Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar 28. maí 2025 08:02 Í heimi þar sem gervigreind getur skrifað texta og jafnvel heilar ritgerðir á nokkrum sekúndum gætu margir haldið að draga mætti úr vægi ritunarkennslu. En þrátt fyrir þessar miklu tækniframfarir, eða kannski einmitt vegna þeirra, hefur ritunarkennsla aldrei verið mikilvægari fyrir íslenska nemendur! Vísbendingar eru um að styrkja mætti markvissa kennslu og mat á framförum í ritun í skólum landsins enda hafa kennarar lengi staðið frammi fyrir þeirri áskorun að kennsluefni og verkfæri til stuðnings ritunarkennslu hafa verið af skornum skammti. Sem fyrsta svar við þeirri brýnu þörf hefur Miðstöð menntunar og skólaþjónustu nú gefið út Ritunarramman, heildstæðan matsramma í ritun sem veitir kennurum trausta undirstöðu fyrir markvissa ritunarkennslu á öllum stigum grunnskólans. Hjálpar ekki bara til við ritunarkennslu Undanfarin ár hefur dalandi lesskilningur íslenskra ungmenna valdið mörgum áhyggjum. Það sem kannski færri vita er að ritun og lestur ganga hönd í hönd og rannsóknir sýna að þegar við eflum ritunarfærni nemenda, eykst lesskilningur þeirra um leið. En það er ekki eingöngu lesskilningurinn sem vex með aukinni ritunarhæfni heldur þjálfum við hugsun og rökhugsun samhliða. Við þurfum að skipuleggja efnið sem við ætlum að skrifa um, móta hugmyndir okkar og setja þær fram á skýran hátt. Ferlinu má líkja við líkamsrækt fyrir heilann. Þjálfun sem eflir getu okkar til að hugsa skýrt, greina flóknar upplýsingar og taka ákvarðanir. Umræða um skort á gagnrýninni hugsun hjá ungmennum kemur reglulega upp, ekki síst í kjölfar birtinga á niðurstöðum PISA könnunarinnar. Ritunarramminn tekur mið af þremur gerðum texta og þar á meðal rökfærslutexta. Þegar nemendur læra að færa rök fyrir skoðunum sínum í texta, læra þeir um leið að vega og meta upplýsingar, greina málin frá ólíkum sjónarhornum og koma auga á veikleika í röksemdafærslu. Allt er þetta færni sem nýtist í daglegu lífi. Við þurfum sífellt að tjá okkur skriflega, hvort sem það er í tölvupóstum, umsóknum eða jafnvel skilaboðum á samfélagsmiðlum. Góð ritunarfærni opnar dyr, bæði í námi og starfi. Rannsóknir sýna að atvinnurekendur meta ritunarfærni starfsmanna sinna mikils og að hún geti jafnvel ráðið úrslitum um hver fær starfið eða stöðuhækkunina. Þróaður í samstarfi við kennara Við gerð Ritunarrammans var horft til erlendra matsramma og þess hvað fræðin segja um kennslu og mat á ritun. Mikilvægast af öllu var þó samstarfið við 86 kennara víðs vegar að af landinu þar sem þeir prófuðu frumútgáfu rammans í raunverulegum kennsluaðstæðum og gáfu höfundum mikilvæga endurgjöf í kjölfarið. Margir töluðu um hversu mikil vöntun væri á leiðbeiningum og kennslugögnum til stuðnings ritunarkennslu og voru á einu máli um að Ritunarramminn og fræðslan tengd honum svöruðu því kalli vel og kæmi vel til móts við raunverulegar þarfir í skólastarfinu. Nú í kjölfarið á útgáfu Ritunarrammans býður Miðstöð menntunar og skólaþjónustu upp á starfsþróunartilboð fyrir kennara. Reynslan sýnir að útgáfa sem þessi er einungis fyrsta skrefið og ávinningurinn verður fyrst raunverulegur þegar kennarar ná að nýta verkfærið til fulls í sinni kennslu. Með starfsþróunartilboðunum viljum við tryggja að kennarar fái þann stuðning sem þeir þurfa til að nýta rammann að fullu og efla þannig bæði nemendur sína og eigin fagmennsku. Fyrstu starfsþróunarnámskeiðin verða auglýst á næstu vikum og eru þau opin öllum kennurum sem áhuga hafa. Nánari upplýsingar verður hægt að finna á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Höfundur er læsisfræðingur og annar höfundur Ritunarrammans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í heimi þar sem gervigreind getur skrifað texta og jafnvel heilar ritgerðir á nokkrum sekúndum gætu margir haldið að draga mætti úr vægi ritunarkennslu. En þrátt fyrir þessar miklu tækniframfarir, eða kannski einmitt vegna þeirra, hefur ritunarkennsla aldrei verið mikilvægari fyrir íslenska nemendur! Vísbendingar eru um að styrkja mætti markvissa kennslu og mat á framförum í ritun í skólum landsins enda hafa kennarar lengi staðið frammi fyrir þeirri áskorun að kennsluefni og verkfæri til stuðnings ritunarkennslu hafa verið af skornum skammti. Sem fyrsta svar við þeirri brýnu þörf hefur Miðstöð menntunar og skólaþjónustu nú gefið út Ritunarramman, heildstæðan matsramma í ritun sem veitir kennurum trausta undirstöðu fyrir markvissa ritunarkennslu á öllum stigum grunnskólans. Hjálpar ekki bara til við ritunarkennslu Undanfarin ár hefur dalandi lesskilningur íslenskra ungmenna valdið mörgum áhyggjum. Það sem kannski færri vita er að ritun og lestur ganga hönd í hönd og rannsóknir sýna að þegar við eflum ritunarfærni nemenda, eykst lesskilningur þeirra um leið. En það er ekki eingöngu lesskilningurinn sem vex með aukinni ritunarhæfni heldur þjálfum við hugsun og rökhugsun samhliða. Við þurfum að skipuleggja efnið sem við ætlum að skrifa um, móta hugmyndir okkar og setja þær fram á skýran hátt. Ferlinu má líkja við líkamsrækt fyrir heilann. Þjálfun sem eflir getu okkar til að hugsa skýrt, greina flóknar upplýsingar og taka ákvarðanir. Umræða um skort á gagnrýninni hugsun hjá ungmennum kemur reglulega upp, ekki síst í kjölfar birtinga á niðurstöðum PISA könnunarinnar. Ritunarramminn tekur mið af þremur gerðum texta og þar á meðal rökfærslutexta. Þegar nemendur læra að færa rök fyrir skoðunum sínum í texta, læra þeir um leið að vega og meta upplýsingar, greina málin frá ólíkum sjónarhornum og koma auga á veikleika í röksemdafærslu. Allt er þetta færni sem nýtist í daglegu lífi. Við þurfum sífellt að tjá okkur skriflega, hvort sem það er í tölvupóstum, umsóknum eða jafnvel skilaboðum á samfélagsmiðlum. Góð ritunarfærni opnar dyr, bæði í námi og starfi. Rannsóknir sýna að atvinnurekendur meta ritunarfærni starfsmanna sinna mikils og að hún geti jafnvel ráðið úrslitum um hver fær starfið eða stöðuhækkunina. Þróaður í samstarfi við kennara Við gerð Ritunarrammans var horft til erlendra matsramma og þess hvað fræðin segja um kennslu og mat á ritun. Mikilvægast af öllu var þó samstarfið við 86 kennara víðs vegar að af landinu þar sem þeir prófuðu frumútgáfu rammans í raunverulegum kennsluaðstæðum og gáfu höfundum mikilvæga endurgjöf í kjölfarið. Margir töluðu um hversu mikil vöntun væri á leiðbeiningum og kennslugögnum til stuðnings ritunarkennslu og voru á einu máli um að Ritunarramminn og fræðslan tengd honum svöruðu því kalli vel og kæmi vel til móts við raunverulegar þarfir í skólastarfinu. Nú í kjölfarið á útgáfu Ritunarrammans býður Miðstöð menntunar og skólaþjónustu upp á starfsþróunartilboð fyrir kennara. Reynslan sýnir að útgáfa sem þessi er einungis fyrsta skrefið og ávinningurinn verður fyrst raunverulegur þegar kennarar ná að nýta verkfærið til fulls í sinni kennslu. Með starfsþróunartilboðunum viljum við tryggja að kennarar fái þann stuðning sem þeir þurfa til að nýta rammann að fullu og efla þannig bæði nemendur sína og eigin fagmennsku. Fyrstu starfsþróunarnámskeiðin verða auglýst á næstu vikum og eru þau opin öllum kennurum sem áhuga hafa. Nánari upplýsingar verður hægt að finna á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Höfundur er læsisfræðingur og annar höfundur Ritunarrammans.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun