Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar 25. maí 2025 10:33 Það er ekki ýkja langt síðan að allir bjuggu í sveit. Búandi á Íslandi var nokkurn veginn um tvennt að velja; annað hvort að vera bóndi eða þá að sækja sjóinn. Hvoru tveggja fólst í því að afla matar sem enginn hefur jú nokkurn tímann getað verið án. En margt hefur svo sannarlega breyst í gegnum tíðina. Sveitirnar okkar endurspegla þjóðarsál Íslendinga, þær umlykja og eru umluktar okkar mestu gersemi og stolti, íslenskri náttúru. Þó að flestir Íslendingar búi nú í þéttbýli, þá lifir tengingin við sveitina sterkt áfram – í matnum sem við borðum, landslaginu sem við dáumst að og gildunum sem við höldum í. En á tímum aukins hraða og breytinga í samfélaginu þarf að huga að og rækta tengsl bænda og neytenda. Við þurfum að endurnýja heitin milli bænda og borgar. Það er mikilvægt að efla skilning og traust á milli þessara tveggja heima. Neytendur vilja vita hvaðan maturinn kemur; hvort sem það er í versluninni, veitingastaðnum eða mötuneytinu, hvernig hann er framleiddur og að landbúnaðurinn sé rekinn með ábyrgum hætti. Bændur vilja á sama tíma standa undir væntingum neytenda og heyra hverjar þær eru. Bændur vilja sömuleiðis að afurðir þeirra séu metnar að verðleikum og að það sé skilningur á þeirri þrotlausu vinnu og fagmennsku sem liggur að baki hverri fullunninni vöru. Við bændur stöndum með neytendum og neytendur standa með okkur. Það traust og sú samstaða er lykillinn að því að halda uppi sterkum og sjálfbærum landbúnaði í þágu þjóðar. Íslenskir bændur leggja sig fram við að framleiða hágæða matvæli, nýta nýjustu tækni og þróa framleiðslu með umhverfið í huga. Það er engin tilviljun að íslenskar landbúnaðarafurðir njóta trausts – þær byggja á hreinni náttúru, vandaðri vinnu og alúð. Neytendur kjósa íslenskt – það skiptir máli. Þegar við veljum íslenskt, styðjum við ekki aðeins nærsamfélagið heldur einnig áframhaldandi þróun og nýsköpun í landbúnaði. Við verjum matvæla- og fæðuöryggi okkar, styðjum við sjálfbæra framleiðslu og tryggjum að sveitirnar okkar haldi áfram að vera lifandi hluti af íslenskri menningu. Við erum öll í sama liðinu – bændur og neytendur – öll úr sömu sveit. Þess vegna er full ástæða til bjartsýni. Saman munum við tryggja góða og bjarta framtíð fyrir íslenskan landbúnað, í þágu íslenskrar þjóðar. Höfundur er formaður Samtaka ungra bænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Neytendur Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki ýkja langt síðan að allir bjuggu í sveit. Búandi á Íslandi var nokkurn veginn um tvennt að velja; annað hvort að vera bóndi eða þá að sækja sjóinn. Hvoru tveggja fólst í því að afla matar sem enginn hefur jú nokkurn tímann getað verið án. En margt hefur svo sannarlega breyst í gegnum tíðina. Sveitirnar okkar endurspegla þjóðarsál Íslendinga, þær umlykja og eru umluktar okkar mestu gersemi og stolti, íslenskri náttúru. Þó að flestir Íslendingar búi nú í þéttbýli, þá lifir tengingin við sveitina sterkt áfram – í matnum sem við borðum, landslaginu sem við dáumst að og gildunum sem við höldum í. En á tímum aukins hraða og breytinga í samfélaginu þarf að huga að og rækta tengsl bænda og neytenda. Við þurfum að endurnýja heitin milli bænda og borgar. Það er mikilvægt að efla skilning og traust á milli þessara tveggja heima. Neytendur vilja vita hvaðan maturinn kemur; hvort sem það er í versluninni, veitingastaðnum eða mötuneytinu, hvernig hann er framleiddur og að landbúnaðurinn sé rekinn með ábyrgum hætti. Bændur vilja á sama tíma standa undir væntingum neytenda og heyra hverjar þær eru. Bændur vilja sömuleiðis að afurðir þeirra séu metnar að verðleikum og að það sé skilningur á þeirri þrotlausu vinnu og fagmennsku sem liggur að baki hverri fullunninni vöru. Við bændur stöndum með neytendum og neytendur standa með okkur. Það traust og sú samstaða er lykillinn að því að halda uppi sterkum og sjálfbærum landbúnaði í þágu þjóðar. Íslenskir bændur leggja sig fram við að framleiða hágæða matvæli, nýta nýjustu tækni og þróa framleiðslu með umhverfið í huga. Það er engin tilviljun að íslenskar landbúnaðarafurðir njóta trausts – þær byggja á hreinni náttúru, vandaðri vinnu og alúð. Neytendur kjósa íslenskt – það skiptir máli. Þegar við veljum íslenskt, styðjum við ekki aðeins nærsamfélagið heldur einnig áframhaldandi þróun og nýsköpun í landbúnaði. Við verjum matvæla- og fæðuöryggi okkar, styðjum við sjálfbæra framleiðslu og tryggjum að sveitirnar okkar haldi áfram að vera lifandi hluti af íslenskri menningu. Við erum öll í sama liðinu – bændur og neytendur – öll úr sömu sveit. Þess vegna er full ástæða til bjartsýni. Saman munum við tryggja góða og bjarta framtíð fyrir íslenskan landbúnað, í þágu íslenskrar þjóðar. Höfundur er formaður Samtaka ungra bænda.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun