Þetta kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins og þar er vísað í minnisblað sem utanríkisráðherrann Marco Rubio sendi öllum sendiherrum Bandaríkjanna. Þar er tekið fram að ekki verði tekið við fleiri slíkum beiðnum uns nánari fyrirmæli liggi fyrir.
Þessi ákvörðun stjórnvalda kemur á sama tíma og ríkisstjórn Donalds Trump á í hörðum deilum við háskóla þar í landi sem Trump sakar um að vera of vinstrisinnaða. Hann fullyrðir einnig að í sumum skólum á borð við Harvard hafi gyðingahatri verið leyft að grassera.
Í minnisblaðinu er tekið fram að þær umsóknir sem þegar hafa verið lagðar inn megi vinna áfram, og boða fólk í viðtöl, en aðrar komist ekki að. Námsmenn sem vilja stunda nám í Bandaríkjunum þurfa yfirleitt að mæta í viðtal í viðkomandi sendiráð áður en vegabréfsáritun er samþykkt.