Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2025 14:30 Ingunn Jónsdóttir starfaði sem frjósemislæknir hjá Livio en opnaði svo frjósemisstofnuna Sunnu. Frjósemismiðstöðin Livio hefur verið dæmd til að greiða fyrrverandi starfsmanni á þriðja tug milljóna króna. Ekki þótti sannað að Ingunn Jónsdóttir hefði brotið skilyrði um að stofna ekki eigin frjósemisstofu sem voru að finna í samningi Ingunnar við Livio. Ingunn er í dag eigandi frjósemismiðstöðvarinnar Sunnu ásamt eiginmanni sínum Þóri Harðarsyni. Hún starfaði sem frjósemislæknir hjá Livio þar til sumarið 2019 þegar henni var sagt upp störfum. Ingunn taldi uppsögnina ólögmæta og höfðaði mál gegn Livio. Þar krafðist hún þess að Livio yrði gert að greiða henni út 19 prósenta hlut hennar í félaginu. Málinu lauk með sátt en í henni fólst að óháður aðili yrði fenginn til að meta virði hlutarins sem reyndist tæplega 119 milljónir. Samkeppnishömlur í þriggja ára samningi Samkvæmt samningnum fékk Ingunn áttatíu prósent fjárins greiddar strax en tuttugu prósent eftir þrjú ár stæði hún við samning við Livio. Samningurinn átti að tryggja að Ingunn gæti ekki farið í samkeppni við Livio á næstu þremur árum, nælt í viðskiptavini frá Livio eða ráðið starfsfólk þaðan. Samningurinn tók gildi 1. febrúar 2021. Þórir eiginmaður Ingunnar stofnaði félag snemma árs 2023 og svo annað, Evuhús, í desember 2023. Tilgangur fyrra félagsins var sagður heilbrigðisþjónusta og þess síðara var frjósemismiðstöð. Livio taldi að með þessu hefði Ingunn rofið samkomulagið enda töldu þau fullvíst að hún væri með í ráðum við stofnun félaganna. Því ætti hún ekki rétt á tuttugu prósenta greiðslunni sem eftir stóð. Héraðsdómur Reykjavíkur leit til þess að nafn Ingunnar væri hvergi að finna í tengslum við félögin tvö á því þriggja ára tímabili sem samkomulag hennar við Livio var í gildi. Gögn frá heilbrigðisráðuneytinu staðfestu auk þess að 1. febrúar 2024, þegar samkomulagið rann út, var Livio eitt fyrirtækja með leyfi til að framkvæma tæknifrjóvganir og hafði verið árin þrjú á undan. Engar sannanir um þátttöku Ingunnar Það hefði verið fyrst í mars 2024 sem nokkuð hefði birst um að Ingunn væri þátttakandi í undirbúningi opnunar nýrrar frjósemismiðstöðvar, í færslu á Facebook og frétt á Vísi. Þá var hálfur annar mánuður liðinn frá því að samkeppnishömlurnar liðu undir lok. Héraðsdómur taldi að athafnir Þóris eiginmanns Ingunnar teldust ekki til brota á samningnum. Ingunn væri ekki samsömuð eiginmanni sínum þótt fyrirtæki hans kynni að teljast tengdur aðili. Athafnir hans gætu ekki leitt til ályktana um að Ingunn hefði fyrirgert rétti sínum til greiðslunnar. Þá hefði Livio ekki sannað að Ingunn hefði tekið þátt í undirbúningi frjósemismiðstöðvarinnar. Var Livio dæmt til að greiða Ingunni tæplega 25 milljónir króna sem voru eftirstöðvar samningsins og um leið á aðra milljón króna í málskostnað. Frjósemismiðstöðin Sunna var opnuð haustið 2024 og er í samkeppni við Livio á sviði tæknifrjóvgunaraðgerða. Frjósemi Heilbrigðismál Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Ingunn er í dag eigandi frjósemismiðstöðvarinnar Sunnu ásamt eiginmanni sínum Þóri Harðarsyni. Hún starfaði sem frjósemislæknir hjá Livio þar til sumarið 2019 þegar henni var sagt upp störfum. Ingunn taldi uppsögnina ólögmæta og höfðaði mál gegn Livio. Þar krafðist hún þess að Livio yrði gert að greiða henni út 19 prósenta hlut hennar í félaginu. Málinu lauk með sátt en í henni fólst að óháður aðili yrði fenginn til að meta virði hlutarins sem reyndist tæplega 119 milljónir. Samkeppnishömlur í þriggja ára samningi Samkvæmt samningnum fékk Ingunn áttatíu prósent fjárins greiddar strax en tuttugu prósent eftir þrjú ár stæði hún við samning við Livio. Samningurinn átti að tryggja að Ingunn gæti ekki farið í samkeppni við Livio á næstu þremur árum, nælt í viðskiptavini frá Livio eða ráðið starfsfólk þaðan. Samningurinn tók gildi 1. febrúar 2021. Þórir eiginmaður Ingunnar stofnaði félag snemma árs 2023 og svo annað, Evuhús, í desember 2023. Tilgangur fyrra félagsins var sagður heilbrigðisþjónusta og þess síðara var frjósemismiðstöð. Livio taldi að með þessu hefði Ingunn rofið samkomulagið enda töldu þau fullvíst að hún væri með í ráðum við stofnun félaganna. Því ætti hún ekki rétt á tuttugu prósenta greiðslunni sem eftir stóð. Héraðsdómur Reykjavíkur leit til þess að nafn Ingunnar væri hvergi að finna í tengslum við félögin tvö á því þriggja ára tímabili sem samkomulag hennar við Livio var í gildi. Gögn frá heilbrigðisráðuneytinu staðfestu auk þess að 1. febrúar 2024, þegar samkomulagið rann út, var Livio eitt fyrirtækja með leyfi til að framkvæma tæknifrjóvganir og hafði verið árin þrjú á undan. Engar sannanir um þátttöku Ingunnar Það hefði verið fyrst í mars 2024 sem nokkuð hefði birst um að Ingunn væri þátttakandi í undirbúningi opnunar nýrrar frjósemismiðstöðvar, í færslu á Facebook og frétt á Vísi. Þá var hálfur annar mánuður liðinn frá því að samkeppnishömlurnar liðu undir lok. Héraðsdómur taldi að athafnir Þóris eiginmanns Ingunnar teldust ekki til brota á samningnum. Ingunn væri ekki samsömuð eiginmanni sínum þótt fyrirtæki hans kynni að teljast tengdur aðili. Athafnir hans gætu ekki leitt til ályktana um að Ingunn hefði fyrirgert rétti sínum til greiðslunnar. Þá hefði Livio ekki sannað að Ingunn hefði tekið þátt í undirbúningi frjósemismiðstöðvarinnar. Var Livio dæmt til að greiða Ingunni tæplega 25 milljónir króna sem voru eftirstöðvar samningsins og um leið á aðra milljón króna í málskostnað. Frjósemismiðstöðin Sunna var opnuð haustið 2024 og er í samkeppni við Livio á sviði tæknifrjóvgunaraðgerða.
Frjósemi Heilbrigðismál Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira