Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. maí 2025 13:33 Skiptar skoðanir eru á framtíð Heiðmerkur en áform eru um að takmarka bílaumferð og girða af stærra svæði en áður í þágu vatnsverndar. Vísir/Vilhelm Jarðfræðingur segir svæði sem Veitur áforma um að girða af í Heiðmörk í þágu vatnsverndar óþarflega stórt. Hann leggur endurskilgreiningu vatnsverndarsvæðisins og bindur vonir við að Veitur, sem standa fyrir breytingunum, hinkri með framkvæmdir í Heiðmörk. Sjálfbærnistjóri segir forgangsröðunina einfalda; vatnið fyrst og aðrir hagsmunir síðan. Veitur stefna að því að loka stóru svæði Heiðmerkur fyrir almennri bílaumferð á næstu árum í nafni vatnsverndar. Þá eru áform um að stækka girt svæði í kringum Myllulækjarvatnsbólið til muna með þeim afleiðingum að rask verður á gönguleiðum. Skógræktarfélag Reykjavíkur stóð fyrir málþingi vegna breytinganna í Norræna húsinu í gær. Fulltrúum Veitna og Orkuveitu Reykjavíkur var boðin þátttaka í málþinginu en afþökkuðu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir stjórnarkona í Skógræktarfélaginu sagði eftir fundinn að breytingarnar takmarki aðgengi að útivistarsvæðinu verulega. Félagið vilji auka aðgengi að svæðinu en ekki takmarka. Hún bendir á að engar almenningssamgöngur gangi að Heiðmörk. „Það langar engan að hafa hringakstur inni í Heiðmörkinni eða akstur þar sem verið er að þyrla ryki eins og stundum þegar það er mikill gegnumakstur. Það er hægt að gera margt til þess að takmarka umferð þarna en það má ekki takmarka möguleika fólks til að koma inn í Heiðmörkina. Skóla, börn, barnaafmæli, eldra fólk, fatlaða. Þeir verða að eiga möguleika á greiðri innkomu inn í Heiðmörk.“ Skynsamlegt að endurmeta stöðuna Árni Hjartarson jarðfræðingur fjallaði um stækkun vatnsverndarsvæðisins á málþinginu. Hann segir sambúð skógræktarinnar og vatnsöflunarinnar hafa staðið yfir á svæðinu áfallalaust í um 75 ár. Gangi áform Veitna um að stækka girðingu í kringum Myllulækjarvatnsbólið eftir lokist hinn svokallaði ríkishringur, ein aðal gönguleiðin á svæðinu. „Samkvæmt reglum eiga þeir að girða af allt verndarsvæðið og hafa ákveðið að gera það. Það hefur eitthvað skort á samræður og samráð milli aðila,“ segir Árni. Hann gerir athugasemd við stærð svæðisins sem til stendur að girða. „Í raun er þetta grunnsvæði eða verndarsvæði í kringum vatnsbólið skilgreint óþarflega stórt. Þannig að það væri alveg hægt að endurskilgreina verndarsvæðið og hafa það minna en það er núna á pappírunum. Og komast af með mun þrengri girðingu.“ Árni segir Skógræktarfélagið og Veitur hæglega getað komist að samkomulagi um framtíð Heiðmerkur þannig að allir gangi sáttir frá borði. Til að mynda sé hægt að færa alla vatnsupptökuna af Myllulækjarsvæðinu upp í Vatnsendakrika. Hann segir skynsamlegt ef Veitur tækju umrædd sjónarmið til greina og frestuðu fyrirhuguðum framkvæmdum í sumar. „Það væri skynsamlegt af þeim að hinkra aðeins og endurmeta stöðuna.“ Vatnið fyrst, svo hitt Eiríkur Hjálmarsson sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar birti skoðunarpistil á Vísi í gær þar sem hann tók í sama streng og Árni um gott samstarf skógræktarinnar en segir breytingar sem fela í sér færslu á vatnsbólinu ótækar. Hann segir að á fyrstu áratugum vatnsveitunnar í Heiðmörk hafi frístundabyggð verið byggð óþægilega nálægt vatnsbólunum, og á sama tíma hafi Suðurlandsvegur verið lagður með ört vaxandi umferð og háspennulínur lagðar þvert yfir vatnstökuna. Í leið hafi útivist á svæðinu farið ört vaxandi. „Sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu var forgangsröðunin fullljós fyrir áratug. Þá mótuðu þau saman framtíðarsýn á þróun svæðisins. Það var gert með svæðisskipulagi fyrir allt höfuðborgarsvæðið, sem afar breið samfélagsleg sátt ríkir um. Vatn er grundvallarnauðsyn fólki, atvinnulífi og brunavörnum í sveitarfélögunum. Þess vegna var vatnsverndin það fyrsta sem sett var á skipulagið. Vatnið fyrst, svo aðrir hagsmunir.“ Hann segir tillögu um að færa vatnsbólið þá fyrstu í meira en öld. „Að það öryggi vatnsbólanna, sem barist hefur verið við að efla um áratugaskeið gegn vaxandi ógnum, lúti í lægra haldi fyrir bílaumferð um útivistarsvæði. Það finnst mér ótækt og væri ömurleg afturför frá þeirri góðu sátt sem sveitarfélögin náðu fyrir réttum áratug um forgangsröðun framtíðarhagsmuna íbúa.“ Vatn Reykjavík Garðabær Kópavogur Heiðmörk Vatnsvernd í Heiðmörk Vatnsból Tengdar fréttir Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Skógræktarfélag Reykjavíkur býður til málþings um framtíð Heiðmerkur klukkan 17 í Norræna húsinu í tilefni þess að margt bendir til þess að aðgengi almennings verði takmarkað að svæðinu í framtíðinni. 28. maí 2025 15:32 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Veitur stefna að því að loka stóru svæði Heiðmerkur fyrir almennri bílaumferð á næstu árum í nafni vatnsverndar. Þá eru áform um að stækka girt svæði í kringum Myllulækjarvatnsbólið til muna með þeim afleiðingum að rask verður á gönguleiðum. Skógræktarfélag Reykjavíkur stóð fyrir málþingi vegna breytinganna í Norræna húsinu í gær. Fulltrúum Veitna og Orkuveitu Reykjavíkur var boðin þátttaka í málþinginu en afþökkuðu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir stjórnarkona í Skógræktarfélaginu sagði eftir fundinn að breytingarnar takmarki aðgengi að útivistarsvæðinu verulega. Félagið vilji auka aðgengi að svæðinu en ekki takmarka. Hún bendir á að engar almenningssamgöngur gangi að Heiðmörk. „Það langar engan að hafa hringakstur inni í Heiðmörkinni eða akstur þar sem verið er að þyrla ryki eins og stundum þegar það er mikill gegnumakstur. Það er hægt að gera margt til þess að takmarka umferð þarna en það má ekki takmarka möguleika fólks til að koma inn í Heiðmörkina. Skóla, börn, barnaafmæli, eldra fólk, fatlaða. Þeir verða að eiga möguleika á greiðri innkomu inn í Heiðmörk.“ Skynsamlegt að endurmeta stöðuna Árni Hjartarson jarðfræðingur fjallaði um stækkun vatnsverndarsvæðisins á málþinginu. Hann segir sambúð skógræktarinnar og vatnsöflunarinnar hafa staðið yfir á svæðinu áfallalaust í um 75 ár. Gangi áform Veitna um að stækka girðingu í kringum Myllulækjarvatnsbólið eftir lokist hinn svokallaði ríkishringur, ein aðal gönguleiðin á svæðinu. „Samkvæmt reglum eiga þeir að girða af allt verndarsvæðið og hafa ákveðið að gera það. Það hefur eitthvað skort á samræður og samráð milli aðila,“ segir Árni. Hann gerir athugasemd við stærð svæðisins sem til stendur að girða. „Í raun er þetta grunnsvæði eða verndarsvæði í kringum vatnsbólið skilgreint óþarflega stórt. Þannig að það væri alveg hægt að endurskilgreina verndarsvæðið og hafa það minna en það er núna á pappírunum. Og komast af með mun þrengri girðingu.“ Árni segir Skógræktarfélagið og Veitur hæglega getað komist að samkomulagi um framtíð Heiðmerkur þannig að allir gangi sáttir frá borði. Til að mynda sé hægt að færa alla vatnsupptökuna af Myllulækjarsvæðinu upp í Vatnsendakrika. Hann segir skynsamlegt ef Veitur tækju umrædd sjónarmið til greina og frestuðu fyrirhuguðum framkvæmdum í sumar. „Það væri skynsamlegt af þeim að hinkra aðeins og endurmeta stöðuna.“ Vatnið fyrst, svo hitt Eiríkur Hjálmarsson sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar birti skoðunarpistil á Vísi í gær þar sem hann tók í sama streng og Árni um gott samstarf skógræktarinnar en segir breytingar sem fela í sér færslu á vatnsbólinu ótækar. Hann segir að á fyrstu áratugum vatnsveitunnar í Heiðmörk hafi frístundabyggð verið byggð óþægilega nálægt vatnsbólunum, og á sama tíma hafi Suðurlandsvegur verið lagður með ört vaxandi umferð og háspennulínur lagðar þvert yfir vatnstökuna. Í leið hafi útivist á svæðinu farið ört vaxandi. „Sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu var forgangsröðunin fullljós fyrir áratug. Þá mótuðu þau saman framtíðarsýn á þróun svæðisins. Það var gert með svæðisskipulagi fyrir allt höfuðborgarsvæðið, sem afar breið samfélagsleg sátt ríkir um. Vatn er grundvallarnauðsyn fólki, atvinnulífi og brunavörnum í sveitarfélögunum. Þess vegna var vatnsverndin það fyrsta sem sett var á skipulagið. Vatnið fyrst, svo aðrir hagsmunir.“ Hann segir tillögu um að færa vatnsbólið þá fyrstu í meira en öld. „Að það öryggi vatnsbólanna, sem barist hefur verið við að efla um áratugaskeið gegn vaxandi ógnum, lúti í lægra haldi fyrir bílaumferð um útivistarsvæði. Það finnst mér ótækt og væri ömurleg afturför frá þeirri góðu sátt sem sveitarfélögin náðu fyrir réttum áratug um forgangsröðun framtíðarhagsmuna íbúa.“
Vatn Reykjavík Garðabær Kópavogur Heiðmörk Vatnsvernd í Heiðmörk Vatnsból Tengdar fréttir Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Skógræktarfélag Reykjavíkur býður til málþings um framtíð Heiðmerkur klukkan 17 í Norræna húsinu í tilefni þess að margt bendir til þess að aðgengi almennings verði takmarkað að svæðinu í framtíðinni. 28. maí 2025 15:32 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Skógræktarfélag Reykjavíkur býður til málþings um framtíð Heiðmerkur klukkan 17 í Norræna húsinu í tilefni þess að margt bendir til þess að aðgengi almennings verði takmarkað að svæðinu í framtíðinni. 28. maí 2025 15:32