Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar 26. maí 2025 14:03 Til að standast skuldbindingar Íslands varðandi útblástur gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030, þarf hreinlega að snarminnka brennslu á olíu á öllum sviðum. Þó að vegasamgöngur vegi mest í þessari brennslu þá leynast smábrunar víða sem auðvelt er að minnka. Orkuskipti í garðinum eru líklega enn auðveldari en orkuskipti í samgöngum. Nú er vorið komið og margir garðeigendur farnir að gíra sig upp fyrir slátt og klippingar í sumar. Spurningin er hvort slátturinn sé jafn grænn og grasið. Bensínsláttuvél brennir mengandi og ósjálfbærri olíu sem kostar peninga. Slátturinn veldur einnig miklum hávaða sem pirrað getur nágranna og truflað dýralíf. Varlega áætlað má gera ráð fyrir að bensínsláttuvél eyði rúmlega einum lítra af bensíni á klst. Gefum okkur að garðeigendur þurfi að jafnaði að slá garðinn átta sinnum yfir sumarið, hálftíma í senn. Fimmtíu þúsund garðeigendur nota þá, miðað við gefnar forsendur, um 250.000 lítra af olíu á hverju sumri við garðslátt. Þetta skilar um 600 þúsund kg. af CO2 upp í lofthjúpinn. Þeir sem slá með slíkum fornaldargræjum geta því tæplega montað sig af kolefnisbindingu trjánna í garðinum. Og þetta er ekki allt, því fæstum tekst að fylla á sláttuvélarnar sínar án þess að mengandi og ferskvatnsspillandi bensíndropar leki framhjá. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna áætlar að 65 milljónir lítra leki árlega framhjá sláttuvélum í Bandaríkjunum. Ef garðeigendur vestra eru ekki með einhvern krónískan handskjálfta umfram íslenska garðeigendur, þá myndi slík tala grófreiknast upp á 6 þúsund lítra hér á landi. Auðveld orkuskipti Í dag er á markaðnum mikið framboð af topp sláttuvélum, orfum og hekkklippum sem ganga fyrir útblásturslausri og miklu hljóðlátari, raforku. Nú geta klaufar, sem klippa rafmagnsnúruna alltaf í sundur, líka andað léttar því hægt er að fá allar græjur með rafhlöðu sem hægt er að hlaða og skipta út fyrir aðra fullhlaðna. Ef garðeigendur vilja svo vera í sérflokki og slá nágrannanum við í tæknilausnum, þá er um að gera að fjárfesta í sjálfvirkum sláttuþjarka sem sér algerlega um sláttinn fyrir þig og hleður sig sjálfur þess á milli. Sláttuþjarkar hafa líka þann kost að tíðni sláttar er svo ör að aldrei þarf að taka slegna grasið og skila á móttökustaði með tilheyrandi vinnu og akstri. Hvernig væri að staldra aðeins við þegar næsta sláttuvél eða orf er keypt og kýla á orkuskipti í garðinum? Sláttuvélar sem ganga fyrir rafmagni eru mun ódýrari í rekstri og oft ódýrari í innkaupum líka. Þær nota innlenda orku sem mengar ekkert og eru þar að auki mun hljóðlátari, sem gerir garðslátt á laugardagsmorgni mun nágrannavænni. Hættum að nota olíu í garðinum og skiptum yfir í rafmagn. Íslensk raforka er ódýr og græn og því er engin ástæða til að eyða gjaldeyri í garðinum. Skiptu yfir í græna garðyrkju næst þegar þú kaupir sláttugræjur í garðinn eða semur við verktaka um slátt. Höfundur er sviðsstjóri svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkuskipti Orkumál Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Til að standast skuldbindingar Íslands varðandi útblástur gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030, þarf hreinlega að snarminnka brennslu á olíu á öllum sviðum. Þó að vegasamgöngur vegi mest í þessari brennslu þá leynast smábrunar víða sem auðvelt er að minnka. Orkuskipti í garðinum eru líklega enn auðveldari en orkuskipti í samgöngum. Nú er vorið komið og margir garðeigendur farnir að gíra sig upp fyrir slátt og klippingar í sumar. Spurningin er hvort slátturinn sé jafn grænn og grasið. Bensínsláttuvél brennir mengandi og ósjálfbærri olíu sem kostar peninga. Slátturinn veldur einnig miklum hávaða sem pirrað getur nágranna og truflað dýralíf. Varlega áætlað má gera ráð fyrir að bensínsláttuvél eyði rúmlega einum lítra af bensíni á klst. Gefum okkur að garðeigendur þurfi að jafnaði að slá garðinn átta sinnum yfir sumarið, hálftíma í senn. Fimmtíu þúsund garðeigendur nota þá, miðað við gefnar forsendur, um 250.000 lítra af olíu á hverju sumri við garðslátt. Þetta skilar um 600 þúsund kg. af CO2 upp í lofthjúpinn. Þeir sem slá með slíkum fornaldargræjum geta því tæplega montað sig af kolefnisbindingu trjánna í garðinum. Og þetta er ekki allt, því fæstum tekst að fylla á sláttuvélarnar sínar án þess að mengandi og ferskvatnsspillandi bensíndropar leki framhjá. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna áætlar að 65 milljónir lítra leki árlega framhjá sláttuvélum í Bandaríkjunum. Ef garðeigendur vestra eru ekki með einhvern krónískan handskjálfta umfram íslenska garðeigendur, þá myndi slík tala grófreiknast upp á 6 þúsund lítra hér á landi. Auðveld orkuskipti Í dag er á markaðnum mikið framboð af topp sláttuvélum, orfum og hekkklippum sem ganga fyrir útblásturslausri og miklu hljóðlátari, raforku. Nú geta klaufar, sem klippa rafmagnsnúruna alltaf í sundur, líka andað léttar því hægt er að fá allar græjur með rafhlöðu sem hægt er að hlaða og skipta út fyrir aðra fullhlaðna. Ef garðeigendur vilja svo vera í sérflokki og slá nágrannanum við í tæknilausnum, þá er um að gera að fjárfesta í sjálfvirkum sláttuþjarka sem sér algerlega um sláttinn fyrir þig og hleður sig sjálfur þess á milli. Sláttuþjarkar hafa líka þann kost að tíðni sláttar er svo ör að aldrei þarf að taka slegna grasið og skila á móttökustaði með tilheyrandi vinnu og akstri. Hvernig væri að staldra aðeins við þegar næsta sláttuvél eða orf er keypt og kýla á orkuskipti í garðinum? Sláttuvélar sem ganga fyrir rafmagni eru mun ódýrari í rekstri og oft ódýrari í innkaupum líka. Þær nota innlenda orku sem mengar ekkert og eru þar að auki mun hljóðlátari, sem gerir garðslátt á laugardagsmorgni mun nágrannavænni. Hættum að nota olíu í garðinum og skiptum yfir í rafmagn. Íslensk raforka er ódýr og græn og því er engin ástæða til að eyða gjaldeyri í garðinum. Skiptu yfir í græna garðyrkju næst þegar þú kaupir sláttugræjur í garðinn eða semur við verktaka um slátt. Höfundur er sviðsstjóri svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun