Neytendur

Lands­bankinn og Arion lækka vexti

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans Landsbankinn
Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans Landsbankinn

Landsbankinn og Arion banki hafa tilkynnt um breytta vexti inn- og útlána. Breyttir vextir taka gildi hjá Arion banka þriðjudaginn 27. maí og Landsbankanum þriðjudaginn þriðja júní.

Breytingarnar eru gerðar í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabankans í fyrradag en þá lækkaði hann meginvexti um 0,25 próentustig.

Helstu breytingar Landsbankans eru eftirfarandi:

Útlánavextir

  • Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum lækka um 0,25 prósentustig.
  • Kjörvextir á óverðtryggðum lánum lækka um 0,25 prósentustig.
  • Yfirdráttarvextir lækka um 0,25 prósentustig.

Innlánavextir

  • Vextir á óverðtryggðum veltureikningum lækka um 0,25 prósentustig.
  • Vextir á óverðtryggðum sparireikningum lækka um 0,25 prósentustig.
  • Vextir á fastvaxtareikningum lækka um 0,10-0,25 prósentustig.

Helstu breytingar Arion banka eru eftirfarandi:

Íbúðalán

  • Óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir lækka um 0,20 prósentustig og verða 9,19%.
  • Verðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir lækka um 0,25 prósentustig og verða 4,79%.

Kjörvextir

  • Óverðtryggðir breytilegir kjörvextir lækka um 0,25 prósentustig og verða 10,35%.
  • Verðtryggðir breytilegir kjörvextir lækka um 0,25 prósentustig og verða 6,45%.

Bílalán

  • Kjörvextir bílalána lækka um 0,25 prósentustig og verða 10,75%.

Yfirdráttavextir

  • Yfirdráttavextir lækka um 0,25 prósentustig og verða 15,25%.

Kreditkort

  • Greiðsludreifing og veltuvextir kreditkorta lækka um 0,25 prósentustig og verða 15,25%.

Innlán

  • Vextir almennra veltureikninga haldast óbreyttir.
  • Vextir annarra óverðtryggðra reikninga lækka um allt að 0,25 prósentustig.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×