Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. maí 2025 08:25 Elsta barnið var tólf ára. AP Níu af tíu börnum læknis og barnalæknis á Gasa létust í loftárás Ísraelshers á heimili þeirra í Khan Younis í gær. Börnin voru tólf ára og yngri. Breska ríkisútvarpið hefur þetta eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa og lækni á Nasser sjúkrahúsinu í Khan Younis. Alaa al-Najjar heitir barnalæknirinn og var við störf á sjúkrahúsinu þegar lík níu af tíu börnum hennar voru flutt á sjúkrahúsið. Tíunda barnið særðist í árásinni. Graeme Groom, breskur skurðlæknir sem starfar á sjúkrahúsinu og hlúði að eftirlifandi barni Alaa al-Najjar, segir í samtali við BBC að það sé óbærilega grimmt að hún hafi misst nærri öll börn sín í einni árás eftir að hafa helgað lífi sínu barnalækningum. Elsta barn hennar var tólf ára og barnið sem lifði af er ellefu ára. Faðir barnanna, sem starfar einnig sem læknir á sjúkrahúsinu, særðist alvarlega í árásinni. Groom sagði í samtali við BBC að faðirinn virtist ekki hafa neinar pólitískar tengingar eða tengingar við herinn. Þá er hann sagður láta lítið fyrir sér fara á samfélagsmiðlum. Samkvæmt upplýsingum frá Ísraelsher gerði herinn árásir á fjölda skotmarka í Khan Younis í gær. Í yfirlýsingu segir að herinn hafi rýmt Khan Younis áður en þeir hófu árásirnar. Í annarri yfirlýsingu segir að herinn hafi skotið á yfir hundrað skotmörk á Gasa í gær. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja minnst 74 hafa látist í árásum Ísraelshers sólarhringinn áður en árásin var gerð á heimili læknanna. Þá áætla heilbrigðisyfirvöld að nærri 54 þúsund manns í heildina hafi látist frá því að herinn réðst inn á Gasa í október 2023, þar af yfir 16 þúsund börn. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir ísraelsk stjórnvöld hleypa litlum sem engum hjálpargögnum á Gasasvæðið. Að óbreyttu muni fjöldi barna og fullorðinna svelta í hel eða deyja af völdum læknanlegra sjúkdóma. 24. maí 2025 21:42 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur þetta eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa og lækni á Nasser sjúkrahúsinu í Khan Younis. Alaa al-Najjar heitir barnalæknirinn og var við störf á sjúkrahúsinu þegar lík níu af tíu börnum hennar voru flutt á sjúkrahúsið. Tíunda barnið særðist í árásinni. Graeme Groom, breskur skurðlæknir sem starfar á sjúkrahúsinu og hlúði að eftirlifandi barni Alaa al-Najjar, segir í samtali við BBC að það sé óbærilega grimmt að hún hafi misst nærri öll börn sín í einni árás eftir að hafa helgað lífi sínu barnalækningum. Elsta barn hennar var tólf ára og barnið sem lifði af er ellefu ára. Faðir barnanna, sem starfar einnig sem læknir á sjúkrahúsinu, særðist alvarlega í árásinni. Groom sagði í samtali við BBC að faðirinn virtist ekki hafa neinar pólitískar tengingar eða tengingar við herinn. Þá er hann sagður láta lítið fyrir sér fara á samfélagsmiðlum. Samkvæmt upplýsingum frá Ísraelsher gerði herinn árásir á fjölda skotmarka í Khan Younis í gær. Í yfirlýsingu segir að herinn hafi rýmt Khan Younis áður en þeir hófu árásirnar. Í annarri yfirlýsingu segir að herinn hafi skotið á yfir hundrað skotmörk á Gasa í gær. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja minnst 74 hafa látist í árásum Ísraelshers sólarhringinn áður en árásin var gerð á heimili læknanna. Þá áætla heilbrigðisyfirvöld að nærri 54 þúsund manns í heildina hafi látist frá því að herinn réðst inn á Gasa í október 2023, þar af yfir 16 þúsund börn.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir ísraelsk stjórnvöld hleypa litlum sem engum hjálpargögnum á Gasasvæðið. Að óbreyttu muni fjöldi barna og fullorðinna svelta í hel eða deyja af völdum læknanlegra sjúkdóma. 24. maí 2025 21:42 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir ísraelsk stjórnvöld hleypa litlum sem engum hjálpargögnum á Gasasvæðið. Að óbreyttu muni fjöldi barna og fullorðinna svelta í hel eða deyja af völdum læknanlegra sjúkdóma. 24. maí 2025 21:42