Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson, Breki Karlsson, Halla Gunnarsdóttir og Ólafur Stephensen skrifa 27. maí 2025 14:02 Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin, SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu og VR skora á Alþingi að samþykkja lagafrumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra, sem kveður á um að breytingar á búvörulögum, er gerðar voru í mars í fyrra, verði felldar úr gildi. Samtökin birtu 21. mars í fyrra sameiginlega yfirlýsingu, þar sem varað var eindregið við samþykkt lagafrumvarps þáverandi matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum. Frumvarpinu hafði verið gjörbreytt í meðförum atvinnuveganefndar, þannig að það veitti afurðastöðvum í kjötiðnaði víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum og eftirliti samkeppnisyfirvalda. Í yfirlýsingu samtakanna sagði meðal annars: „Samtökin taka undir mat Samkeppniseftirlitsins á áhrifum hins nýja frumvarps. Að mati samtakanna felur það m.a. í sér: Kjötafurðastöðvum verður heimilt að sameinast án takmarkana. Þessi heimild var ekki í upphaflegu frumvarpi og engin dæmi eru slíks í nágrannalöndunum. Afurðastöðvum verður heimilað að hafa með sér hvers konar samráð um verkaskiptingu, verðlagningu eða aðra þætti starfseminnar, sem væri ólögmætt og refsivert í öðrum atvinnugreinum. Undanþágan tekur ekki lengur eingöngu til afurðastöðva undir stjórn bænda eins og dæmi eru um í nágrannalöndunum. Stórfyrirtækjum, sem ekki eru í eigu eða undir stjórn bænda, er veitt víðtæk undanþága frá samkeppnislögum. Undanþágurnar taka til kjötafurðastöðva í öllum búgreinum, án tillits til stöðu þeirra. Framlagning hins upphaflega frumvarps var réttlætt með erfiðri stöðu í sláturiðnaði, einkum sauðfjár- og stórgripaslátrun. Nú er ekkert því til fyrirstöðu að afurðastöðvar í öllum búgreinum sameinist, þess vegna í eina, eða hafi með sér samkeppnishamlandi samstarf. Engar hömlur eru á að afurðastöðvar fyrirtækja sem hafa skilað ágætri afkomu, t.d. Matfugls og Ali, Stjörnugríss, Kaupfélags Skagfirðinga og Sláturfélags Suðurlands, ásamt öðrum fyrirtækjum sameinist í eitt einokunarfélag, með svipuðum hætti og gerðist í mjólkuriðnaðinum er honum var veitt undanþága frá samkeppnislögum. Munurinn er þó sá að varnir neytenda eru engar og sameinaðar afurðastöðvar ráða verðlagningu sinni alfarið sjálfar, án aðhalds samkeppninnar eða opinberra verðlagsákvarðana. Ákvæði um eftirlit Samkeppniseftirlitsins og eftir atvikum bann við óheimilum samningum eða ákvörðunum framleiðenda, sem voru í upphaflegu frumvarpi, eru felld niður. Ný ákvæði um aðhald samkeppnisyfirvalda eru veik og illa útfærð.“ Illa unnin löggjöf Frumvarpið, með breytingartillögum meirihluta atvinnuveganefndar, varð að lögum og illu heilli á allt ofangreint við um þá löggjöf. Raunar hefur komið enn betur í ljós hversu illa hún var unnin og undirbúin og hversu mjög skorti á mat á mögulegum áhrifum hennar í meðförum Alþingis. Fulltrúar þriggja stjórnmálaflokka af fjórum, sem studdu lagabreytinguna, hafa lýst því yfir að þeir hafi ekki séð áhrif hennar að fullu fyrir og að gengið hafi verið of langt. Yfirgnæfandi líkur eru á því að fái lögin að standa, muni þau leiða af sér minni samkeppni og hærra verð á kjötafurðum. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Innness gegn íslenska ríkinu, sem féll í nóvember, frestaði áhrifum laganna um sinn, en þar var tekist á um hvort löggjöfin væri í samræmi við ákvæði 44. greinar stjórnarskrárinnar um meðferð lagafrumvarpa. Eftir dóm Hæstaréttar síðastliðinn miðvikudag, þar sem dómarar komust að þeirri niðurstöðu að vinnubrögð Alþingis hefðu ekki farið í bága við stjórnarskrána, er hins vegar ekkert því til fyrirstöðu, að óbreyttri löggjöf, að stjórnendur afurðastöðva gangi til verks við sameiningar og samstarf, t.d. um verðlagningu, skiptingu markaða eða tilboð í tollkvóta, án þess að samkeppnisyfirvöld fái þar rönd við reist. Að mati samtakanna skaðar slíkt hagsmuni neytenda og launafólks, ekki síður en hagsmuni fyrirtækja sem keppa við afurðastöðvarnar, t.d. í innflutningi á kjötvörum, eða eiga við þær viðskipti. Miklu skiptir að Alþingi bregðist við og samþykki frumvarp atvinnuvegaráðherra. Rangfærslur um lagabreytinguna Í máli stuðningsmanna samkeppnisundanþáganna hafa komið fram rangfærslur, sem að mati samtakanna er brýnt að leiðrétta. Gefið hefur verið til kynna að möguleikar samkeppnisyfirvalda til eftirlits með háttsemi afurðastöðva í kjötiðnaði hafi ekki verið skertir. Hið rétta er að eftir lagabreytinguna snúa heimildirnar aðeins að því hvort afurðastöðvarnar hafi misbeitt markaðsráðandi stöðu eða uppfyllt tiltekin skilyrði sem m.a. snúa að söfnun afurða, viðskiptakjörum og færslu viðskipta bænda til annarra. Engar heimildir standa eftir fyrir samkeppnisyfirvöld til að fylgjast með hegðan þeirra í samstarfi sín á milli og ekki einu sinni með því hvort samstarfið grundvallist á því lögfesta markmiði að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Sumir hafa haldið því fram að lagabreytingin hafi verið eðlilegt viðbragð í ljósi þess að bændur og afurðastöðvar hafi staðið frammi fyrir aukinni samkeppni vegna innflutnings landbúnaðarvara erlendis frá. Í því samhengi er vísað til landbúnaðarstefnu til ársins 2040 og skýrslu starfshóps með nafnið Ræktum Ísland! Hið rétta er að hvorki í landbúnaðarstefnunni né skýrslunni er lagt upp með þá breytingu sem varð á búvörulögum. Í stefnunni og skýrslunni er lagt upp með að skapa svigrúm til hagræðingar til samræmis við nágrannalöndin. Í skýrslunni er m.a. fjallað um stöðu afurðastöðva m.t.t. ákvæða samkeppnislaga og velt upp möguleikum til aukins samstarfs þeirra á milli. Þá segir: „Á þennan hátt má skapa svigrúm afurðastöðva og vinnslustöðva til hagræðingar komi til lækkunar tolla á innfluttar landbúnaðarafurðir.“ Hafa ber í huga að tollar sem lagðir eru á innflutning landbúnaðarvara hafa ekki lækkað frá því skýrslan kom út. Við það má bæta að afurðastöðvarnar, sem fengu samkeppnisundanþáguna, eiga sjálfar drjúgan hlut í innflutningi kjötvara til landsins. Því hefur verið borið við að undanþágur búvörulaga, sem samþykktar voru í fyrra, séu í samræmi við það sem tíðkast í öðrum ríkjum, þ. á m. Noregi og ESB. Það er rangt og nægir í því efni að vísa áhugasömum á að kynna sér skýrslu Lagastofnunar Íslands frá 22. október 2020 með heitið Skýrsla um undanþágur frá samkeppnisreglum er varða samstarf milli búvöruframleiðenda í ljósi EES-/ESB-réttar. Af þeirri umfjöllun leiðir einmitt að hér á landi var gengið mun lengra en annars staðar við lagabreytinguna í fyrra. Afurðastöðvar eru ekki bændur Til viðbótar hefur verið klifað á því að hagsmunir bænda og neytenda fari alfarið saman við hagsmuni afurðastöðva í kjötiðnaði. Hefur í reynd verið talað á þeim nótum að afurðastöðvar séu bændur. Það er alveg ljóst að svo er ekki, a.m.k. ef tekið er mið af viðmiðum annarra landa, þ. á m. Noregs og ESB. Það var einmitt ástæðan fyrir því að upphaflega lagði þáverandi matvælaráðherra upp með að undanþáguákvæði frumvarps til breytingalaganna næðu til bænda og samtaka þeirra en ekki afurðastöðva í eigu annarra. Til grundvallar lá m.a. sá vilji að efla afl bænda í viðskiptum þeirra við afurðastöðvarnar þannig að þeir hefðu rúmar heimildir til að standa að baki eigin afurðastöðvum ef þeim líkuðu ekki afarkjör afurðastöðva í eigu annarra. Þessu var snúið á haus og niðurstaðan getur hæglega orðið sú að afurðastöðvar geta sameinast um að ná markaðnum til sín og á grundvelli þess samstarfs gert bændum erfitt um vik. Í því samhengi er rétt að hafa í huga að Samkeppniseftirlitið fékk enga heimild til að ganga úr skugga um að samstarfið stefni í raun að því halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Tryggjum almannahagsmuni VR, SVÞ, Neytendasamtökin og FA ítreka mikilvægi þess, jafnt fyrir neytendur og fyrirtæki á matvælamarkaði, að spilað sé eftir leikreglum samkeppnislaganna, sem sett voru til að tryggja mikilvæga almannahagsmuni og á ekki að víkja til hliðar nema í algjörri neyð. Ákvæði samkeppnislaga veita launafólki, fyrirtækjum, bændum og neytendum vörn. Stjórnvöld eiga heldur að treysta þá vörn en veikja. Samtökin skora á þingmenn að gæta almannahagsmuna með því að samþykkja það frumvarp atvinnuvegaráðherra sem liggur fyrir þinginu. Benedikt er framkvæmdastjóri SVÞ. Breki er formaður Neytendasamtakanna. Halla er formaður VR. Ólafur er framkvæmdastjóri FA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt S. Benediktsson Breki Karlsson Halla Gunnarsdóttir Ólafur Stephensen Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Neytendur Alþingi Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin, SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu og VR skora á Alþingi að samþykkja lagafrumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra, sem kveður á um að breytingar á búvörulögum, er gerðar voru í mars í fyrra, verði felldar úr gildi. Samtökin birtu 21. mars í fyrra sameiginlega yfirlýsingu, þar sem varað var eindregið við samþykkt lagafrumvarps þáverandi matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum. Frumvarpinu hafði verið gjörbreytt í meðförum atvinnuveganefndar, þannig að það veitti afurðastöðvum í kjötiðnaði víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum og eftirliti samkeppnisyfirvalda. Í yfirlýsingu samtakanna sagði meðal annars: „Samtökin taka undir mat Samkeppniseftirlitsins á áhrifum hins nýja frumvarps. Að mati samtakanna felur það m.a. í sér: Kjötafurðastöðvum verður heimilt að sameinast án takmarkana. Þessi heimild var ekki í upphaflegu frumvarpi og engin dæmi eru slíks í nágrannalöndunum. Afurðastöðvum verður heimilað að hafa með sér hvers konar samráð um verkaskiptingu, verðlagningu eða aðra þætti starfseminnar, sem væri ólögmætt og refsivert í öðrum atvinnugreinum. Undanþágan tekur ekki lengur eingöngu til afurðastöðva undir stjórn bænda eins og dæmi eru um í nágrannalöndunum. Stórfyrirtækjum, sem ekki eru í eigu eða undir stjórn bænda, er veitt víðtæk undanþága frá samkeppnislögum. Undanþágurnar taka til kjötafurðastöðva í öllum búgreinum, án tillits til stöðu þeirra. Framlagning hins upphaflega frumvarps var réttlætt með erfiðri stöðu í sláturiðnaði, einkum sauðfjár- og stórgripaslátrun. Nú er ekkert því til fyrirstöðu að afurðastöðvar í öllum búgreinum sameinist, þess vegna í eina, eða hafi með sér samkeppnishamlandi samstarf. Engar hömlur eru á að afurðastöðvar fyrirtækja sem hafa skilað ágætri afkomu, t.d. Matfugls og Ali, Stjörnugríss, Kaupfélags Skagfirðinga og Sláturfélags Suðurlands, ásamt öðrum fyrirtækjum sameinist í eitt einokunarfélag, með svipuðum hætti og gerðist í mjólkuriðnaðinum er honum var veitt undanþága frá samkeppnislögum. Munurinn er þó sá að varnir neytenda eru engar og sameinaðar afurðastöðvar ráða verðlagningu sinni alfarið sjálfar, án aðhalds samkeppninnar eða opinberra verðlagsákvarðana. Ákvæði um eftirlit Samkeppniseftirlitsins og eftir atvikum bann við óheimilum samningum eða ákvörðunum framleiðenda, sem voru í upphaflegu frumvarpi, eru felld niður. Ný ákvæði um aðhald samkeppnisyfirvalda eru veik og illa útfærð.“ Illa unnin löggjöf Frumvarpið, með breytingartillögum meirihluta atvinnuveganefndar, varð að lögum og illu heilli á allt ofangreint við um þá löggjöf. Raunar hefur komið enn betur í ljós hversu illa hún var unnin og undirbúin og hversu mjög skorti á mat á mögulegum áhrifum hennar í meðförum Alþingis. Fulltrúar þriggja stjórnmálaflokka af fjórum, sem studdu lagabreytinguna, hafa lýst því yfir að þeir hafi ekki séð áhrif hennar að fullu fyrir og að gengið hafi verið of langt. Yfirgnæfandi líkur eru á því að fái lögin að standa, muni þau leiða af sér minni samkeppni og hærra verð á kjötafurðum. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Innness gegn íslenska ríkinu, sem féll í nóvember, frestaði áhrifum laganna um sinn, en þar var tekist á um hvort löggjöfin væri í samræmi við ákvæði 44. greinar stjórnarskrárinnar um meðferð lagafrumvarpa. Eftir dóm Hæstaréttar síðastliðinn miðvikudag, þar sem dómarar komust að þeirri niðurstöðu að vinnubrögð Alþingis hefðu ekki farið í bága við stjórnarskrána, er hins vegar ekkert því til fyrirstöðu, að óbreyttri löggjöf, að stjórnendur afurðastöðva gangi til verks við sameiningar og samstarf, t.d. um verðlagningu, skiptingu markaða eða tilboð í tollkvóta, án þess að samkeppnisyfirvöld fái þar rönd við reist. Að mati samtakanna skaðar slíkt hagsmuni neytenda og launafólks, ekki síður en hagsmuni fyrirtækja sem keppa við afurðastöðvarnar, t.d. í innflutningi á kjötvörum, eða eiga við þær viðskipti. Miklu skiptir að Alþingi bregðist við og samþykki frumvarp atvinnuvegaráðherra. Rangfærslur um lagabreytinguna Í máli stuðningsmanna samkeppnisundanþáganna hafa komið fram rangfærslur, sem að mati samtakanna er brýnt að leiðrétta. Gefið hefur verið til kynna að möguleikar samkeppnisyfirvalda til eftirlits með háttsemi afurðastöðva í kjötiðnaði hafi ekki verið skertir. Hið rétta er að eftir lagabreytinguna snúa heimildirnar aðeins að því hvort afurðastöðvarnar hafi misbeitt markaðsráðandi stöðu eða uppfyllt tiltekin skilyrði sem m.a. snúa að söfnun afurða, viðskiptakjörum og færslu viðskipta bænda til annarra. Engar heimildir standa eftir fyrir samkeppnisyfirvöld til að fylgjast með hegðan þeirra í samstarfi sín á milli og ekki einu sinni með því hvort samstarfið grundvallist á því lögfesta markmiði að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Sumir hafa haldið því fram að lagabreytingin hafi verið eðlilegt viðbragð í ljósi þess að bændur og afurðastöðvar hafi staðið frammi fyrir aukinni samkeppni vegna innflutnings landbúnaðarvara erlendis frá. Í því samhengi er vísað til landbúnaðarstefnu til ársins 2040 og skýrslu starfshóps með nafnið Ræktum Ísland! Hið rétta er að hvorki í landbúnaðarstefnunni né skýrslunni er lagt upp með þá breytingu sem varð á búvörulögum. Í stefnunni og skýrslunni er lagt upp með að skapa svigrúm til hagræðingar til samræmis við nágrannalöndin. Í skýrslunni er m.a. fjallað um stöðu afurðastöðva m.t.t. ákvæða samkeppnislaga og velt upp möguleikum til aukins samstarfs þeirra á milli. Þá segir: „Á þennan hátt má skapa svigrúm afurðastöðva og vinnslustöðva til hagræðingar komi til lækkunar tolla á innfluttar landbúnaðarafurðir.“ Hafa ber í huga að tollar sem lagðir eru á innflutning landbúnaðarvara hafa ekki lækkað frá því skýrslan kom út. Við það má bæta að afurðastöðvarnar, sem fengu samkeppnisundanþáguna, eiga sjálfar drjúgan hlut í innflutningi kjötvara til landsins. Því hefur verið borið við að undanþágur búvörulaga, sem samþykktar voru í fyrra, séu í samræmi við það sem tíðkast í öðrum ríkjum, þ. á m. Noregi og ESB. Það er rangt og nægir í því efni að vísa áhugasömum á að kynna sér skýrslu Lagastofnunar Íslands frá 22. október 2020 með heitið Skýrsla um undanþágur frá samkeppnisreglum er varða samstarf milli búvöruframleiðenda í ljósi EES-/ESB-réttar. Af þeirri umfjöllun leiðir einmitt að hér á landi var gengið mun lengra en annars staðar við lagabreytinguna í fyrra. Afurðastöðvar eru ekki bændur Til viðbótar hefur verið klifað á því að hagsmunir bænda og neytenda fari alfarið saman við hagsmuni afurðastöðva í kjötiðnaði. Hefur í reynd verið talað á þeim nótum að afurðastöðvar séu bændur. Það er alveg ljóst að svo er ekki, a.m.k. ef tekið er mið af viðmiðum annarra landa, þ. á m. Noregs og ESB. Það var einmitt ástæðan fyrir því að upphaflega lagði þáverandi matvælaráðherra upp með að undanþáguákvæði frumvarps til breytingalaganna næðu til bænda og samtaka þeirra en ekki afurðastöðva í eigu annarra. Til grundvallar lá m.a. sá vilji að efla afl bænda í viðskiptum þeirra við afurðastöðvarnar þannig að þeir hefðu rúmar heimildir til að standa að baki eigin afurðastöðvum ef þeim líkuðu ekki afarkjör afurðastöðva í eigu annarra. Þessu var snúið á haus og niðurstaðan getur hæglega orðið sú að afurðastöðvar geta sameinast um að ná markaðnum til sín og á grundvelli þess samstarfs gert bændum erfitt um vik. Í því samhengi er rétt að hafa í huga að Samkeppniseftirlitið fékk enga heimild til að ganga úr skugga um að samstarfið stefni í raun að því halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Tryggjum almannahagsmuni VR, SVÞ, Neytendasamtökin og FA ítreka mikilvægi þess, jafnt fyrir neytendur og fyrirtæki á matvælamarkaði, að spilað sé eftir leikreglum samkeppnislaganna, sem sett voru til að tryggja mikilvæga almannahagsmuni og á ekki að víkja til hliðar nema í algjörri neyð. Ákvæði samkeppnislaga veita launafólki, fyrirtækjum, bændum og neytendum vörn. Stjórnvöld eiga heldur að treysta þá vörn en veikja. Samtökin skora á þingmenn að gæta almannahagsmuna með því að samþykkja það frumvarp atvinnuvegaráðherra sem liggur fyrir þinginu. Benedikt er framkvæmdastjóri SVÞ. Breki er formaður Neytendasamtakanna. Halla er formaður VR. Ólafur er framkvæmdastjóri FA.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar