita sér að námi, félagslegum samskiptum og vellíðan. Í tilkynningu segir að Foreldraráðið styðjist við stigveldi sálfræðingsins og rithöfundarins Jonathan Haidt til að skilgreina hvað teljist vera símalaus skóli. Að þeirra mati teljist skólinn aðeins símalaus þar sem símar og snjalltæki í einkaeigu séu ekki leyfð til notkunar á skólatíma og að það eigi við um alla innan veggja skólans, nema í skilgreindum undantekningartilfellum. Nemendur eru samkvæmt þessari skilgreiningu hvattir til að skilja símann eftir heima en taki þeir símann með í skólann beri þeir sjálfir, eða forráðamenn þeirra, ábyrgð á símanum. Þá sé mælst til þess að síminn sé geymdur í læstum skáp eða sérstöku hulstri yfir daginn. Þá er ítrekað að gætt sé að því að iPadar og önnur tæki sem skólinn útvegi nemendum taki ekki við af símunum sem afþreyingartæki. Slík tæki eigi eingöngu að vera notuð til náms á skilgreindum svæðum innan skólans. Kristín Ólöf Grétarsdóttir, sem situr í Foreldraráði Hafnarfjarðar, segir þetta verkefni sem haldi áfram næsta vetur og fólk verði, áfram, hvatt til þess að leggja frá sér símann og fjölga samverustundum. Það verði fyrirlestrar og viðburðir í Hafnarfirði sem verði opnir öllum. Ætla að gera eitthvað með börnunum „Markmiðið með myndbandinu er að opna fyrir hlýja og fordómalausa umræðu um samveru, samskipti og skjátíma. Jafnframt er lögð áhersla á að hvetja til meðvitundar, ábyrgðar og samstöðu um betra samfélag fyrir börnin okkar og okkur öll. Við í Foreldraráði Hafnarfjarðar trúum því að með samstilltu átaki og samvinnu foreldra, skóla og samfélagsins getum við þróað símasiði og venjur sem stuðla að vellíðan og jákvæðri skólamenningu. Hún segir foreldraráðið auk þess hafa fengið styrk frá bænum sem þau ætli að nýta til að gera eitthvað skemmtilegt með börnunum. „Við ætlum þannig ekki bara að hvetja fólk til að gera eitthvað skemmtilegt, heldur að gera eitthvað skemmtilegt og reyna að fá einhvern skemmtikraft til að fara inn í skólana og segja eitthvað hvetjandi við krakkana. Þetta er verkefni sem við foreldrar í Hafnarfirði erum búin að vinna að síðustu ár.“ Kristín Ólöf segir börn og ungmenni enn leika sér úti en það sé margt breytt frá því að foreldrar þeirra voru ung og sérstaklega hvað varðar hreyfingu og andlega líðan. „Það þarf að styðja við þau. Þessi tæki eru eins tívolí í vasanum á þeim og það er ekkert hægt að líkja þessu við sjónvarpið. Þetta er öllum stundum á börnunum okkar og okkur. Við fáum aldrei frið neins staðar. Þó að þau fari út þá vitum við í rauninni ekkert hvort þau séu úti að leika. Við höfum alveg heyrt af því að foreldrar hafi sent börnin út en svo fundið þau undir trampólíninu í símanum.“ Alveg eins og börnum séu kenndir borðsiðir þurfi að kenna þeim að umgangast síma og önnur snjalltæki. „Við höfum gleymt okkur með þessi tæki og að fræða börnin okkar hvenær er heppilegt að vera í þessum tækjum. Er það heppilegt þegar þú ert úti að labba eða úti að leika? Er það heppilegt í bílunum? Maður heyrir af því að lögregla sé að stöðva fólk sem sé að horfa á myndir og þætti undir stýri,“ segir Kristín og að það sé mögulega komin einhver þörf fyrir það að við sköpum okkur reglur um símasiði sem samfélag. „Við höldum að þau kunni að umgangast þessi tæki en þau fæðast þau eru út um allt. Þau halda þannig að það sé eðlilegt að þetta sé framlenging á handleggnum á þeim og úti um allt, sem það er ekki.“ Ekki gagnlegt að benda á aðra Hún segir mikilvægt að fullorðnir séu góðar fyrirmyndir en það sé á sama tíma ekki gagnlegt fyrir umræðuna að benda bara á einhvern annan. Það þurfi allir að taka þátt í þessu verkefni. „Við erum að benda á það að við þurfum öll að gera eitthvað.“ Grunnskólar í Hafnarfirði eru núna á þeirri vegferð að verða símalausir. Haldinn var símalaus aprílmánuður þar sem símarnir voru bannaðir í kennslustundum, frímínútum, á göngum og skólalóð. Geyma átti símana á hljóðlausri stillingu í tösku gæti hann ekki verið heima. Kristín Ólöf segir þetta hafa gengið afar vel og í kjölfarið hafi allir skólarnir farið í þá vegferð að verða símalausir. Foreldraráðið hafi lagt áherslu á að í þeirri vegferð verði það skilgreint nánar hvað nákvæmlega símafrí er og hvað símalaus skóli er og hver ávinningurinn eigi að vera. „Fólk er hrætt við breytingar og það verður að vera skýrt hvað er verið að tala um og af hverju það er verið að stíga þessi skref og hver árangurinn á að vera. Það verður að vera einhver tilgangur en ekki að þetta sé bara gert af því bara.“ Hún segir áríðandi að þetta sé unnið í samstarfi við nemendur og þau spurð hvað sé hægt að gera fyrir þau í staðinn. Fyrir símafríið í apríl hafi skólarnir til dæmis fengið styrk til að gera úrbætur á sameiginlegri aðstöðu barnanna, til að kaupa spil og afþreyingu. Fannst skemmtilegra í skólanum í símafríi „Þetta eru breytinga en krakkar taka þessu yfirleitt mjög vel. Nemendur hafa haft orð á því að það hafi verið miklu skemmtilegra í skólanum. Þau hafi talað meira saman og leikið sér. Krökkunum finnist miklu skemmtilegra að fá frið frá þessum tækjum. Það er allavega mín upplifun af þeim samtölum sem ég hef átt, og annarra í ráðinu.“ Það skipti til dæmis máli að allir skólar gangi í takt. Annars geti börnunum liðið eins og þau séu að missa af einhverju sem sé að gerast annars staðar. Þá sé einnig mikilvægt að sé ákveðið að skólinn verði símalaus þá gildi það um alla sem komi inn í skólann, foreldra og starfsfólk líka. Svo þurfi að tryggja aðstöðu og afþreyingu fyrir börnin. „Mér hefur ekki fundist þetta stoppa á börnunum. Miklu frekar að einhverjum öðrum finnist þetta þægilegt, eins og þetta sé pössunartæki. Ef maður gengur inn í skóla þar sem símar eru leyfðir þá er oft grafarþögn. Það þarf ekkert að hafa fyrir börnunum.“ Kennarar óttist að vera teknir upp Sjálf hafi hún heimsótt fjölda skóla og rætt þetta við starfsfólk og kennara. Margir hafi greint frá mikilli togstreitu og neikvæðum samskiptum. Nemendur taki þau upp eða aðra nemendur og það geti skapað mikið óöryggi. „Þegar fólk er búið að prófa þetta, og finnur ávinninginn, finnur maður hvað þau eru til í þetta,“ segir Kristín og segir þetta til dæmis hafa tekist afar vel til á Akureyri. Þar tók símafrí gildi í ágúst í fyrra. Þar eru símar settir í læsta skápa og símar teknir af nemendum skili þeir þeim ekki í skápana. Stjórnendur lýstu því í frétt á vef bæjarins í desember að það væri meiri ró yfir krökkunum og að innleiðing hefði gengið vel. Þetta kallaði samt á sama tíma á meira eftirlit. Kristín Ólöf segir það ósk ráðsins að myndbandið fari í sem víðasta dreifingu. Ráðið stefni á að gefa út styttri útgáfur til að deila og hvetji sem flesta til að taka þátt og taka sambærileg skref. Þá verði einnig viðburðir í skólunum sem séu í skipulagningu auk þess sem bærinn ætli að halda verkefninu áfram næsta skólavetur.
Símanotkun barna Skóla- og menntamál Grunnskólar Hafnarfjörður Börn og uppeldi Tengdar fréttir Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Foreldrar barna í Seljaskóla safna nú undirskriftum í þeirri von að tekið verði upp símafrí í skólanum. Þau vilja að borgaryfirvöld beiti sér fyrir því að slíkar reglur verði teknar upp í öllum grunnskólum borgarinnar. 20. nóvember 2024 23:00 „Okkur finnst að tíundi bekkur ætti að mega hafa síma“ Sumarfríi grunnskólabarna lauk víðast hvar í dag þegar skólar voru settir í blíðskaparveðri. Um fjögur þúsund börn hefja skólagöngu sína í fyrsta bekk um land allt í ár. Krakkarnir í Laugalækjaskóla eru mishrifnir af nýrri reglu um svokallað símafrí. Skólastjóri segir tíma nemenda betur varið með skólafélögum og telur öryggi þeirra aukast án símans. 22. ágúst 2023 19:28 Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Snjallsímar nýnema við Verslunarskólann Saxogade í Álaborg í Danmörku voru læstir inni í skáp fyrstu þrjár vikur skólaársins. Tilraunin þykir hafa gefið góða raun og athygli nemenda sögð miklu betri í kennslustundum. Fleiri menntaskólar á Norður-Jótlandi hafa góða reynslu af snjallsímalausu skólastarfi og til greina kemur að endurtaka leikinn við uppaf næsta skólaárs. 7. janúar 2025 10:58 Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Alls eru 26 skólar í Reykjavík símalausir, eða alls 70 prósent þeirra. Tólf skólar eru það ekki, eða 30 prósent. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks sem lagt var fyrir fund skóla- og frístundaráðs í borginni. Skóla- og frístundasvið sendi spurningalista til allra skólastjóra borgarinnar um málið. 27. nóvember 2024 14:08 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Foreldrar barna í Seljaskóla safna nú undirskriftum í þeirri von að tekið verði upp símafrí í skólanum. Þau vilja að borgaryfirvöld beiti sér fyrir því að slíkar reglur verði teknar upp í öllum grunnskólum borgarinnar. 20. nóvember 2024 23:00
„Okkur finnst að tíundi bekkur ætti að mega hafa síma“ Sumarfríi grunnskólabarna lauk víðast hvar í dag þegar skólar voru settir í blíðskaparveðri. Um fjögur þúsund börn hefja skólagöngu sína í fyrsta bekk um land allt í ár. Krakkarnir í Laugalækjaskóla eru mishrifnir af nýrri reglu um svokallað símafrí. Skólastjóri segir tíma nemenda betur varið með skólafélögum og telur öryggi þeirra aukast án símans. 22. ágúst 2023 19:28
Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Snjallsímar nýnema við Verslunarskólann Saxogade í Álaborg í Danmörku voru læstir inni í skáp fyrstu þrjár vikur skólaársins. Tilraunin þykir hafa gefið góða raun og athygli nemenda sögð miklu betri í kennslustundum. Fleiri menntaskólar á Norður-Jótlandi hafa góða reynslu af snjallsímalausu skólastarfi og til greina kemur að endurtaka leikinn við uppaf næsta skólaárs. 7. janúar 2025 10:58
Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Alls eru 26 skólar í Reykjavík símalausir, eða alls 70 prósent þeirra. Tólf skólar eru það ekki, eða 30 prósent. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks sem lagt var fyrir fund skóla- og frístundaráðs í borginni. Skóla- og frístundasvið sendi spurningalista til allra skólastjóra borgarinnar um málið. 27. nóvember 2024 14:08