Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar 28. maí 2025 14:15 Fyrir stuttu skipaði Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, spretthóp til að meta stöðu tilraunaverkefnisins Kveikjum neistann, árangur þess og tækifæri, eins og það er orðað í tilkynningu frá ráðuneytinu. Það er einkum tvennt sem stingur í augun varðandi þennan spretthóp: í fyrsta lagi hvernig hann er skipaður og í öðru lagi að hann eigi að leggja mat á eina kennsluaðferð. Fyrst varðandi skipanina. Í spretthópnum eru átta manns, af þeim eru fimm tengdir verkefninu Kveikjum neistann, meðal annars sá sem leiðir verkefnið. Þetta vekur upp spurningar um tilgang og markmið og ekki síður hversu réttmæt úttektin getur orðið. Það sætir einnig furðu að ráðherra skuli hvorki leita til aðila frá Háskóla Íslands né Háskólanum á Akureyri, þar sem starfar fjöldi manns við að rannsaka og kenna menntavísindi. Þá að því að hópurinn eigi einungis að skoða árangur af Kveikjum neistann og þau tækifæri sem verkefnið getur fært börnum landsins. Staðan er nefnilega sú að það er margt óljóst varðandi kennsluaðferðir hérlendis og veitir ekki af umfangsmeiri úttekt. Til að mynda veit enginn nákvæmlega hvernig lestur er kenndur í grunnskólum á Íslandi, en það væri brýnt að skoða og tengja við árangur. Það er vitað að hluti grunnskóla notast við kennsluaðferðina Byrjendalæsi og í hluta skóla er gjarnan talað um að hljóðaaðferðin sé notuð, en í raun eru til fleiri en ein hljóðaaðferð og þetta því ekki alveg skýrt. Kennarar sem kenna í skólum sem nýta Byrjendalæsi geta notað efni frá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og allir kennarar geta nýtt efni frá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, til dæmis Lestrarlandið, Listina að lesa og skrifa og svo eina gagnreynda kennsluefnið sem völ er á hérlendis, PALS (peer-assisted learning strategies). Einnig er töluvert af heimatilbúnu efni í umferð, meðal annars efni sem kennarar gefa eða selja sín á milli, og því má reikna með að notast sé við efni úr ýmsum áttum. Það er óljóst hvað gerist í lestrarkennslunni eftir að yngsta stigi sleppir. Hvað með það háa hlutfall nemenda sem ekki hefur náð nægilegri lesfimi við lok yngsta stigs til að geta tekist á við lesefni mið- og elsta stigs? Hvað með skriftar- og ritunarkennslu? Hvað með lestur í faggreinum? Það er margt sem er nauðsynlegt að varpa ljósi á varðandi lestrarkennslu í íslenskum grunnskólum og kennsluhætti almennt. Því er óheppilegt að mennta- og barnamálaráðherra skuli telja að líklegast til árangurs sé að skoða eitt þróunarverkefni og mjög sérstakt að hann skuli velja til verksins aðstandendur og hagsmunaaðila þess sama verkefnis. Raunar má velta fyrir sér hvort að niðurstaðan hafi þegar verið ákveðin, því í tilkynningu frá ráðuneytinu segir:„Niðurstöður PISA-kannana undanfarin ár hafa sýnt fram á nauðsyn þess að bregðast við stöðu íslenskra barna, m.a. í lesskilningi og stærðfræði. Guðmundur Ingi Kristinsson, barna- og menntamálaráðherra, hefur bent á að kennarar þurfi öflug verkfæri til að takast á við þennan vanda. Kveikjum neistann er einmitt eitt slíkt verkfæri.“ Þó lítið sé vitað um kennsluhætti er vitað að lestrarfærni nemenda er almennt metin með lesfimihluta Lesferils frá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Á yngsta stigi eru um 95% nemenda á landsvísu metnir með þessum stöðluðu lesfimiprófum. Það á þó ekki við um nemendur sem fá kennsluaðferðina Kveikjum neistann; þau eru metin með heimatilbúnum prófum og því með öllu ómögulegt að bera árangur þeirra saman við árangur nemenda sem fá annars konar kennslu. Að halda fram árangri umfram aðra með slíku mati er afar vafasamt og það er sannarlega undarlegt að sjá ráðherra gera ráð fyrir því að Kveikjum neistann sé öflugt verkfæri. Til að vita hvaða stefnu á að taka þurfum við að vita hvar við erum stödd, hvernig er raunveruleg framkvæmd lestrarkennslu og mats í íslenskum grunnskólum? Svo tengja megi saman framkvæmd kennslu og árangur nemenda er nauðsynlegt að kortleggja nemendahópa og kennsluna vel og samræma mælingar. Það er mikill fjöldi erlendra rannsókna og nokkrar innlendar sem ættu að varða leið okkar að úrbótum í lestrarkennslu. Upphafspunktur gæti verið að rýna í skýrslu um læsi frá 2024, sem fjöldi sérfræðinga skrifaði að beiðni ráðherra á þeim tíma. Sú skýrsla vakti ekki mikla athygli, töluvert minni en skýrsla um stöðu drengja í menntakerfinu sem var harðlega gagnrýnd vegna lakra vinnubragða, unnin af þeim sama aðila sem fer fyrir spretthópnum sem er til umfjöllunar hér. Ég vil hvetja mennta- og barnamálaráðherra til að víkka sjóndeildarhringinn og hafa fagmennsku að leiðarljósi, leggja sitt af mörkum til að efla menntarannsóknir og nýta þann mannauð sem nú þegar starfar við menntarannsóknir og kennslu í háskólunum. Höfundur er með doktorsgráðu í menntavísindum með sérhæfingu í læsifræðum, aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og formaður Félags læsisfræðinga á Íslandi. Slóð á skýrslu um læsi. Höfundur er aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu skipaði Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, spretthóp til að meta stöðu tilraunaverkefnisins Kveikjum neistann, árangur þess og tækifæri, eins og það er orðað í tilkynningu frá ráðuneytinu. Það er einkum tvennt sem stingur í augun varðandi þennan spretthóp: í fyrsta lagi hvernig hann er skipaður og í öðru lagi að hann eigi að leggja mat á eina kennsluaðferð. Fyrst varðandi skipanina. Í spretthópnum eru átta manns, af þeim eru fimm tengdir verkefninu Kveikjum neistann, meðal annars sá sem leiðir verkefnið. Þetta vekur upp spurningar um tilgang og markmið og ekki síður hversu réttmæt úttektin getur orðið. Það sætir einnig furðu að ráðherra skuli hvorki leita til aðila frá Háskóla Íslands né Háskólanum á Akureyri, þar sem starfar fjöldi manns við að rannsaka og kenna menntavísindi. Þá að því að hópurinn eigi einungis að skoða árangur af Kveikjum neistann og þau tækifæri sem verkefnið getur fært börnum landsins. Staðan er nefnilega sú að það er margt óljóst varðandi kennsluaðferðir hérlendis og veitir ekki af umfangsmeiri úttekt. Til að mynda veit enginn nákvæmlega hvernig lestur er kenndur í grunnskólum á Íslandi, en það væri brýnt að skoða og tengja við árangur. Það er vitað að hluti grunnskóla notast við kennsluaðferðina Byrjendalæsi og í hluta skóla er gjarnan talað um að hljóðaaðferðin sé notuð, en í raun eru til fleiri en ein hljóðaaðferð og þetta því ekki alveg skýrt. Kennarar sem kenna í skólum sem nýta Byrjendalæsi geta notað efni frá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og allir kennarar geta nýtt efni frá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, til dæmis Lestrarlandið, Listina að lesa og skrifa og svo eina gagnreynda kennsluefnið sem völ er á hérlendis, PALS (peer-assisted learning strategies). Einnig er töluvert af heimatilbúnu efni í umferð, meðal annars efni sem kennarar gefa eða selja sín á milli, og því má reikna með að notast sé við efni úr ýmsum áttum. Það er óljóst hvað gerist í lestrarkennslunni eftir að yngsta stigi sleppir. Hvað með það háa hlutfall nemenda sem ekki hefur náð nægilegri lesfimi við lok yngsta stigs til að geta tekist á við lesefni mið- og elsta stigs? Hvað með skriftar- og ritunarkennslu? Hvað með lestur í faggreinum? Það er margt sem er nauðsynlegt að varpa ljósi á varðandi lestrarkennslu í íslenskum grunnskólum og kennsluhætti almennt. Því er óheppilegt að mennta- og barnamálaráðherra skuli telja að líklegast til árangurs sé að skoða eitt þróunarverkefni og mjög sérstakt að hann skuli velja til verksins aðstandendur og hagsmunaaðila þess sama verkefnis. Raunar má velta fyrir sér hvort að niðurstaðan hafi þegar verið ákveðin, því í tilkynningu frá ráðuneytinu segir:„Niðurstöður PISA-kannana undanfarin ár hafa sýnt fram á nauðsyn þess að bregðast við stöðu íslenskra barna, m.a. í lesskilningi og stærðfræði. Guðmundur Ingi Kristinsson, barna- og menntamálaráðherra, hefur bent á að kennarar þurfi öflug verkfæri til að takast á við þennan vanda. Kveikjum neistann er einmitt eitt slíkt verkfæri.“ Þó lítið sé vitað um kennsluhætti er vitað að lestrarfærni nemenda er almennt metin með lesfimihluta Lesferils frá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Á yngsta stigi eru um 95% nemenda á landsvísu metnir með þessum stöðluðu lesfimiprófum. Það á þó ekki við um nemendur sem fá kennsluaðferðina Kveikjum neistann; þau eru metin með heimatilbúnum prófum og því með öllu ómögulegt að bera árangur þeirra saman við árangur nemenda sem fá annars konar kennslu. Að halda fram árangri umfram aðra með slíku mati er afar vafasamt og það er sannarlega undarlegt að sjá ráðherra gera ráð fyrir því að Kveikjum neistann sé öflugt verkfæri. Til að vita hvaða stefnu á að taka þurfum við að vita hvar við erum stödd, hvernig er raunveruleg framkvæmd lestrarkennslu og mats í íslenskum grunnskólum? Svo tengja megi saman framkvæmd kennslu og árangur nemenda er nauðsynlegt að kortleggja nemendahópa og kennsluna vel og samræma mælingar. Það er mikill fjöldi erlendra rannsókna og nokkrar innlendar sem ættu að varða leið okkar að úrbótum í lestrarkennslu. Upphafspunktur gæti verið að rýna í skýrslu um læsi frá 2024, sem fjöldi sérfræðinga skrifaði að beiðni ráðherra á þeim tíma. Sú skýrsla vakti ekki mikla athygli, töluvert minni en skýrsla um stöðu drengja í menntakerfinu sem var harðlega gagnrýnd vegna lakra vinnubragða, unnin af þeim sama aðila sem fer fyrir spretthópnum sem er til umfjöllunar hér. Ég vil hvetja mennta- og barnamálaráðherra til að víkka sjóndeildarhringinn og hafa fagmennsku að leiðarljósi, leggja sitt af mörkum til að efla menntarannsóknir og nýta þann mannauð sem nú þegar starfar við menntarannsóknir og kennslu í háskólunum. Höfundur er með doktorsgráðu í menntavísindum með sérhæfingu í læsifræðum, aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og formaður Félags læsisfræðinga á Íslandi. Slóð á skýrslu um læsi. Höfundur er aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar