Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Valur Páll Eiríksson skrifar 23. maí 2025 11:33 Glódís Perla Viggósdóttir verður í Meistaradeildinni ásamt liðsfélögum sínum í Bayern á næsta tímabili. Hér er hún í leik við Arsenal í haust. Julian Finney/Getty Images Streymisveitan Disney+ hefur tryggt sér sýningarrétt á Meistaradeild kvenna í fótbolta frá og með næstu leiktíð, til fimm ára. Streymisveitur hafa rutt sér til rúms í kvennafótboltanum að undanförnu. Disney+ hefur ekki verið áberandi á íþróttamarkaði frá því að streymisveitunni var hleypt af stokkunum fyrir fimm árum síðan en virðist nú vera að taka sín fyrstu skref í átt að beinum útsendingum frá íþróttaviðburðum. Walt Disney fyrirtækið hefur samið til fimm ára og mun sýna Meistaradeild kvenna frá næsta tímabili, 2024-25, til 2029-30. Allir 75 leikirnir í keppninni verða sýndir beint á veitunni og samkvæmt frétt The Athletic er unnið að því að stöku leikir verði einnig sýndir frítt á sjónvarpsrásum víða um Evrópu, einn í hverri umferð. Íþróttarásir ESPN munu sjá um framleiðsluna en ESPN er í eigu Disney. Disney tekur við sýningarréttinum af streymisveitunni DAZN sem varð fyrsti alþjóðlegi aðilinn til að sýna Meistaradeild kvenna og hafði réttinn í fjögur ár, frá 2021. Disney+ tekur þetta skref eftir að Netflix tryggði sér réttinn að HM kvenna í fótbolta árin 2027 og 2031. Streymisveiturnar stóru virðast því komnar í samkeppni í heimi kvennafótboltans. Meistaradeild kvenna tekur breytingum á næsta tímabili, sem líkir til breytinganna sem urðu á Meistaradeild karla á yfirstandandi leiktíð. Riðlakeppnin verður lögð af og fækkar liðum úr 32 í 18. Þau 18 lið taka þátt í deildarkeppni, líkt og þeirri sem fór fram í karlaflokki í vetur. Tvö íslensk lið í undankeppninni Þetta þýðir að komist Breiðablik eða Valur í gegnum undankeppnina og inn í hina nýju deildarkeppni Meistaradeildarinnar, þá verða leikir liðanna aðgengilegir á Disney+. Besta deildin á Íslandi er í 15. sæti á styrkleikalista UEFA og þess vegna fá íslensk lið tvö sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar. Bæði Breiðablik og Valur þurfa hins vegar að komast í gegnum tvö stig undankeppni til að ná í hóp átján bestu liða Evrópu sem spila munu í nýju deildarkeppninni í haust. Undankeppninni í Meistaradeild kvenna er skipt í tvennt. Í öðrum hlutanum spila meistaralið úr hverju landi en í hinum hlutanum eru lið sem enduðu í 2. eða 3. sæti í einhverri af sterkari deildum álfunnar. Leið Íslandsmeistara Breiðabliks inn í aðalkeppnina er því talsvert raunhæfari en Valskvenna. Dregið verður í undankeppnina 24. júní. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Disney+ hefur ekki verið áberandi á íþróttamarkaði frá því að streymisveitunni var hleypt af stokkunum fyrir fimm árum síðan en virðist nú vera að taka sín fyrstu skref í átt að beinum útsendingum frá íþróttaviðburðum. Walt Disney fyrirtækið hefur samið til fimm ára og mun sýna Meistaradeild kvenna frá næsta tímabili, 2024-25, til 2029-30. Allir 75 leikirnir í keppninni verða sýndir beint á veitunni og samkvæmt frétt The Athletic er unnið að því að stöku leikir verði einnig sýndir frítt á sjónvarpsrásum víða um Evrópu, einn í hverri umferð. Íþróttarásir ESPN munu sjá um framleiðsluna en ESPN er í eigu Disney. Disney tekur við sýningarréttinum af streymisveitunni DAZN sem varð fyrsti alþjóðlegi aðilinn til að sýna Meistaradeild kvenna og hafði réttinn í fjögur ár, frá 2021. Disney+ tekur þetta skref eftir að Netflix tryggði sér réttinn að HM kvenna í fótbolta árin 2027 og 2031. Streymisveiturnar stóru virðast því komnar í samkeppni í heimi kvennafótboltans. Meistaradeild kvenna tekur breytingum á næsta tímabili, sem líkir til breytinganna sem urðu á Meistaradeild karla á yfirstandandi leiktíð. Riðlakeppnin verður lögð af og fækkar liðum úr 32 í 18. Þau 18 lið taka þátt í deildarkeppni, líkt og þeirri sem fór fram í karlaflokki í vetur. Tvö íslensk lið í undankeppninni Þetta þýðir að komist Breiðablik eða Valur í gegnum undankeppnina og inn í hina nýju deildarkeppni Meistaradeildarinnar, þá verða leikir liðanna aðgengilegir á Disney+. Besta deildin á Íslandi er í 15. sæti á styrkleikalista UEFA og þess vegna fá íslensk lið tvö sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar. Bæði Breiðablik og Valur þurfa hins vegar að komast í gegnum tvö stig undankeppni til að ná í hóp átján bestu liða Evrópu sem spila munu í nýju deildarkeppninni í haust. Undankeppninni í Meistaradeild kvenna er skipt í tvennt. Í öðrum hlutanum spila meistaralið úr hverju landi en í hinum hlutanum eru lið sem enduðu í 2. eða 3. sæti í einhverri af sterkari deildum álfunnar. Leið Íslandsmeistara Breiðabliks inn í aðalkeppnina er því talsvert raunhæfari en Valskvenna. Dregið verður í undankeppnina 24. júní.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira