Þetta kemur fram í breskum fjölmiðlum. Samkvæmt tölvupóstsamskiptum við starfsfólk fær fjöldi fólks að vita í dag hvort það haldi starfi sínu eða ekki. 200 manns mun missa starfið í dag.
Sama starfsfólki var boðið í grillveislu við lok tímabilsins í gærkvöld. Búist er við því að mikill niðurskurður verði í sjúkradeild félagsins, á meðal sjúkraþjálfara og nuddara. Sama á við um njósnateymi liðsins.
Yfirmenn hjá United eru sagðir hafa frestað ákvörðun um starfslokin á meðan leikmenn liðsins bjuggu sig undir úrslitaleikinn mikilvæga á miðvikudaginn var.
Það hefði munað um mikið fyrir United að vinna á miðvikudag og komast í Meistaradeild Evrópu, með fylgjandi sjónvarpstekjum.
Jim Ratcliffe hefur haft niðurskurðarhnífinn á lofti frá því að hann keypti stóra hluta í félaginu í febrúar 2024. 250 manns var sagt upp síðasta sumar.