Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Lovísa Arnardóttir skrifar 28. maí 2025 11:27 Svona mun reiturinn líta út þegar hann verður tilbúinn. Nordic Office of Architecture Bæjarstjórn Kópavogs hefur staðfest að byggingaráform á Fannborgarreit og Traðarreit séu í samræmi við deiliskipulag miðbæjar Kópavogs. Í tilkynningu segir að uppbygging á reitunum marki fyrstu áfangana í uppbyggingu á svæðinu og sé liður í að skapa lifandi og fjölbreyttan miðbæ fyrir íbúa, gesti og atvinnulíf í miðbæ Kópavogs. Undirbúningur hefur staðið yfir frá árinu 2017. „Uppbyggingin í Fannborg og á Traðarreit er mikilvægur þáttur í að styrkja hlutverk miðbæjar okkar Kópavogsbúa.Skipulagið hefur tekið þónokkrum breytingum í ferlinu, meðal annars í samræmi við hugmyndir íbúa en við sjáum þetta sem eitt skref í endurnýjun svæðisins,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri. Næst sé svo að vinna áfram að því að þróa mannlífsmiðju sem muni þjóna öllum íbúum bæjarins, ekki bara þeim sem búa í eða nálægt miðbænum. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi segir hugmyndir um svæðið hafa tekið breytingum eftir ábendingar frá íbúum. Vísir/Anton Brink „Það hefur átt sér stað mikil uppbygging í miðbæ og vesturbæ Kópavogs og hún mun halda áfram. Miðbærinn er hjartað í bænum okkar, hér þurfum við að huga að mannlífi, að hér sé gott að búa og vera, að samgöngur virki og að bæjarhlutarnir tengist og vinni vel saman. Við þurfum líka að læra af reynslunni, bæði okkar eigin og annarra. Ég sé fyrir mér að hér séum við að stíga stórt skref í byggja upp nýtt hjarta Kópavogs sem við öll getum notið og verið stolt af.“ Framkvæmdir hefjist þegar leyfi liggja fyrir Í tilkynningu segir að skipulagið hafi tekið ýmsum breytingum frá upphaflegum áformum en staðfesting byggingaráforma marki lok skipulagsferlis verkefnisins og upphaf undirbúnings framkvæmdanna. Enn séu nokkur skref eftir og listuð ítarleg tímalína um ferlið allt frá því að undirbúningur hófst árið 2017 og svo þar til nú. Þar kemur fram að það sem taki við núna sé fullnaðarhönnun bygginga, umsókn um niðurrifsleyfi og byggingarleyfi. Framkvæmdir geti hafist þegar öll þessi leyfi liggja fyrir. Unnið er að framkvæmdaáætlun fyrir svæðið og áætlun um upplýsingagjöf og samráð meðan á undirbúningstíma framkvæmdanna stendur. Lögð verður sérstök áhersla á að lágmarka rask á framkvæmdatíma eins og hægt er en bæði Kópavogsbær og framkvæmdaaðilar munu miðla upplýsingum á skýran og aðgengilegan hátt fyrir íbúa. Stefnt er að opnum íbúafundi í júní þar sem gögn sem liggja til grundvallar samþykktum byggingaráformum verða kynnt áhugasömum. Tímalína Undirbúningur og skipulag (2017–2021) 2017: Sala fasteigna í Fannborgarreit samþykkt á bæjarstjórnarfundi 2018: Kópavogsbær gengur frá kaupsamningi við framkvæmdaraðila 2019–2021: Heildstæð skipulagsvinna: • Deiliskipulagslýsing og breytingar á aðalskipulagi unnar og kynntar fyrir íbúum • Skipulagsdrög voru kynnt tvisvar á vinnslustigi og tillögur aðlagaðar til að koma til móts við sjónarmið sem fram komu í íbúasamráði . • Fullunnar skipulagstillögur kynntar íbúum og hagsmunaaðilum í byrjun árs 2021 og samþykktar með breytingum í skipulagsráði og bæjarstjórn í maí 2021. • Skipulagið tók gildi í desember 2021. Staðfest byggingaráform (vor 2025) Mars 2025:Drög að byggingaráformum lögð fram til kynningar í skipulags- og umhverfisráði. Maí 2025: Drögin lögð fram að nýju í skipulags- og umhverfisráði, og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Maí 2025:Bæjarstjórn staðfestir að áformin séu í samræmi við gildandi deiliskipulag. Kópavogur Skipulag Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Uppbyggingin í Fannborg og á Traðarreit er mikilvægur þáttur í að styrkja hlutverk miðbæjar okkar Kópavogsbúa.Skipulagið hefur tekið þónokkrum breytingum í ferlinu, meðal annars í samræmi við hugmyndir íbúa en við sjáum þetta sem eitt skref í endurnýjun svæðisins,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri. Næst sé svo að vinna áfram að því að þróa mannlífsmiðju sem muni þjóna öllum íbúum bæjarins, ekki bara þeim sem búa í eða nálægt miðbænum. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi segir hugmyndir um svæðið hafa tekið breytingum eftir ábendingar frá íbúum. Vísir/Anton Brink „Það hefur átt sér stað mikil uppbygging í miðbæ og vesturbæ Kópavogs og hún mun halda áfram. Miðbærinn er hjartað í bænum okkar, hér þurfum við að huga að mannlífi, að hér sé gott að búa og vera, að samgöngur virki og að bæjarhlutarnir tengist og vinni vel saman. Við þurfum líka að læra af reynslunni, bæði okkar eigin og annarra. Ég sé fyrir mér að hér séum við að stíga stórt skref í byggja upp nýtt hjarta Kópavogs sem við öll getum notið og verið stolt af.“ Framkvæmdir hefjist þegar leyfi liggja fyrir Í tilkynningu segir að skipulagið hafi tekið ýmsum breytingum frá upphaflegum áformum en staðfesting byggingaráforma marki lok skipulagsferlis verkefnisins og upphaf undirbúnings framkvæmdanna. Enn séu nokkur skref eftir og listuð ítarleg tímalína um ferlið allt frá því að undirbúningur hófst árið 2017 og svo þar til nú. Þar kemur fram að það sem taki við núna sé fullnaðarhönnun bygginga, umsókn um niðurrifsleyfi og byggingarleyfi. Framkvæmdir geti hafist þegar öll þessi leyfi liggja fyrir. Unnið er að framkvæmdaáætlun fyrir svæðið og áætlun um upplýsingagjöf og samráð meðan á undirbúningstíma framkvæmdanna stendur. Lögð verður sérstök áhersla á að lágmarka rask á framkvæmdatíma eins og hægt er en bæði Kópavogsbær og framkvæmdaaðilar munu miðla upplýsingum á skýran og aðgengilegan hátt fyrir íbúa. Stefnt er að opnum íbúafundi í júní þar sem gögn sem liggja til grundvallar samþykktum byggingaráformum verða kynnt áhugasömum. Tímalína Undirbúningur og skipulag (2017–2021) 2017: Sala fasteigna í Fannborgarreit samþykkt á bæjarstjórnarfundi 2018: Kópavogsbær gengur frá kaupsamningi við framkvæmdaraðila 2019–2021: Heildstæð skipulagsvinna: • Deiliskipulagslýsing og breytingar á aðalskipulagi unnar og kynntar fyrir íbúum • Skipulagsdrög voru kynnt tvisvar á vinnslustigi og tillögur aðlagaðar til að koma til móts við sjónarmið sem fram komu í íbúasamráði . • Fullunnar skipulagstillögur kynntar íbúum og hagsmunaaðilum í byrjun árs 2021 og samþykktar með breytingum í skipulagsráði og bæjarstjórn í maí 2021. • Skipulagið tók gildi í desember 2021. Staðfest byggingaráform (vor 2025) Mars 2025:Drög að byggingaráformum lögð fram til kynningar í skipulags- og umhverfisráði. Maí 2025: Drögin lögð fram að nýju í skipulags- og umhverfisráði, og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Maí 2025:Bæjarstjórn staðfestir að áformin séu í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Kópavogur Skipulag Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira