Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. maí 2025 22:33 Sómi, sem er líklega elsti hestur landsins en hann er 36 vetra og ótrúlega brattur miðað við aldur. Hér er hann með eiganda sínum, Sigríði Ingibjörgu, sem vinnur við tamningar á bænum Margrétarhofi í Ásahreppi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann heitir Sómi, tennurnar hans eru í góðu lagi og hófarnir líka en það fer engin á bak honum lengur. Hér erum við að tala um elsta núlifandi hest landsins því hann er þrjátíu og sex vetra og unir sér vel út í haga í Skógum undir Eyjafjöllum. Það fer vel um Sóma gamla á bænum Ytri Skógum undir Eyjafjöllum þar sem hann er duglegur að bíta gras og njóta þeirra gæða, sem svæðið hans hefur upp á að bjóða. Ekki spillir fyrir að merin Jörp er með honum en hún er 30 vetra. Sómi er sótrauðblesóttur og er mjög líklega elsti hestur landsins en meðalaldur íslenskra hesta er 22 vetra samkvæmt upplýsingum frá hrossaræktarráðunaut. Sigríður Ingibjörg á Sóma og samband þeirra er einstakt því þeim þykir svo vænt um hvort annað. „Þetta er höfðingi enda er hann er algjör meistari. Þetta er fyrsti hesturinn, sem ég eignaðist og kom mér í hestamennsku. Hann er að nálgast fertugt en hann er í dag þrjátíu og sex vetra,“ segir Sigríður Ingibjörg. Finnst þér þetta ekki vera með ólíkindum? „Júa, það er það, mér fannst hann gamall þegar við fengum hann, það var fyrir 19 árum en hann er mjög gamall núna,“ segir Sigríður hlæjandi. Sigríður segir Sóma halda sig ótrúlega vel, tennurnar á honum séu í fínu standi og hófarnir líka en hann er ekki á járnum enda ekkert notaður lengur, hann er jú komin í lögbundið frí vegna aldurs. Sigríði og Sóma þykir mjög vænt um hvort annað enda er Sigríður dugleg að heimsækja hann og knúsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Sómi er mjög klár og mjög sérvitur,“ segir Sigríður. En hefur eitthvað komið til tals að fella hann eða eitthvað svoleiðis? Það hefur alveg komið til tals en maður veit ekki alveg. Maður allavega ætlar að leyfa honum að lifa út sumarið og svo sjáum við hvað við gerum. Þetta er frábær hestur og algjör gullmoli,“ segir Sigríður að lokum. Sigurður Anton Pétursson í Ytri Skógum þekkir Sóma mjög vel og segir hann algjöran snilling en síðustu ár hefur hann verið notaður í hestaleigunni á bænum. Hann er líka með merina Jörp, sem er 30 vetra hjá Sóma. „Þau fá bara að lifa sinn líftíma ef þau endast og virka vel. Ef þeim líður vel og þá líður þeim bara vel þar til þau geta ekki meira,“ segir Sigurður Anton. Sigríður Ingibjörg með Sóma gamla og Sigurður Anton með Jörp gömlu í Ytri Skógum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Hestar Landbúnaður Dýr Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Það fer vel um Sóma gamla á bænum Ytri Skógum undir Eyjafjöllum þar sem hann er duglegur að bíta gras og njóta þeirra gæða, sem svæðið hans hefur upp á að bjóða. Ekki spillir fyrir að merin Jörp er með honum en hún er 30 vetra. Sómi er sótrauðblesóttur og er mjög líklega elsti hestur landsins en meðalaldur íslenskra hesta er 22 vetra samkvæmt upplýsingum frá hrossaræktarráðunaut. Sigríður Ingibjörg á Sóma og samband þeirra er einstakt því þeim þykir svo vænt um hvort annað. „Þetta er höfðingi enda er hann er algjör meistari. Þetta er fyrsti hesturinn, sem ég eignaðist og kom mér í hestamennsku. Hann er að nálgast fertugt en hann er í dag þrjátíu og sex vetra,“ segir Sigríður Ingibjörg. Finnst þér þetta ekki vera með ólíkindum? „Júa, það er það, mér fannst hann gamall þegar við fengum hann, það var fyrir 19 árum en hann er mjög gamall núna,“ segir Sigríður hlæjandi. Sigríður segir Sóma halda sig ótrúlega vel, tennurnar á honum séu í fínu standi og hófarnir líka en hann er ekki á járnum enda ekkert notaður lengur, hann er jú komin í lögbundið frí vegna aldurs. Sigríði og Sóma þykir mjög vænt um hvort annað enda er Sigríður dugleg að heimsækja hann og knúsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Sómi er mjög klár og mjög sérvitur,“ segir Sigríður. En hefur eitthvað komið til tals að fella hann eða eitthvað svoleiðis? Það hefur alveg komið til tals en maður veit ekki alveg. Maður allavega ætlar að leyfa honum að lifa út sumarið og svo sjáum við hvað við gerum. Þetta er frábær hestur og algjör gullmoli,“ segir Sigríður að lokum. Sigurður Anton Pétursson í Ytri Skógum þekkir Sóma mjög vel og segir hann algjöran snilling en síðustu ár hefur hann verið notaður í hestaleigunni á bænum. Hann er líka með merina Jörp, sem er 30 vetra hjá Sóma. „Þau fá bara að lifa sinn líftíma ef þau endast og virka vel. Ef þeim líður vel og þá líður þeim bara vel þar til þau geta ekki meira,“ segir Sigurður Anton. Sigríður Ingibjörg með Sóma gamla og Sigurður Anton með Jörp gömlu í Ytri Skógum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Hestar Landbúnaður Dýr Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira