Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar 24. maí 2025 23:44 Undanfarið hefur verið fjallað um fyrirhugaðar lokanir og girðingar í Heiðmörk, einu vinsælasta útivistarsvæði landsins. Nú er áformað að reisa 2,5 metra háa girðingu utan um 34 hektara svæði nærri Myllulækjartjörn og loka vinsælum gönguleiðum eins og Ríkisstíg frá Elliðavatni. Þetta á að gerast nú í sumar. Samkvæmt stefnu Veitna er einnig stefnt að því að loka öllu grannsvæði vatnsverndar fyrir almennri bílaumferð. Grannsvæði vatnsverndar nær yfir stærstan hluta Heiðmerkur. Bílastæði við vinsæla og rótgróna áningarstaði eins og Þjóðhátíðarlund, Elliðavatn og fjölskyldusvæðið í Furulundi gætu horfið — og bílastæði færst út að Suðurlandsvegi, t.d. við Rauðhóla eða Búrfellsgjá. Fólk þyrfti þá að ganga 3-4 kílómetra til að komast í skóglendið. Heiðmörk spannar um 32 ferkílómetra – svæði sem er álíka stórt og öll íbúðahverfi Reykjavíkur samanlagt. Þetta gróskumikla svæði er bakgarður borgarinnar og hefur gegnt lykilhlutverki fyrir náttúruupplifun og lýðheilsu borgarbúa í áratugi. Heiðmörk fagnar 75 ára afmæli í ár. Frá upphafi hefur svæðið verið byggt upp af sjálfboðaliðum og hugsjónafólki sem vildi búa til skjólbelti og útivistarparadís fyrir komandi kynslóðir. Þegar Hákon Bjarnason skógræktarstjóri vígði Heiðmörk árið 1950 lét hann í ljós eftirfarandi óskir: „Megni þetta landsvæði að verða höfuðborginni til sóma og sem flestum til gleði og blessunar, þar sem menn geti fundið frið í sál og líkama.“ Í ljósi umræðunnar lét Skógræktarfélag Reykjavíkur vinna ítarlega skýrslu hjá ÍSOR um áhrif skógræktar og útivistar á vatnsvernd. Niðurstöðurnar eru skýrar:Skógrækt styrkir jarðveg, dregur úr yfirborðsrennsli og síar úrkomu. Ekkert bendir til þess að skógrækt eða núverandi útivist hafi neikvæð áhrif á vatnsgæði. ÍSOR hvetur einnig til þess að vatnstaka verði færð ofar í strauminn og ofar í landslagið, þangað sem minni hætta er á yfirborðsmengun. Núverandi staðsetning neðra brunnsvæðis veldur því að vatnið þarf að fara í gegnum geislun vegna hugsanlegrar jarðvegsgerlamengunar. Tilfærsla gæti gert vatnsbólið öruggara, gert geislun óþarfa og minnkað hættu af ýmsum áhættuþáttum svo sem þeim 20 þúsund bílum sem aka daglega um Suðurlandsveg, iðnaðarhverfi sem til stendur að reisa í Hólmsheiði, íbúðabyggð í Gunnarshólma og háspennulínum sem liggja um svæðið. Orkuveita Reykjavíkur, sem er landeigandi að Elliðavatnsjörðinni og víðar í Heiðmörk, hefur markað sér stefnu um hvað sé heimilt á svæðinu. Einungis sé æskilegt að þar sé starfsemi sem stuðli að vatnsvernd eða flokkist sem almenn útivist. Listaverk sem gengur út á að vera einn í skóginum þykir ekki falla þar undir. Né heldur hjólreiðakeppni barna. Það sem nú blasir við er skerðing á aðgengi almennings að náttúru í nafni vatnsverndar – án þess að sýnt hafi verið fram á að útivist eða starfsemi á svæðinu hafi valdið tjóni. Þetta kallar á umræðu um meðalhóf, almannarétt og rétt borgarbúa til að njóta þess útivistarsvæðis sem þau hafa sjálf hjálpað til við að móta. Skógræktarfélag Reykjavíkur, í samstarfi við Landvernd og Ferðafélag Íslands, býður almenningi að ganga með sér um svæðið sem fyrirhugað er að girða, mánudaginn 26. maí. Gangan hefst kl. 18:00 við Elliðavatnsbæinn og stendur í um tvo tíma. Einnig stendur félagið fyrir opnu málþingi um framtíð Heiðmerkur, miðvikudaginn 28. maí næstkomandi, klukkarn 17-19 í Norræna húsinu. Við hvetjum alla sem vilja standa vörð um útivist, aðgengi og náttúruvernd til að mæta og láta rödd sína heyrast, í anda þeirrar óskar sem sett var fram við vígslu Heiðmerkur: „Að svæðið megi verða sem flestum til gleði og blessunar, þar sem menn geti fundið frið í sál og líkama.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Vatn Heiðmörk Vatnsvernd í Heiðmörk Vatnsból Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands Skoðun Skoðun Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið fjallað um fyrirhugaðar lokanir og girðingar í Heiðmörk, einu vinsælasta útivistarsvæði landsins. Nú er áformað að reisa 2,5 metra háa girðingu utan um 34 hektara svæði nærri Myllulækjartjörn og loka vinsælum gönguleiðum eins og Ríkisstíg frá Elliðavatni. Þetta á að gerast nú í sumar. Samkvæmt stefnu Veitna er einnig stefnt að því að loka öllu grannsvæði vatnsverndar fyrir almennri bílaumferð. Grannsvæði vatnsverndar nær yfir stærstan hluta Heiðmerkur. Bílastæði við vinsæla og rótgróna áningarstaði eins og Þjóðhátíðarlund, Elliðavatn og fjölskyldusvæðið í Furulundi gætu horfið — og bílastæði færst út að Suðurlandsvegi, t.d. við Rauðhóla eða Búrfellsgjá. Fólk þyrfti þá að ganga 3-4 kílómetra til að komast í skóglendið. Heiðmörk spannar um 32 ferkílómetra – svæði sem er álíka stórt og öll íbúðahverfi Reykjavíkur samanlagt. Þetta gróskumikla svæði er bakgarður borgarinnar og hefur gegnt lykilhlutverki fyrir náttúruupplifun og lýðheilsu borgarbúa í áratugi. Heiðmörk fagnar 75 ára afmæli í ár. Frá upphafi hefur svæðið verið byggt upp af sjálfboðaliðum og hugsjónafólki sem vildi búa til skjólbelti og útivistarparadís fyrir komandi kynslóðir. Þegar Hákon Bjarnason skógræktarstjóri vígði Heiðmörk árið 1950 lét hann í ljós eftirfarandi óskir: „Megni þetta landsvæði að verða höfuðborginni til sóma og sem flestum til gleði og blessunar, þar sem menn geti fundið frið í sál og líkama.“ Í ljósi umræðunnar lét Skógræktarfélag Reykjavíkur vinna ítarlega skýrslu hjá ÍSOR um áhrif skógræktar og útivistar á vatnsvernd. Niðurstöðurnar eru skýrar:Skógrækt styrkir jarðveg, dregur úr yfirborðsrennsli og síar úrkomu. Ekkert bendir til þess að skógrækt eða núverandi útivist hafi neikvæð áhrif á vatnsgæði. ÍSOR hvetur einnig til þess að vatnstaka verði færð ofar í strauminn og ofar í landslagið, þangað sem minni hætta er á yfirborðsmengun. Núverandi staðsetning neðra brunnsvæðis veldur því að vatnið þarf að fara í gegnum geislun vegna hugsanlegrar jarðvegsgerlamengunar. Tilfærsla gæti gert vatnsbólið öruggara, gert geislun óþarfa og minnkað hættu af ýmsum áhættuþáttum svo sem þeim 20 þúsund bílum sem aka daglega um Suðurlandsveg, iðnaðarhverfi sem til stendur að reisa í Hólmsheiði, íbúðabyggð í Gunnarshólma og háspennulínum sem liggja um svæðið. Orkuveita Reykjavíkur, sem er landeigandi að Elliðavatnsjörðinni og víðar í Heiðmörk, hefur markað sér stefnu um hvað sé heimilt á svæðinu. Einungis sé æskilegt að þar sé starfsemi sem stuðli að vatnsvernd eða flokkist sem almenn útivist. Listaverk sem gengur út á að vera einn í skóginum þykir ekki falla þar undir. Né heldur hjólreiðakeppni barna. Það sem nú blasir við er skerðing á aðgengi almennings að náttúru í nafni vatnsverndar – án þess að sýnt hafi verið fram á að útivist eða starfsemi á svæðinu hafi valdið tjóni. Þetta kallar á umræðu um meðalhóf, almannarétt og rétt borgarbúa til að njóta þess útivistarsvæðis sem þau hafa sjálf hjálpað til við að móta. Skógræktarfélag Reykjavíkur, í samstarfi við Landvernd og Ferðafélag Íslands, býður almenningi að ganga með sér um svæðið sem fyrirhugað er að girða, mánudaginn 26. maí. Gangan hefst kl. 18:00 við Elliðavatnsbæinn og stendur í um tvo tíma. Einnig stendur félagið fyrir opnu málþingi um framtíð Heiðmerkur, miðvikudaginn 28. maí næstkomandi, klukkarn 17-19 í Norræna húsinu. Við hvetjum alla sem vilja standa vörð um útivist, aðgengi og náttúruvernd til að mæta og láta rödd sína heyrast, í anda þeirrar óskar sem sett var fram við vígslu Heiðmerkur: „Að svæðið megi verða sem flestum til gleði og blessunar, þar sem menn geti fundið frið í sál og líkama.“
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun