Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar 28. maí 2025 14:31 Við lifum á tímum ótrúlegrar ofgnóttar. Meira að segja hér á Íslandi, á þessari afskekktu og vindblásnu eyju, höfum við aðgang að öllu því sem hugurinn girnist. Föt frá París, raftæki frá Bandaríkjunum, húsgögn frá Svíþjóð, húðvörur frá Suður Kóreu. Ef okkur langar í eitthvað þá tekur það innan við mínútu að panta eða finna hvert við getum sótt það. Það er í raun blessun að hafa frelsið til að velja úr svona miklu. Mikil þægindi koma með vörufjöldanum. En öllu þessu vali fylgir mikilvæg spurning: Nú þegar við getum eignast hvað sem er, þurfum við þá virkilega á öllu þessu að halda? Uppfylla allar þessar vörur þörfum okkar? Veita þessir valkostir okkur hugarró? Við fyllum heimilin okkar af hlutum: rafmagnstæki, húsgögn, snyrtivörur og föt fyrir hverja árstíð og hvert skap. Geymslur fyllast. Bílskúrar flæða yfir. Samt höldum við áfram að kaupa, eins og næsti hluturinn verði sá rétti, sá sem loksins lætur okkur finna fullnægju í lífinu. Stundum kaupum við til að gleðja aðra. Stundum til að upplifa öryggi, dugnað eða stjórn. En oft kemur löngunin frá dýpri stað: frá hljóðlátum óþægindum, tilfinningu um að vera ekki nóg eða eiga ekki nóg, til þess einfaldlega að líða betur í augnablikinu. Kaldhæðnin er sú að því meira sem við eigum því meira þurfum við að sjá um. Við höfum þá meira til að þrífa, geyma, laga og muna eftir og eftir situr minna rými og minni ró. Fleiri ákvarðanir og meiri hávaði. Þeir sem hafa tileinkað sér einfaldara líf og lagt áherslu á það sem þeim finnst virkilega skipta máli segja að minna sé meira. Þeir tala um skýrari hug, hversu auðvelt það er að halda heimilinu hreinu og þeim létti sem fylgir því að þurfa ekki lengur að elta það næsta. Það býr friður og gleði á einföldu heimili. Friður og gleði í að eiga færri föt en elska hverja einustu flík. Skoðaðu til dæmis hugmyndina um „capsule wardrobe“. Það sparar tíma, pláss og orku frá því að þurfa sífellt að hugsa „hvað á ég að fara í?“. Vellíðan finnst einfaldlega ekki í innkaupakerrum eða sendingarkössum. Innst inni vitum við þetta nú þegar. Athugaðu bara hvað gerist á sólríkum degi. Tölvupóstar gleymast. Dagskráin fellur niður. Fólk leitar í fjöllin, skóga, á næsta græna svæði eða út á sólríkan pall. Við sprettum út eins og kýr að vori en ekki í verslunarmiðstöðvar eða útsölur. Við leitum að því sem aðeins náttúran getur veitt: sólarljós sem lyftir skapinu, kyrrð sem skýrir hugann og ferskt loft sem róar taugakerfið. Það innra jafnvægi sem við reynum oft að kaupa en finnum aldrei. Við finnum það ekki í pökkum, heldur úti. Þegar við stígum út og hreyfum okkur endurnærist líkaminn og hugurinn róast. Kannski næst þegar löngunin kemur til að kaupa eitthvað getum við stoppað og spurt okkur: “Hverju sækist ég raunverulega eftir? Vantar mig þetta virkilega? Mun þetta gleðja mig til lengri tíma?” Þetta snýst ekki um sektarkennd eða fórnir. Heldur um að vera vakandi og velja af ásetningi. Að lifa með aðeins meira rými, svo við höfum pláss fyrir frið, fegurð og allt það sem skiptir raunverulega máli. Minna snýst ekki um að missa af. Heldur að loksins skilja að maður hefur nóg. Höfundur er meðstjórnandi hringrásarnefndar Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum ótrúlegrar ofgnóttar. Meira að segja hér á Íslandi, á þessari afskekktu og vindblásnu eyju, höfum við aðgang að öllu því sem hugurinn girnist. Föt frá París, raftæki frá Bandaríkjunum, húsgögn frá Svíþjóð, húðvörur frá Suður Kóreu. Ef okkur langar í eitthvað þá tekur það innan við mínútu að panta eða finna hvert við getum sótt það. Það er í raun blessun að hafa frelsið til að velja úr svona miklu. Mikil þægindi koma með vörufjöldanum. En öllu þessu vali fylgir mikilvæg spurning: Nú þegar við getum eignast hvað sem er, þurfum við þá virkilega á öllu þessu að halda? Uppfylla allar þessar vörur þörfum okkar? Veita þessir valkostir okkur hugarró? Við fyllum heimilin okkar af hlutum: rafmagnstæki, húsgögn, snyrtivörur og föt fyrir hverja árstíð og hvert skap. Geymslur fyllast. Bílskúrar flæða yfir. Samt höldum við áfram að kaupa, eins og næsti hluturinn verði sá rétti, sá sem loksins lætur okkur finna fullnægju í lífinu. Stundum kaupum við til að gleðja aðra. Stundum til að upplifa öryggi, dugnað eða stjórn. En oft kemur löngunin frá dýpri stað: frá hljóðlátum óþægindum, tilfinningu um að vera ekki nóg eða eiga ekki nóg, til þess einfaldlega að líða betur í augnablikinu. Kaldhæðnin er sú að því meira sem við eigum því meira þurfum við að sjá um. Við höfum þá meira til að þrífa, geyma, laga og muna eftir og eftir situr minna rými og minni ró. Fleiri ákvarðanir og meiri hávaði. Þeir sem hafa tileinkað sér einfaldara líf og lagt áherslu á það sem þeim finnst virkilega skipta máli segja að minna sé meira. Þeir tala um skýrari hug, hversu auðvelt það er að halda heimilinu hreinu og þeim létti sem fylgir því að þurfa ekki lengur að elta það næsta. Það býr friður og gleði á einföldu heimili. Friður og gleði í að eiga færri föt en elska hverja einustu flík. Skoðaðu til dæmis hugmyndina um „capsule wardrobe“. Það sparar tíma, pláss og orku frá því að þurfa sífellt að hugsa „hvað á ég að fara í?“. Vellíðan finnst einfaldlega ekki í innkaupakerrum eða sendingarkössum. Innst inni vitum við þetta nú þegar. Athugaðu bara hvað gerist á sólríkum degi. Tölvupóstar gleymast. Dagskráin fellur niður. Fólk leitar í fjöllin, skóga, á næsta græna svæði eða út á sólríkan pall. Við sprettum út eins og kýr að vori en ekki í verslunarmiðstöðvar eða útsölur. Við leitum að því sem aðeins náttúran getur veitt: sólarljós sem lyftir skapinu, kyrrð sem skýrir hugann og ferskt loft sem róar taugakerfið. Það innra jafnvægi sem við reynum oft að kaupa en finnum aldrei. Við finnum það ekki í pökkum, heldur úti. Þegar við stígum út og hreyfum okkur endurnærist líkaminn og hugurinn róast. Kannski næst þegar löngunin kemur til að kaupa eitthvað getum við stoppað og spurt okkur: “Hverju sækist ég raunverulega eftir? Vantar mig þetta virkilega? Mun þetta gleðja mig til lengri tíma?” Þetta snýst ekki um sektarkennd eða fórnir. Heldur um að vera vakandi og velja af ásetningi. Að lifa með aðeins meira rými, svo við höfum pláss fyrir frið, fegurð og allt það sem skiptir raunverulega máli. Minna snýst ekki um að missa af. Heldur að loksins skilja að maður hefur nóg. Höfundur er meðstjórnandi hringrásarnefndar Ungra umhverfissinna.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun