Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir og Inga Hlín Pálsdóttir skrifa 25. maí 2025 07:31 Við sem störfum með fyrirtækjum eigum eitt sameiginlegt markmið: að þau nái árangri. En hvað er raunverulegur árangur? Fjárhagslegur árangur er oft það fyrsta sem litið er til – hvað situr eftir í kassanum? En sá árangur næst ekki nema með markvissri rekstrarstjórn, að þekkja lykiltölur og draga úr kostnaði, t.d. vegna rafmagns, eldsneytis, sorps eða matarsóunar. Þetta er grunnurinn – en hann segir ekki allt. Sífellt fleiri fyrirtæki átta sig á mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar. Mælikvarðar eins og ánægja starfsmanna og íbúa, stuðningur við íþróttastarf, innkaup í heimabyggð og þátttaka í samfélagsverkefnum skipta máli. Þátttaka í samfélaginu styrkir tengsl og hefur bein áhrif á upplifun gesta – og þar með endurtekna heimsókn. Ferðaþjónustan hefur sýnt leiðtogahlutverk, t.d. í verndun náttúru og talningu villtra dýra, fræðslu um jökla og mikilvægi réttrar umgengni og ferðahegðunar. Gestir taka virkan þátt, öðlast dýpri tengingu og ferðast heim með þekkingu og lærdóm sem getur haft áhrif víðar. Fyrirtæki bera einnig ábyrgð á því hvaða valmöguleikar eru mest áberandi: Er rafmagnsbíll sjálfgefið val? Er rétturinn með staðbundnu hráefni mest áberandi? Er boðið upp á samfélagsverkefni fyrir gesti? Við fáum yfir 2 milljónir ferðamanna árlega. Hver og einn er tækifæri til að hafa áhrif – einn einstaklingur í einu, einn dag í einu. Ferðaþjónustan getur verið afl til góðra verka og lykill í sjálfbærri og nærandi byggðaþróun. Raunverulegur árangur mælist í áhrifum – ekki aðeins á reksturinn, heldur á samfélagið, náttúruna og gestina. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Inga Hlín Pálsdóttir er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem störfum með fyrirtækjum eigum eitt sameiginlegt markmið: að þau nái árangri. En hvað er raunverulegur árangur? Fjárhagslegur árangur er oft það fyrsta sem litið er til – hvað situr eftir í kassanum? En sá árangur næst ekki nema með markvissri rekstrarstjórn, að þekkja lykiltölur og draga úr kostnaði, t.d. vegna rafmagns, eldsneytis, sorps eða matarsóunar. Þetta er grunnurinn – en hann segir ekki allt. Sífellt fleiri fyrirtæki átta sig á mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar. Mælikvarðar eins og ánægja starfsmanna og íbúa, stuðningur við íþróttastarf, innkaup í heimabyggð og þátttaka í samfélagsverkefnum skipta máli. Þátttaka í samfélaginu styrkir tengsl og hefur bein áhrif á upplifun gesta – og þar með endurtekna heimsókn. Ferðaþjónustan hefur sýnt leiðtogahlutverk, t.d. í verndun náttúru og talningu villtra dýra, fræðslu um jökla og mikilvægi réttrar umgengni og ferðahegðunar. Gestir taka virkan þátt, öðlast dýpri tengingu og ferðast heim með þekkingu og lærdóm sem getur haft áhrif víðar. Fyrirtæki bera einnig ábyrgð á því hvaða valmöguleikar eru mest áberandi: Er rafmagnsbíll sjálfgefið val? Er rétturinn með staðbundnu hráefni mest áberandi? Er boðið upp á samfélagsverkefni fyrir gesti? Við fáum yfir 2 milljónir ferðamanna árlega. Hver og einn er tækifæri til að hafa áhrif – einn einstaklingur í einu, einn dag í einu. Ferðaþjónustan getur verið afl til góðra verka og lykill í sjálfbærri og nærandi byggðaþróun. Raunverulegur árangur mælist í áhrifum – ekki aðeins á reksturinn, heldur á samfélagið, náttúruna og gestina. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Inga Hlín Pálsdóttir er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun