Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. maí 2025 20:51 Ómvölurnar fundust að lokum. Kolbrún Birna Kona sem varð fyrir því óláni að henda óvart heyrnartólunum sínum í pappagám Sorpu fékk sannkallaða afbragðsþjónustu þegar hún sneri aftur, sex tímum síðar, til að endurheimta þau. Starfsmaður Sorpu leitaði hátt og lágt í gáminum þar til heyrnartólin fundust. Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann fór samviskusamlega með papparusl á Sorpu úti á Granda í hádeginu í dag, til þess að varna því að pappatunna við heimili hennar yrði yfirfull. Þegar ferðinni var lokið hafi hún haldið daglegu amstri áfram, þar til hún varð þess áskynja að ómvölur hennar (e. AirPods) voru hvergi sjáanlegar. Eftir að hafa reynt að nota smáforrit í símanum til að staðsetja völurnar, án árangurs, hafi farið að renna á hana tvær grímur. Kolbrún hyggur á að færa starfsmanninum köku eða annað þvíumlíkt í þakkarskyni á morgun. „Ég reyni að hringja á Sorpu en það er ekki svarað því skrifstofan lokar klukkan fjögur. Ég renni við þegar það er svona korter í lokun úti á Granda. Strákurinn man eftir mér og ég segist mögulega hafa gleymt AirPods í pappapokanum,“ segir Kolbrún. Komu í leitirnar eftir korters grams Engin leið hafi verið að skanna innihald pappagámsins, en þegar þarna er komið sögu hafði sex klukkutíma virði af papparusli bæst í hann frá fyrri sorpuferð Kolbrúnar. Því hafi ekkert verið í stöðunni annað en að byrja að gramsa. Leitinni að ómvölunum í pappahafinu mætti ef til vill jafna við leit að nál í heystakki.Kolbrún Birna „Hann var eitthvað að hjálpa mér, kom með hrífu og ég spurði hvort ég mætti fara ofan í gáminn, en það mátti ekki. Svo endar það á því að hann fer ofan í fyrir mig. Hann byrjar að gramsa og eftir svona korters grams þá eru þau þarna, ofan í pappapokanum lengst ofan í, undir sex klukkutímum af nýju pappadrasli. Það var nóg annað búið að fara þarna ofan á.“ Ómvölurnar hafi verið í toppstandi þegar þær fundust. Kolbrún segist ekki hafa gert þá kröfu til starfsmannsins að hann hjálpaði, en hann hafi verið allur af vilja gerður, sem hafi skilað sér að lokum. Þakkar fyrir sig með köku á morgun Kolbrún segist ekki hafa náð nafninu á starfsmanninum, en hún ætli rétt að vona að hann verði útnefndur starfsmaður mánaðarins. Starfsmaðurinn tók til óspilltra málanna og óð inn í pappagáminn.Kolbrún Birna „Ég ætla að mæta með köku eða eitthvað til hans á morgun. Ég var þarna rétt fyrir lokun og náði ekki að gera neitt fyrir hann til baka, en ég renni við þarna á morgun.“ Og skilur AirPodsin eftir úti í bíl á meðan? „Já, einmitt. Hef þau í læstum vasa einhvers staðar á meðan,“ segir Kolbrún og hlær við. Ómvölur eru orðnar ansi vinsæl tegund heyrnartóla, en eru því marki brenndar að nokkuð auðvelt er að týna þeim, þar sem þær eru þráðlausar og afar litlar. Í upphafi árs var greint frá því að hundurinn Mosi hefði unnið svipað góðverk og ónafngreindi Sorpustarfsmaðurinn, þegar hann þefaði uppi hvít heyrnartólin í snæviþöktum Vatnsenda. Góðverk Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fermingardagurinn er stór dagur Lífið samstarf Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann fór samviskusamlega með papparusl á Sorpu úti á Granda í hádeginu í dag, til þess að varna því að pappatunna við heimili hennar yrði yfirfull. Þegar ferðinni var lokið hafi hún haldið daglegu amstri áfram, þar til hún varð þess áskynja að ómvölur hennar (e. AirPods) voru hvergi sjáanlegar. Eftir að hafa reynt að nota smáforrit í símanum til að staðsetja völurnar, án árangurs, hafi farið að renna á hana tvær grímur. Kolbrún hyggur á að færa starfsmanninum köku eða annað þvíumlíkt í þakkarskyni á morgun. „Ég reyni að hringja á Sorpu en það er ekki svarað því skrifstofan lokar klukkan fjögur. Ég renni við þegar það er svona korter í lokun úti á Granda. Strákurinn man eftir mér og ég segist mögulega hafa gleymt AirPods í pappapokanum,“ segir Kolbrún. Komu í leitirnar eftir korters grams Engin leið hafi verið að skanna innihald pappagámsins, en þegar þarna er komið sögu hafði sex klukkutíma virði af papparusli bæst í hann frá fyrri sorpuferð Kolbrúnar. Því hafi ekkert verið í stöðunni annað en að byrja að gramsa. Leitinni að ómvölunum í pappahafinu mætti ef til vill jafna við leit að nál í heystakki.Kolbrún Birna „Hann var eitthvað að hjálpa mér, kom með hrífu og ég spurði hvort ég mætti fara ofan í gáminn, en það mátti ekki. Svo endar það á því að hann fer ofan í fyrir mig. Hann byrjar að gramsa og eftir svona korters grams þá eru þau þarna, ofan í pappapokanum lengst ofan í, undir sex klukkutímum af nýju pappadrasli. Það var nóg annað búið að fara þarna ofan á.“ Ómvölurnar hafi verið í toppstandi þegar þær fundust. Kolbrún segist ekki hafa gert þá kröfu til starfsmannsins að hann hjálpaði, en hann hafi verið allur af vilja gerður, sem hafi skilað sér að lokum. Þakkar fyrir sig með köku á morgun Kolbrún segist ekki hafa náð nafninu á starfsmanninum, en hún ætli rétt að vona að hann verði útnefndur starfsmaður mánaðarins. Starfsmaðurinn tók til óspilltra málanna og óð inn í pappagáminn.Kolbrún Birna „Ég ætla að mæta með köku eða eitthvað til hans á morgun. Ég var þarna rétt fyrir lokun og náði ekki að gera neitt fyrir hann til baka, en ég renni við þarna á morgun.“ Og skilur AirPodsin eftir úti í bíl á meðan? „Já, einmitt. Hef þau í læstum vasa einhvers staðar á meðan,“ segir Kolbrún og hlær við. Ómvölur eru orðnar ansi vinsæl tegund heyrnartóla, en eru því marki brenndar að nokkuð auðvelt er að týna þeim, þar sem þær eru þráðlausar og afar litlar. Í upphafi árs var greint frá því að hundurinn Mosi hefði unnið svipað góðverk og ónafngreindi Sorpustarfsmaðurinn, þegar hann þefaði uppi hvít heyrnartólin í snæviþöktum Vatnsenda.
Góðverk Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fermingardagurinn er stór dagur Lífið samstarf Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“