Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. maí 2025 20:05 Angelika Dedukh, kökuskreytingakona á Selfossi með eina sviðakjamma köku, súkkulaði köku. Hægt er að panta hjá henni svona köku eða aðrar kökur, sem hún töfrar fram. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sviðakjammar eru í miklu uppáhaldi hjá húsmóður á Selfossi en ástæðan er sú að hún galdrar fram dýrindis súkkulaði kökur, sem líta út alveg eins og sviðakjammi. Húsmóðirin hefur varla undan að baka kjammana enda smakkast þeir ótrúlega vel. Í blokk við Fossveg á Selfossi býr Angelika Dedukh, sem er frá Rússlandi en hefur búið að Íslandi í nokkur ár. Hún vinnur á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi, en þegar hún er ekki í vinnunni þá er hún að gera allskonar kökuskreytingar, sem er hennar aðal áhugamál og að mála eins og sést á veggjum heimilisins. Hún er algjörlega ómenntuð þegar kemur að kökuskreytingunum og málaralistinni, hún er bara með þetta í genunum. En sviðakjamminn á borðinu hennar vekur mikla athygli, vá hvað hann lítur eðlilega út. „Já ég geri allskonar kökur. Þetta er brúðkaupskaka og þetta er stríðs kaka og hér er mjög skemmtileg sviðakaka, sem krakkar eru duglegir að borða. Kökurnar mínar eru ekki bara kökur heldur meira list og ég elska list,“ segir Angelika. Angelika er líka ótrúlega góð í að teikna og mála myndir eins og sjá má hér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Angelika bakar og gerir allskonar kökuskreytingar fyrir Pétur og Pál en það vinnur hún í viðurkenndu eldhúsi hjá GK bakaríi á Selfossi. Það er búið að vera brjálað að gera hjá henni í kringum fermingar og í sumar eru það brúðkaupin. Kannski verða sviðakjammar á borðum þar. Angelika segist elska Ísland en hvað finnst henni best við landið? „Vatnið og súrefnið, náttúran og fólkið, allir eru brosandi og hamingju samir, ég elska Ísland,“ segir Angelika. Angelika er með síðu á Facebook og á Instagram vegna kökuskreytinganna Árborg Rússland Kökur og tertur Myndlist Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Í blokk við Fossveg á Selfossi býr Angelika Dedukh, sem er frá Rússlandi en hefur búið að Íslandi í nokkur ár. Hún vinnur á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi, en þegar hún er ekki í vinnunni þá er hún að gera allskonar kökuskreytingar, sem er hennar aðal áhugamál og að mála eins og sést á veggjum heimilisins. Hún er algjörlega ómenntuð þegar kemur að kökuskreytingunum og málaralistinni, hún er bara með þetta í genunum. En sviðakjamminn á borðinu hennar vekur mikla athygli, vá hvað hann lítur eðlilega út. „Já ég geri allskonar kökur. Þetta er brúðkaupskaka og þetta er stríðs kaka og hér er mjög skemmtileg sviðakaka, sem krakkar eru duglegir að borða. Kökurnar mínar eru ekki bara kökur heldur meira list og ég elska list,“ segir Angelika. Angelika er líka ótrúlega góð í að teikna og mála myndir eins og sjá má hér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Angelika bakar og gerir allskonar kökuskreytingar fyrir Pétur og Pál en það vinnur hún í viðurkenndu eldhúsi hjá GK bakaríi á Selfossi. Það er búið að vera brjálað að gera hjá henni í kringum fermingar og í sumar eru það brúðkaupin. Kannski verða sviðakjammar á borðum þar. Angelika segist elska Ísland en hvað finnst henni best við landið? „Vatnið og súrefnið, náttúran og fólkið, allir eru brosandi og hamingju samir, ég elska Ísland,“ segir Angelika. Angelika er með síðu á Facebook og á Instagram vegna kökuskreytinganna
Árborg Rússland Kökur og tertur Myndlist Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira