Fótbolti

Vázquez víkur fyrir Trent

Valur Páll Eiríksson skrifar
Vázquez er hér lengst til hægri.
Vázquez er hér lengst til hægri. Thomas COEX / AFP

Lucas Vázquez yfirgefur Real Madrid eftir komandi heimsmeistaramót félagsliða. Sæti hans í leikmannahópi liðsins tekur Trent Alexander-Arnold.

Samningur Vázquez við spænska stórveldið rennur út í sumar. Hann mun klára HM félagsliða, sem fer fram í júní og júlí, áður en hann heldur á brott við samningslok. Vázquez hefur að mestu leyst stöðu bakvarðar síðustu ár en með komu Englendingsins Trent Alexander-Arnold þarf að rýma til í hópi Real.

Vázquez er 33 ára gamall og hefur verið á mála hjá Real Madrid frá árinu 2007. Hann spilaði eitt á hjá Espanyol á láni milli 2014 og 2015 en hefur síðan verið hluti af aðalliðshópi Madrídinga.

Hann hefur spilað 499 leiki með liðinu, unnið spænsku deildina fjórum sinnum, bikarinn einu sinni og Meistaradeild Evróp fimm sinnum með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×