Allt farið í hund og kött á þinginu Jakob Bjarnar skrifar 26. maí 2025 15:39 Minnihlutinn gekk hart fram og að dómsmálaráðherra, Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, sem sagði á Sprengisandi minnihlutann stunda ómerkilega tafaleiki. Ríkisstjórnin sé með dagskrárvaldið. vísir/vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra var harðlega gagnrýnd af minnihlutanum á þingi fyrir orð sem hún lét falla á Sprengisandi að hann kæmi í veg fyrir að útlendingamálin hlytu umfjöllun á þinginu. Bergþór Ólason Miðflokki reið á vaðið, í liðnum Fundarstjórn forseta, og sagði að svo virtist sem dómsmálaráðherra hefði vaknað afundinn á sunnudagsmorgni þegar hún var til viðtals hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í gær. Hann sagði að Þorbjörg Sigríður hlyti að átta sig á því að það væri ríkisstjórnin sem hefði dagskrárvaldið en ekki minnihlutinn. Það stæði ekki á minnihlutanum að liðka til fyrir málum hennar um útlendingamálin, en það væri ríkisstjórnin sem hefði sett málið síðast á dagskrá. Ekki minnihlutinn. Þá komu þeir hver af öðrum þingmennirnir upp í pontu og fordæmdu það sem Þorbjörg Sigríður hafði sagt. Þorgrímur Sigmundsson Miðflokki hnykkti á þessu með dagskrárvaldið, það væri meirihlutans en ekki minnihlutans og liðið hafi 36 dagar frá því að málefnaskrá var lögð fram þar til málið komst á dagskrá. „Meðan þau leggja fram mál um hunda og kattahald. Það er forgangsröðunin.“ Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokki tók undir þetta og sagði að það væri óboðlegt að villa um fyrir almenningi með málflutningi sem þessum. Karl Gauti Hjaltason Miðflokki sagði málið aftast á dagskrá ríkisstjórnarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði að ríkisstjórnin væri hreinlega ekki í tengslum við það sem er að gerast í samfélaginu. Útlendingamálin komist ekki að hjá þessari ríkisstjórn. „Hér var meira að segja gert hlé á þingfundi til að halda aukafund um hunda- og kattahald. Það var meira forgangsatriði, og flest, fremur en að taka á því ófremdarástandi sem ríkir í útlendingamálum.“ Og síðan komu þeir fram hver af öðrum í minnihlutanum og hömruðu á því að ríkisstjórnin hefði dagskrárvaldið. Þorbjörg Sigríður dómsmálaráðherra sté í pontu og sagði það sérkennilegt hversu litlir Miðflokksmenn væru í sér í dag. Að það væri reiðarslag að dómsmálaráðherra talaði um pólitík? Hún hafi einfaldlega verið að tala um það sem öll þjóðin sjái, „vonlausa tafaleiki minnihlutans. Það væri gaman að heyra Miðflokkinn lýsa því yfir að þeir muni styðja þetta mál og sýna það í verki.“ Miðflokksmenn töldu þetta ómerkileg undanbrögð, það stæði ekki á þeim að styðja mál um útlendingamálin, sem væri þeirra sérstaða. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðsflokks sagði þetta greinilega ekkert forgangsmál hjá ríkisstjórninni. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landamæri Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira
Bergþór Ólason Miðflokki reið á vaðið, í liðnum Fundarstjórn forseta, og sagði að svo virtist sem dómsmálaráðherra hefði vaknað afundinn á sunnudagsmorgni þegar hún var til viðtals hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í gær. Hann sagði að Þorbjörg Sigríður hlyti að átta sig á því að það væri ríkisstjórnin sem hefði dagskrárvaldið en ekki minnihlutinn. Það stæði ekki á minnihlutanum að liðka til fyrir málum hennar um útlendingamálin, en það væri ríkisstjórnin sem hefði sett málið síðast á dagskrá. Ekki minnihlutinn. Þá komu þeir hver af öðrum þingmennirnir upp í pontu og fordæmdu það sem Þorbjörg Sigríður hafði sagt. Þorgrímur Sigmundsson Miðflokki hnykkti á þessu með dagskrárvaldið, það væri meirihlutans en ekki minnihlutans og liðið hafi 36 dagar frá því að málefnaskrá var lögð fram þar til málið komst á dagskrá. „Meðan þau leggja fram mál um hunda og kattahald. Það er forgangsröðunin.“ Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokki tók undir þetta og sagði að það væri óboðlegt að villa um fyrir almenningi með málflutningi sem þessum. Karl Gauti Hjaltason Miðflokki sagði málið aftast á dagskrá ríkisstjórnarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði að ríkisstjórnin væri hreinlega ekki í tengslum við það sem er að gerast í samfélaginu. Útlendingamálin komist ekki að hjá þessari ríkisstjórn. „Hér var meira að segja gert hlé á þingfundi til að halda aukafund um hunda- og kattahald. Það var meira forgangsatriði, og flest, fremur en að taka á því ófremdarástandi sem ríkir í útlendingamálum.“ Og síðan komu þeir fram hver af öðrum í minnihlutanum og hömruðu á því að ríkisstjórnin hefði dagskrárvaldið. Þorbjörg Sigríður dómsmálaráðherra sté í pontu og sagði það sérkennilegt hversu litlir Miðflokksmenn væru í sér í dag. Að það væri reiðarslag að dómsmálaráðherra talaði um pólitík? Hún hafi einfaldlega verið að tala um það sem öll þjóðin sjái, „vonlausa tafaleiki minnihlutans. Það væri gaman að heyra Miðflokkinn lýsa því yfir að þeir muni styðja þetta mál og sýna það í verki.“ Miðflokksmenn töldu þetta ómerkileg undanbrögð, það stæði ekki á þeim að styðja mál um útlendingamálin, sem væri þeirra sérstaða. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðsflokks sagði þetta greinilega ekkert forgangsmál hjá ríkisstjórninni.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landamæri Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira