Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar 26. maí 2025 13:00 „Við höfum litla rödd í umræðunni – sem mótvægi við þær háværu raddir sem tala okkur niður.“ Þessi orð opinbers starfsmanns úr nýlegri könnun Viskukomu upp í hugann við lestur skýrslu Viðskiptaráðs um starfsöryggi á opinbera markaðnum. Þar er opinbert starfsfólk málað upp sem forréttindastétt og dragbítar á verðmætasköpun hagkerfisins. Þetta er villandi og skaðleg nálgun sem dregur athygli frá raunverulegum umbótatækifærum í rekstri, tækifærum sem níu af hverjum 10 sérfræðingum ríkisinssjá og styðja. Byggjum málflutning okkar á staðreyndum. Staðreyndin er sú að víða er vegið að starfsöryggi opinbers starfsfólks þótt áminningarskyldan veiti vernd. Opinbert starfsfólk er þá hvorki of margt né oflaunað. Ekki of mörg og ekki oflaunuð Atvinnulífið hefur ítrekað haldið því fram að fjölgun opinberra starfsmanna sé stjórnlaus, en er það svo? Á árunum 2014–2024 jókst fjöldi starfandi á aldrinum 25–64 ára um 33% á almenna markaðnum en um 18% á hinum opinbera (opinber fyrirtæki meðtalin). Það þýðir að störfum í einkageiranum hefur fjölgaðnær tvöfalt hraðar en opinberum störfum síðustu tíu ár. Opinber störf eru þá ekki oflaunuð eins og atvinnulífið heldur fram. Sérfræðingar í opinberum störfum eru að meðaltali 17% lægri launaðir en á almennum markaði þegar horft er til heildarlauna fullvinnandi. Fullyrðingar um að opinber störf séu oflaunuð og opinberir starfsmenn of margir eru annað hvort illa ígrunduð alhæfing eða meðvituð blekking. Ekki í bómul Í skýrslu Viðskiptaráðs er því haldið fram að opinberir starfsmenn búi við nær skilyrðislaust starfsöryggi. En er það rétt? Á árinu 2022 var starfsmannavelta í ráðuneytum allt að 29% og þó tilfærslur í starfi hafi verið meginreglan voru margir starfslokasamningar gerðir. Uppsagnarvernd á opinbera markaðnum er vissulega meiri en á hinum almenna en það er rangt að halda því fram að opinberir starfsmenn njóti ósnertanlegra forréttinda. Skipulagsbreytingum er ítrekað beitt og stjórnendur hafa svigrúm til að taka á erfiðum málum og skapa hvata. Heimild: Skýrsla Ríkisendurskoðunar, 2023. Fjárfestum í opinberri þjónustu Atvinnulífið tönnlast ítrekað á þeirri kreddu að opinbert starfsfólk skapi ekki verðmæti. Sagt er að samhengi verðmætasköpunar gangi í eina átt; frá einkamarkaði til hins opinbera. En staðreyndin er sú að verðmætasköpun á mörkuðunum tveimur er samofin og opinberi geirinn veitir þjónustu sem er oft langt undir markaðsverði sem ráðast myndi á frjálsum markaði – á kostnað launafólks og aðallega kvenna. Launakjör í opinbera geiranum þar sem konur eru í meirihluta, svo sem í umönnun og menningargeiranum, eru lægri en þar sem karlar eru í meirihluta. Það er óumdeilt samfélagsmein sem þarf þjóðarátak til að uppræta. Öflug fjárfesting í opinberri þjónustu er nauðsynleg til að styrkja samfélagsinnviði og vinna gegn ójöfnuði sem fer ört vaxandi. Það er hagur okkar allra – líka fyrirtækja á almenna markaðnum. Ef Viðskiptaráð vill raunverulega stuðla að bættum opinberum rekstri, þá væri nær að nálgast verkefnið með meiri auðmýkt og með færri yfirlýsingum. Sýnum fólki sem knýr verðmætasköpun áfram virðingu, hvort sem það starfar hjá einkafyrirtækjum eða á opinberum markaði. Höfundur er formaður Visku stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
„Við höfum litla rödd í umræðunni – sem mótvægi við þær háværu raddir sem tala okkur niður.“ Þessi orð opinbers starfsmanns úr nýlegri könnun Viskukomu upp í hugann við lestur skýrslu Viðskiptaráðs um starfsöryggi á opinbera markaðnum. Þar er opinbert starfsfólk málað upp sem forréttindastétt og dragbítar á verðmætasköpun hagkerfisins. Þetta er villandi og skaðleg nálgun sem dregur athygli frá raunverulegum umbótatækifærum í rekstri, tækifærum sem níu af hverjum 10 sérfræðingum ríkisinssjá og styðja. Byggjum málflutning okkar á staðreyndum. Staðreyndin er sú að víða er vegið að starfsöryggi opinbers starfsfólks þótt áminningarskyldan veiti vernd. Opinbert starfsfólk er þá hvorki of margt né oflaunað. Ekki of mörg og ekki oflaunuð Atvinnulífið hefur ítrekað haldið því fram að fjölgun opinberra starfsmanna sé stjórnlaus, en er það svo? Á árunum 2014–2024 jókst fjöldi starfandi á aldrinum 25–64 ára um 33% á almenna markaðnum en um 18% á hinum opinbera (opinber fyrirtæki meðtalin). Það þýðir að störfum í einkageiranum hefur fjölgaðnær tvöfalt hraðar en opinberum störfum síðustu tíu ár. Opinber störf eru þá ekki oflaunuð eins og atvinnulífið heldur fram. Sérfræðingar í opinberum störfum eru að meðaltali 17% lægri launaðir en á almennum markaði þegar horft er til heildarlauna fullvinnandi. Fullyrðingar um að opinber störf séu oflaunuð og opinberir starfsmenn of margir eru annað hvort illa ígrunduð alhæfing eða meðvituð blekking. Ekki í bómul Í skýrslu Viðskiptaráðs er því haldið fram að opinberir starfsmenn búi við nær skilyrðislaust starfsöryggi. En er það rétt? Á árinu 2022 var starfsmannavelta í ráðuneytum allt að 29% og þó tilfærslur í starfi hafi verið meginreglan voru margir starfslokasamningar gerðir. Uppsagnarvernd á opinbera markaðnum er vissulega meiri en á hinum almenna en það er rangt að halda því fram að opinberir starfsmenn njóti ósnertanlegra forréttinda. Skipulagsbreytingum er ítrekað beitt og stjórnendur hafa svigrúm til að taka á erfiðum málum og skapa hvata. Heimild: Skýrsla Ríkisendurskoðunar, 2023. Fjárfestum í opinberri þjónustu Atvinnulífið tönnlast ítrekað á þeirri kreddu að opinbert starfsfólk skapi ekki verðmæti. Sagt er að samhengi verðmætasköpunar gangi í eina átt; frá einkamarkaði til hins opinbera. En staðreyndin er sú að verðmætasköpun á mörkuðunum tveimur er samofin og opinberi geirinn veitir þjónustu sem er oft langt undir markaðsverði sem ráðast myndi á frjálsum markaði – á kostnað launafólks og aðallega kvenna. Launakjör í opinbera geiranum þar sem konur eru í meirihluta, svo sem í umönnun og menningargeiranum, eru lægri en þar sem karlar eru í meirihluta. Það er óumdeilt samfélagsmein sem þarf þjóðarátak til að uppræta. Öflug fjárfesting í opinberri þjónustu er nauðsynleg til að styrkja samfélagsinnviði og vinna gegn ójöfnuði sem fer ört vaxandi. Það er hagur okkar allra – líka fyrirtækja á almenna markaðnum. Ef Viðskiptaráð vill raunverulega stuðla að bættum opinberum rekstri, þá væri nær að nálgast verkefnið með meiri auðmýkt og með færri yfirlýsingum. Sýnum fólki sem knýr verðmætasköpun áfram virðingu, hvort sem það starfar hjá einkafyrirtækjum eða á opinberum markaði. Höfundur er formaður Visku stéttarfélags.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun