Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2025 15:55 Rúmlega fimmtíu manns voru flutt á sjúkrahús eftir að maður ók inn í þvögu fólks í Liverpool í gær. AP/Jon Super Maðurinn sem sakaður er um að hafa ekið inn í þvögu fólks í Liverpool í Englandi í gær, hefur verið formlega handtekinn. Hann er sakaður um morðtilraun og fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Rúmlega fimmtíu manns voru flutt á sjúkrahús eftir atvikið í gær en ellefu eru þar enn. Enginn er þó í lífshættu, samkvæmt lögreglu. Ekki er litið á atvikið sem hryðjuverk. Maðurinn, sem er 53 ára gamall og frá West Derby í Liverpool, er í haldi lögreglu og hefur hann verið yfirheyrður í dag, samkvæmt frétt Sky News. Meðal annars er verið að reyna að finna svör við því af hverju hann ók inn á lokað svæði og á allt fólkið. Eins og áður segir er talið að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna þegar hann ók inn á lokað svæði þar sem stuðningsmenn fótboltafélags Liverpool voru að fagna titli liðsins. Maðurinn er talinn hafa ekið á eftir sjúkrabíl sem sendur var á vettvang vegna hjartaáfalls og þannig hafi hann komist fram hjá vegatálmum kringum hátíðarsvæðið. Maðurinn hefur ekki verið ákærður en lögreglan hefur til hádegis á morgun að ákæra hann eða sleppa honum úr haldi. "We have arrested a 53-year-old man on suspicion of attempted murder."Police say the man was held after a car hit crowds at Liverpool’s title parade. He remains in custody on suspicion of attempted murder and drug driving.https://t.co/Y445YQ2pGQ📺 Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/LNzEkzNQkn— Sky News (@SkyNews) May 27, 2025 Myndefni af atvikinu fór fljótt í dreifingu á samfélagsmiðlum og samhliða því hóst mikil umræða um ökumann bílsins, hver hann væri og hvað honum hefði gengið til. Mörg ósannindi hafa verið í dreifingu. Þess vegna drifu forsvarsmenn lögreglunnar út upplýsingar um að maðurinn væri 53 ára gamall, hann væri hvítur og hann væri frá Liverpool. Þá var fljótt haldinn blaðamannafundur þar sem lögreglan sagði að ekki væri um hryðjuverk að ræða. Bretland England Erlend sakamál Tengdar fréttir Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Forstjóri Liverpool, Billy Hogan, ávarpaði stuðningsmenn félagsins í morgun, eftir að bíl var ekið inn í skrúðgöngu í borginni í gærkvöldi. 27. maí 2025 12:45 Niðurbrotinn Klopp í sjokki Jurgen Klopp, fyrrverandi þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, segist í færslu á samfélagsmiðlum núna í morgun vera í sjokki og niðurbrotinn vegna atburðarins í Liverpoolborg í gær þar sem að maður ók bíl sínum á hóp fólks sem var að fagna Englandmeistaratitli Liverpool. 27. maí 2025 11:21 Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Fjögur börn voru í hópi þeirra sem slösuðust þegar bíl var ekið á hóp fólks í Liverpool í kvöld. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Einn hefur verið handtekinn og lögregla telur hann hafa verið einan að verki. 26. maí 2025 22:07 „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Rúmlega fimmtíu manns voru flutt á sjúkrahús eftir atvikið í gær en ellefu eru þar enn. Enginn er þó í lífshættu, samkvæmt lögreglu. Ekki er litið á atvikið sem hryðjuverk. Maðurinn, sem er 53 ára gamall og frá West Derby í Liverpool, er í haldi lögreglu og hefur hann verið yfirheyrður í dag, samkvæmt frétt Sky News. Meðal annars er verið að reyna að finna svör við því af hverju hann ók inn á lokað svæði og á allt fólkið. Eins og áður segir er talið að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna þegar hann ók inn á lokað svæði þar sem stuðningsmenn fótboltafélags Liverpool voru að fagna titli liðsins. Maðurinn er talinn hafa ekið á eftir sjúkrabíl sem sendur var á vettvang vegna hjartaáfalls og þannig hafi hann komist fram hjá vegatálmum kringum hátíðarsvæðið. Maðurinn hefur ekki verið ákærður en lögreglan hefur til hádegis á morgun að ákæra hann eða sleppa honum úr haldi. "We have arrested a 53-year-old man on suspicion of attempted murder."Police say the man was held after a car hit crowds at Liverpool’s title parade. He remains in custody on suspicion of attempted murder and drug driving.https://t.co/Y445YQ2pGQ📺 Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/LNzEkzNQkn— Sky News (@SkyNews) May 27, 2025 Myndefni af atvikinu fór fljótt í dreifingu á samfélagsmiðlum og samhliða því hóst mikil umræða um ökumann bílsins, hver hann væri og hvað honum hefði gengið til. Mörg ósannindi hafa verið í dreifingu. Þess vegna drifu forsvarsmenn lögreglunnar út upplýsingar um að maðurinn væri 53 ára gamall, hann væri hvítur og hann væri frá Liverpool. Þá var fljótt haldinn blaðamannafundur þar sem lögreglan sagði að ekki væri um hryðjuverk að ræða.
Bretland England Erlend sakamál Tengdar fréttir Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Forstjóri Liverpool, Billy Hogan, ávarpaði stuðningsmenn félagsins í morgun, eftir að bíl var ekið inn í skrúðgöngu í borginni í gærkvöldi. 27. maí 2025 12:45 Niðurbrotinn Klopp í sjokki Jurgen Klopp, fyrrverandi þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, segist í færslu á samfélagsmiðlum núna í morgun vera í sjokki og niðurbrotinn vegna atburðarins í Liverpoolborg í gær þar sem að maður ók bíl sínum á hóp fólks sem var að fagna Englandmeistaratitli Liverpool. 27. maí 2025 11:21 Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Fjögur börn voru í hópi þeirra sem slösuðust þegar bíl var ekið á hóp fólks í Liverpool í kvöld. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Einn hefur verið handtekinn og lögregla telur hann hafa verið einan að verki. 26. maí 2025 22:07 „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Forstjóri Liverpool, Billy Hogan, ávarpaði stuðningsmenn félagsins í morgun, eftir að bíl var ekið inn í skrúðgöngu í borginni í gærkvöldi. 27. maí 2025 12:45
Niðurbrotinn Klopp í sjokki Jurgen Klopp, fyrrverandi þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, segist í færslu á samfélagsmiðlum núna í morgun vera í sjokki og niðurbrotinn vegna atburðarins í Liverpoolborg í gær þar sem að maður ók bíl sínum á hóp fólks sem var að fagna Englandmeistaratitli Liverpool. 27. maí 2025 11:21
Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Fjögur börn voru í hópi þeirra sem slösuðust þegar bíl var ekið á hóp fólks í Liverpool í kvöld. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Einn hefur verið handtekinn og lögregla telur hann hafa verið einan að verki. 26. maí 2025 22:07
„Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46