Dómstóll í Bandaríkjunum hefur ráðið að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi farið út fyrir valdheimildir sínar þegar hann fyrirskipaði tollahækkanir fyrr á árinu. Og Ísraelsmenn hafa boðað fjölgun landtökubyggða á Vesturbakkanum.
Jarðfræðingur bindur vonir við að Veitur hinkri með áform um að girða af flennistórt svæði í Heiðmörk. Hann segir svæðið óþarflega stórt.
Miklar deilur brutust út á aðalfundi alþjóðasambandsins í borðtennis, sem fór fram í Katar á þriðjudaginn. Endurkjörinn forseti sambandsins flúði samkomuna en hann er sagður hafa óttast um öryggi sitt.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.