Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Auðun Georg Ólafsson skrifar 27. maí 2025 13:06 Lífsánægja barna hefur minnkað töluvert. Getty „Lífsánægja íslenskra ungmenna minnkaði um 6 prósent frá 2018 til 2022 sem eru þau ár sem skýrslan skoðar. Mælingin endurspeglar marga þætti eins og félagsleg tengsl, stuðning frá foreldrum, einelti og upplifun ungmenna á skólum. Niðurstöður gefa því góða vísbendingu um almenna líðan 15 ára ungmenna,“ segir Inger Erla Thomsen, sérfræðingur í málsvarastarfi UNICEF á Íslandi. Hún kynnti niðurstöður skýrslunnar Velferð barna í óútreiknanlegum heimi á málþingi í morgun sem haldið var í samstarfi við Menntavísindasvið HÍ og Heimili og skóla, landssamtaka foreldra. Inger Erla segir þetta í 19. skiptið sem rannsóknarmiðstöð UNICEF, barnahjálp Sameinuðu Þjóðanna, birtir skýrslu sem þessa þar sem líðan barna í mismunandi löndum er borin saman. Stóra niðurstaðan er sú að í mörgum efnameiri ríkjum heims hefur námsárangri, andlegri líðan og líkamlegri heilsu barna hrakað síðastliðin fimm ár. Börn á Íslandi standa vel í samanburði við börn annarra ríkja þegar kemur að líkamlegri heilsu, en síður varðandi andlega heilsu, námsárangur og félagsfærni. Af 36 tekjuháum ríkjum er Ísland í 22. sæti og neðst Norðurlandanna. Efst á listanum eru Holland, Danmörk og Frakkland. Inger Erla Thomsen, sérfræðingur í málsvarastarfi UNICEF á Íslandi Lækkun milli ára Í skýrslunni er fjallað um velferð barna og sjónum beint að þróun á líðan og grundvallarfærni barna á tímabili sem nær yfir helstu áhrif Covid-faraldursins. Borin eru saman lykilgögn frá árunum 2018 til 2022. Í skýrslunni kemur fram að tengsl barna við foreldra og fjölskyldu hefur mikil áhrif á líðan þeirra. Niðurstöður fyrir Ísland sýna lækkun milli ára á lífsánægju 15 ára ungmenna. Þá segist rúmlega fjórða hvert ungmenni tala sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína. „Við vekjum athygli á þessum niðurstöðum því um leið og við vitum að foreldrar vilja börnum sínum allt það besta, þá hafa orðið hraðar breytingar á samfélaginu sem skapa nýjar áskoranir í uppeldinu,“ segir Eva Bjarnadóttir, teymisstjóri innanlandsverkefna UNICEF á Íslandi sem stýrði pallborðsumræðum á málþinginu í dag. „Foreldrar upplifa oft mikið álag og það er ýmislegt í samfélagsgerð okkar sem styður ekki við samveru fjölskyldunnar. Við þurfum að vera gagnrýnni á það.“ Lífsánægja barna fer versnandi Í skýrslunni er bent á að framfarir í velferð barna í efnameiri ríkjum séu í aukinni hættu vegna hnattrænna atburða og áfalla, eins og af völdum loftslagsbreytinga. Varað er við því að veruleg hnignun í námsárangri hafi orðið í mörgum ríkjum og að lífsánægja barna hafi versnaði í flestum ríkjum með aðgengileg gögn. Japan er eina landið þar sem lífsánægja barna jókst milli mælinga. Í pallborðsumræðum á málþinginu í dag var lögð áhersla á að samskipti ungmenna við foreldra sína og félagsleg tengsl sé lykilþáttur í að tryggja góða líðan þeirra en að hraði samfélagsins í dag búi til nýjar áskoranir. Mikilvægt sé því að forgangsraða í þágu barna og auka samverustundir við börn og ungmenni, á þeirra forsendum. Í tilkynningu hvetur UNICEF á Íslandi stjórnvöld og samfélagið allt til að bregðast við þessum niðurstöðum og grípa til aðgerða sem styðja við velferð barna. Að fjölskyldur gefi sér tíma fyrir samveru og samtöl, og að stjórnvöld fjárfesti í stuðningi við foreldra og aukinni foreldrafærni, í samræmi við lög um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Skýrsluna Child Wellbeing in an Unpredictable World með niðurstöðum fyrir Ísland má nálgast hér. Börn og uppeldi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Hún kynnti niðurstöður skýrslunnar Velferð barna í óútreiknanlegum heimi á málþingi í morgun sem haldið var í samstarfi við Menntavísindasvið HÍ og Heimili og skóla, landssamtaka foreldra. Inger Erla segir þetta í 19. skiptið sem rannsóknarmiðstöð UNICEF, barnahjálp Sameinuðu Þjóðanna, birtir skýrslu sem þessa þar sem líðan barna í mismunandi löndum er borin saman. Stóra niðurstaðan er sú að í mörgum efnameiri ríkjum heims hefur námsárangri, andlegri líðan og líkamlegri heilsu barna hrakað síðastliðin fimm ár. Börn á Íslandi standa vel í samanburði við börn annarra ríkja þegar kemur að líkamlegri heilsu, en síður varðandi andlega heilsu, námsárangur og félagsfærni. Af 36 tekjuháum ríkjum er Ísland í 22. sæti og neðst Norðurlandanna. Efst á listanum eru Holland, Danmörk og Frakkland. Inger Erla Thomsen, sérfræðingur í málsvarastarfi UNICEF á Íslandi Lækkun milli ára Í skýrslunni er fjallað um velferð barna og sjónum beint að þróun á líðan og grundvallarfærni barna á tímabili sem nær yfir helstu áhrif Covid-faraldursins. Borin eru saman lykilgögn frá árunum 2018 til 2022. Í skýrslunni kemur fram að tengsl barna við foreldra og fjölskyldu hefur mikil áhrif á líðan þeirra. Niðurstöður fyrir Ísland sýna lækkun milli ára á lífsánægju 15 ára ungmenna. Þá segist rúmlega fjórða hvert ungmenni tala sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína. „Við vekjum athygli á þessum niðurstöðum því um leið og við vitum að foreldrar vilja börnum sínum allt það besta, þá hafa orðið hraðar breytingar á samfélaginu sem skapa nýjar áskoranir í uppeldinu,“ segir Eva Bjarnadóttir, teymisstjóri innanlandsverkefna UNICEF á Íslandi sem stýrði pallborðsumræðum á málþinginu í dag. „Foreldrar upplifa oft mikið álag og það er ýmislegt í samfélagsgerð okkar sem styður ekki við samveru fjölskyldunnar. Við þurfum að vera gagnrýnni á það.“ Lífsánægja barna fer versnandi Í skýrslunni er bent á að framfarir í velferð barna í efnameiri ríkjum séu í aukinni hættu vegna hnattrænna atburða og áfalla, eins og af völdum loftslagsbreytinga. Varað er við því að veruleg hnignun í námsárangri hafi orðið í mörgum ríkjum og að lífsánægja barna hafi versnaði í flestum ríkjum með aðgengileg gögn. Japan er eina landið þar sem lífsánægja barna jókst milli mælinga. Í pallborðsumræðum á málþinginu í dag var lögð áhersla á að samskipti ungmenna við foreldra sína og félagsleg tengsl sé lykilþáttur í að tryggja góða líðan þeirra en að hraði samfélagsins í dag búi til nýjar áskoranir. Mikilvægt sé því að forgangsraða í þágu barna og auka samverustundir við börn og ungmenni, á þeirra forsendum. Í tilkynningu hvetur UNICEF á Íslandi stjórnvöld og samfélagið allt til að bregðast við þessum niðurstöðum og grípa til aðgerða sem styðja við velferð barna. Að fjölskyldur gefi sér tíma fyrir samveru og samtöl, og að stjórnvöld fjárfesti í stuðningi við foreldra og aukinni foreldrafærni, í samræmi við lög um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Skýrsluna Child Wellbeing in an Unpredictable World með niðurstöðum fyrir Ísland má nálgast hér.
Börn og uppeldi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira