Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. maí 2025 08:46 Billie Eilish vann til flestra verðlauna á AMA-hátíðinni en Beyonce og SZA komust líka á blað. Jennifer Lopez var kynnir og Janet Jackson var heiðruð. Getty Billie Eilish var stóri sigurvegarinn á AMA-hátíðinni í Las Vegas í gær og vann í öllum sjö flokkunum sem hún var tilnefnd í, þar á meðal fyrir plötu og lag ársins. Beyonce fékk tvenn kántríverðlaun og Eminem vann til verðlauna á hátíðinni í fyrsta sinn í fimmtán ár. Jennifer Lopez var kynnir á Amerísku tónlistarverðlaununum (e. American Music Awards), sem eru gjarnan kölluð AMAs, í fyrsta sinn í áratug og byrjaði hún hátíðina á dansflutningi 23 vinsælustu laga síðasta árs. Opnunaratriði J-Lo á hátíðinni vakti mikla athygli og var hún hin glæsilegasta.Getty Eilish var óumdeildur sigurvegari hátíðarinnar og vann alla sjö flokkanna sem hún var tilnefnd í. Hún vann þar verðlaun sem tónlistarmaður ársins, besti tónleikaferðalagatónlistarmaður (e. best touring artist), besti kvenkyns popparinn, platan Hit Me Hard and Soft var valin bæði plata ársins og besta poppplatan og lagið „Birds of a Feather“ var valið lag ársins og besta popplagið. Eilish gat þó ekki verið viðstödd hátíðina vegna tónleikaferðalags síns. Kántrí-Beyonce, SZA, Eminem og ýmsir aðrir Beyonce, sem gat heldur ekki verið viðstödd hátíðina, fékk tvenn verðlaun sem besti kántrítónlistarmaðurinn og Cowboy Carter var valin besta kántríplatan. Beyonce var þar í fyrsta sinn verðlaunuð í kántríflokki hátíðarinnar en hún hefur áður fengið 11 verðlaun á hátíðinni í gegnum árin Tónlistarkonan SZA fékk verðlun sem besti kvenkyns R&B-tónlistarmaðurinn og lag hennar „Saturn“ var valið besta R&B-lagið. Eminem, sem eins og margir kollegar sínir var ekki viðstaddur hátíðina, var valinn besti hip-hop-tónlistarmaðurinn og The Death of Slim Shady (Coup de Grâce) var valin besta hipp-hopp-platan. Beyonce, Janet Jackson og SZA komu allar við sögu á verðlaununum þó hin fyrstnefnda hafi ekki verið viðstödd.Getty Meðal annarra verðlaunahafa voru Becky G í latínó-tónlistarflokki, Gracie Abrams sem var valin besti nýi tónlistarmaðurinn, Post Malone sem besti karlkyns kántrítónlistarmaðurinn og svo voru Lady Gaga og Bruno Mars verðlaunuð fyrir besta samstarfið. Bruno var verðlaunaður sem besti karlkyns popparinn og Lady Gaga sem besti dans-/raftónlistarmaðurinn. Janet Jackson hlaut svokölluð íkon-verðlaun (e. Icon Award) sem eru veitt þeim sem hafa haft mikil áhrif á popptónlist nútímans og þá var hinn breski Rod Stewart verðlaunaður fyrir ævistarf sitt. Athygli vekur að Kendrick Lamar, sem hlaut tíu tilnefningar í átta flokkum, hlaut aðeins ein verðlaun en hann hefur verið fyrirferðamikill undanfarið ár vegna deilna við rapparann Drake, útgáfu plötunnar GNX og flutnings síns á Ofurskálinni. Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Jennifer Lopez var kynnir á Amerísku tónlistarverðlaununum (e. American Music Awards), sem eru gjarnan kölluð AMAs, í fyrsta sinn í áratug og byrjaði hún hátíðina á dansflutningi 23 vinsælustu laga síðasta árs. Opnunaratriði J-Lo á hátíðinni vakti mikla athygli og var hún hin glæsilegasta.Getty Eilish var óumdeildur sigurvegari hátíðarinnar og vann alla sjö flokkanna sem hún var tilnefnd í. Hún vann þar verðlaun sem tónlistarmaður ársins, besti tónleikaferðalagatónlistarmaður (e. best touring artist), besti kvenkyns popparinn, platan Hit Me Hard and Soft var valin bæði plata ársins og besta poppplatan og lagið „Birds of a Feather“ var valið lag ársins og besta popplagið. Eilish gat þó ekki verið viðstödd hátíðina vegna tónleikaferðalags síns. Kántrí-Beyonce, SZA, Eminem og ýmsir aðrir Beyonce, sem gat heldur ekki verið viðstödd hátíðina, fékk tvenn verðlaun sem besti kántrítónlistarmaðurinn og Cowboy Carter var valin besta kántríplatan. Beyonce var þar í fyrsta sinn verðlaunuð í kántríflokki hátíðarinnar en hún hefur áður fengið 11 verðlaun á hátíðinni í gegnum árin Tónlistarkonan SZA fékk verðlun sem besti kvenkyns R&B-tónlistarmaðurinn og lag hennar „Saturn“ var valið besta R&B-lagið. Eminem, sem eins og margir kollegar sínir var ekki viðstaddur hátíðina, var valinn besti hip-hop-tónlistarmaðurinn og The Death of Slim Shady (Coup de Grâce) var valin besta hipp-hopp-platan. Beyonce, Janet Jackson og SZA komu allar við sögu á verðlaununum þó hin fyrstnefnda hafi ekki verið viðstödd.Getty Meðal annarra verðlaunahafa voru Becky G í latínó-tónlistarflokki, Gracie Abrams sem var valin besti nýi tónlistarmaðurinn, Post Malone sem besti karlkyns kántrítónlistarmaðurinn og svo voru Lady Gaga og Bruno Mars verðlaunuð fyrir besta samstarfið. Bruno var verðlaunaður sem besti karlkyns popparinn og Lady Gaga sem besti dans-/raftónlistarmaðurinn. Janet Jackson hlaut svokölluð íkon-verðlaun (e. Icon Award) sem eru veitt þeim sem hafa haft mikil áhrif á popptónlist nútímans og þá var hinn breski Rod Stewart verðlaunaður fyrir ævistarf sitt. Athygli vekur að Kendrick Lamar, sem hlaut tíu tilnefningar í átta flokkum, hlaut aðeins ein verðlaun en hann hefur verið fyrirferðamikill undanfarið ár vegna deilna við rapparann Drake, útgáfu plötunnar GNX og flutnings síns á Ofurskálinni.
Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira