Handbolti

Óðinn og fé­lagar einum sigri frá titlinum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Óðinn Þór skoraði fimm mörk fyrir Kadetten í dag.
Óðinn Þór skoraði fimm mörk fyrir Kadetten í dag. @ehfel_official

Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar hans í Kadetten Schaffhausen eru aðeins einum sigri frá svissneska meistaratitlinum í handbolta eftir tveggja marka sigur gegn Bern í dag.

Þetta var annar leikur liðanna í úrslitaeinvíginu, en gestirnir í Kadetten unnu fyrsta leik rimmunnar.

Heimamenn í Bern höfðu hins vegar yfirhöndina framan af leik í dag og leiddu með einu marki í hálfleik, staðan 15-14.

Heimamenn héldu forystuni fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik, en Óðinn og félagar snéru taflinu sér í vil um miðjan hálfleikinn. Gestirnir í Kadetten náðu aldrei meira en tveggja marka forskoti, en fögnuðu að lokum tveggja marka sigri, 27-29.

Óðinn Þór hafði heldur hægt um sig á sinn mælikvarða og skoraði fimm örk fyrir Kadetten úr ellefu skotum. 

Kadetten leiðir nú einvígið 2-0 og getur tryggt sér svissneska meistaratitilinn með sigri í þriðja leik liðanna næstkomandi sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×