Sagðist ekki hafa orðið var við átök: „Ég var eins og pabbi þeirra“ Jón Þór Stefánsson skrifar 31. maí 2025 21:10 Bústaðurinn sem mennirnir dvöldu í er sá guli. Þeir unnu að byggingu hússins að ofan. Vísir/Vilhelm „Ég er fullorðinn maður. Ég var eins og pabbi þeirra. Ef ég hefði séð eitthvað hefði ég ekki leyft því að gerast,“ sagði karlmaður á sextugsaldri í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni og vísaði þar til mögulegra átaka sakbornings og fórnarlambs í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Umræddur maður bjó með hinum tveimur í sumarhúsi og starfaði jafnframt með þeim. Þeir eru allir frá Litáen. Í málinu er Gedirninas Saulys, 34 ára, ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem varð til þess að Viktoras Buchovskis, karlmaður á fertugsaldri, hlaut bana af. Umrædd árás mun hafa átt sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi á laugardagsmorgni þann 20. apríl í fyrra. Honum er gefið að sök að beita Viktoras margþættu ofbeldi sem beindist að höfði, hálsi og líkama hans. Meðal annars er Gedirninas sagður hafa slegið Viktoras tvívegis meðan hann sat í stól sem varð til þess að hann féll til jarðar. Fyrir vikið hafi Viktoras hlotið margþætta áverka, en hann er talinn hafa látist vegna heilaáverka. Kvartaði yfir verk áður en hann lést Maðurinn, sá sem er á sextugsaldri, gaf skýrslu sem vitni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni. Þess má geta að hann var handtekinn í upphafi máls og var með réttarstöðu sakbornings um nokkurt skeið. Hann sagði að þegar hann hafi vaknað laugardagsmorguninn örlagaríka hafi Gedirninas og Viktoras verið vaknaðir á undan honum. Hann minntist á að Viktoras hefði þennan morgun kvartað yfir verk í rifbeinunum, eftir að hafa fallið af svefnlofti bústaðarins. Enga áverka hafi verið að finna utan á honum, en Viktoras hafi talað um að verkurinn væri innan í honum. Maðurinn sagðist hafa lagt til að Viktoras myndi gera eitthvað í þessum verk, en hann þá gert lítið úr honum og fengið sér bjór. Maðurinn hafi fengið sér kaffi og svo farið á salernið. Þegar hann hafi svo komið aftur fram hafi hann séð Viktoras liggjandi á gólfinu. Hann hafi spurt Gedirninas hvað hafði gerst og hann sagt Viktoras hafa dottið niður stiga upp á svefnloft. Hann væri fullur og ætlaði að jafna sig áður en hann færi aftur að sofa, að sögn Gedirninas. Maðurinn sagði Viktoras ekki hafa svarað. En sjálfur hafi hann farið aftur að sofa. Einhverju seinna um morguninn fór hann aftur á fætur, og þá var Viktoras ekki lengur á gólfinu. Hann sagðist ekki vita hvernig hann færðist úr stað. „Við, nokkrir sem voru að vinna saman, ætluðum að fara í piknik þennan dag. Mér fannst furðulegt að enginn væri vaknaður því við ætluðum í piknik,“ sagði maðurinn fyrir dómi. Heyrði ekkert meðan meint átök áttu sér stað Svo var honum litið inn í herbergi Viktoras, og aftur svaraði hann ekki. Þá byrjaði maðurinn að hringja í aðra samstarfsfélaga. Samstarfsfélagarnir hafi síðan hringt í tvo yfirmenn þeirra, og þeir komu síðan á vettvang. Það mun hafa verið um klukkutíma síðar. Yfirmennirnir hafi sagt að Viktoras væri látinn og reynt að endurlífga hann. Maðurinn sagði lítið pláss hafa verið í herberginu, og hann því ekki tekið þátt í því. Fyrir dómi var maðurinn spurður hvort hann hefði heyrt einhver læti meðan meint átök sem drógu Viktoras til dauða áttu sér stað. Hann sagði svo ekki vera. Mögulega mætti skýra það vegna þess að hann hafi verið með heyrnartól á sér. Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Í málinu er Gedirninas Saulys, 34 ára, ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem varð til þess að Viktoras Buchovskis, karlmaður á fertugsaldri, hlaut bana af. Umrædd árás mun hafa átt sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi á laugardagsmorgni þann 20. apríl í fyrra. Honum er gefið að sök að beita Viktoras margþættu ofbeldi sem beindist að höfði, hálsi og líkama hans. Meðal annars er Gedirninas sagður hafa slegið Viktoras tvívegis meðan hann sat í stól sem varð til þess að hann féll til jarðar. Fyrir vikið hafi Viktoras hlotið margþætta áverka, en hann er talinn hafa látist vegna heilaáverka. Kvartaði yfir verk áður en hann lést Maðurinn, sá sem er á sextugsaldri, gaf skýrslu sem vitni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni. Þess má geta að hann var handtekinn í upphafi máls og var með réttarstöðu sakbornings um nokkurt skeið. Hann sagði að þegar hann hafi vaknað laugardagsmorguninn örlagaríka hafi Gedirninas og Viktoras verið vaknaðir á undan honum. Hann minntist á að Viktoras hefði þennan morgun kvartað yfir verk í rifbeinunum, eftir að hafa fallið af svefnlofti bústaðarins. Enga áverka hafi verið að finna utan á honum, en Viktoras hafi talað um að verkurinn væri innan í honum. Maðurinn sagðist hafa lagt til að Viktoras myndi gera eitthvað í þessum verk, en hann þá gert lítið úr honum og fengið sér bjór. Maðurinn hafi fengið sér kaffi og svo farið á salernið. Þegar hann hafi svo komið aftur fram hafi hann séð Viktoras liggjandi á gólfinu. Hann hafi spurt Gedirninas hvað hafði gerst og hann sagt Viktoras hafa dottið niður stiga upp á svefnloft. Hann væri fullur og ætlaði að jafna sig áður en hann færi aftur að sofa, að sögn Gedirninas. Maðurinn sagði Viktoras ekki hafa svarað. En sjálfur hafi hann farið aftur að sofa. Einhverju seinna um morguninn fór hann aftur á fætur, og þá var Viktoras ekki lengur á gólfinu. Hann sagðist ekki vita hvernig hann færðist úr stað. „Við, nokkrir sem voru að vinna saman, ætluðum að fara í piknik þennan dag. Mér fannst furðulegt að enginn væri vaknaður því við ætluðum í piknik,“ sagði maðurinn fyrir dómi. Heyrði ekkert meðan meint átök áttu sér stað Svo var honum litið inn í herbergi Viktoras, og aftur svaraði hann ekki. Þá byrjaði maðurinn að hringja í aðra samstarfsfélaga. Samstarfsfélagarnir hafi síðan hringt í tvo yfirmenn þeirra, og þeir komu síðan á vettvang. Það mun hafa verið um klukkutíma síðar. Yfirmennirnir hafi sagt að Viktoras væri látinn og reynt að endurlífga hann. Maðurinn sagði lítið pláss hafa verið í herberginu, og hann því ekki tekið þátt í því. Fyrir dómi var maðurinn spurður hvort hann hefði heyrt einhver læti meðan meint átök sem drógu Viktoras til dauða áttu sér stað. Hann sagði svo ekki vera. Mögulega mætti skýra það vegna þess að hann hafi verið með heyrnartól á sér.
Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira