Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. maí 2025 13:04 Samræmd próf hafa undanfarin ár verið þreytt á spjaldtölvur. Vísir/Sigurjón Ný samræmd próf í lesskilningi og stærðfræði verða lögð fyrir grunnskólabörn næsta vor. Sviðsstjóri hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu segir að með þeim verði hægt að fylgjast betur með námsframvindu og grípa fyrr inn í hjá nemendum sem eiga í erfiðleikum. Frumvarp um Matsferil, ný samræmd próf sem verða lögð fyrir grunnskólanemendur á hverju ári frá 4. bekk, er nú til meðferðar á Alþingi í þriðju umræðu. Prófin voru í vor lögð fyrir í 27 skólum og hafa viðbrögðin almennt verið mjög góð, bæði frá kennurum og nemendum. Þau samræmdu próf sem hafa verið notuð í gegnum tíðina hafa verið gagnrýnd af kennurum fyrir það að erfitt hafi verið að nýta niðurstöðurnar í skólastarfið og hafi kennarar ekki haft aðgang að samanburði eða framvindu einstakra barna. Bregðast á við því með nýju prófunum. „Það sem er kannski mikilvægast í prófinu er að þau gefa mjög góða sýn á framvindu þannig að það verður reiknaður framfarastuðull hjá öllum nemendum og bekkjum. Þá getur kennari, skóli og foreldrar fylgst með hvort nemandinn sé að taka eðlileg skref milli ára miðað við jafnaldra,“ segir Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Eins verði niðurstöðurnar túlkaðar fyrir foreldra. „Ef barnið lendir á ákveðnu bili þá koma ráðleggingar um hvað þarf að gera. Hvort það þarf að meta nánar hvers konar inngrip barnið mögulega þyrfti.“ Hún segir þessi nýju próf gefa mun betri mynd af framförum nemenda en gömlu samræmdu prófin. Eins séu þessi hönnuð til þess að hægt sé að taka þau í einni kennslustund. Þetta verður ekki eins og gömlu samræmdu prófin þar sem krakkar sátu við næstum heilan dag að leysa próf? „Nei, það var markmiðið að þetta væru próf sem væri auðveldara að laga að skóla starfinu og væru ekki taka það yfir.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Frumvarp um Matsferil, ný samræmd próf sem verða lögð fyrir grunnskólanemendur á hverju ári frá 4. bekk, er nú til meðferðar á Alþingi í þriðju umræðu. Prófin voru í vor lögð fyrir í 27 skólum og hafa viðbrögðin almennt verið mjög góð, bæði frá kennurum og nemendum. Þau samræmdu próf sem hafa verið notuð í gegnum tíðina hafa verið gagnrýnd af kennurum fyrir það að erfitt hafi verið að nýta niðurstöðurnar í skólastarfið og hafi kennarar ekki haft aðgang að samanburði eða framvindu einstakra barna. Bregðast á við því með nýju prófunum. „Það sem er kannski mikilvægast í prófinu er að þau gefa mjög góða sýn á framvindu þannig að það verður reiknaður framfarastuðull hjá öllum nemendum og bekkjum. Þá getur kennari, skóli og foreldrar fylgst með hvort nemandinn sé að taka eðlileg skref milli ára miðað við jafnaldra,“ segir Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Eins verði niðurstöðurnar túlkaðar fyrir foreldra. „Ef barnið lendir á ákveðnu bili þá koma ráðleggingar um hvað þarf að gera. Hvort það þarf að meta nánar hvers konar inngrip barnið mögulega þyrfti.“ Hún segir þessi nýju próf gefa mun betri mynd af framförum nemenda en gömlu samræmdu prófin. Eins séu þessi hönnuð til þess að hægt sé að taka þau í einni kennslustund. Þetta verður ekki eins og gömlu samræmdu prófin þar sem krakkar sátu við næstum heilan dag að leysa próf? „Nei, það var markmiðið að þetta væru próf sem væri auðveldara að laga að skóla starfinu og væru ekki taka það yfir.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira