Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. maí 2025 12:30 Jonathan Tah er farinn frá Leverkusen, líkt og fleiri sem voru hluti af sögulegum árangri á síðasta tímabili. Lars Baron/Getty Images Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen hafa gengið frá samningi við miðvörðinn Jonathan Tah, sem kemur frítt til félagsins frá Bayer Leverkusen. Tah var hluti af liði Leverkusen sem náði sögulegum árangri á síðasta tímabili og var sterklega orðaður við sölu til Munchen í fyrra, en það gekk ekki eftir. Hann var orðaður við fjölda annarra stórliða í Evrópu en leið hans virtist alltaf liggja til Munchen. Nú hefur verið gengið frá samningi og Tah mun klæðast treyju númer fjögur næstu fjögur árin hjá Bayern. Welcome to the 𝗙𝗖 𝗕𝗔𝗬𝗘𝗥𝗡 𝗙𝗔𝗠𝗜𝗟𝗬, Jona! ❤️🤍#ServusJona #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/elovp5Kj9m— FC Bayern München (@FCBayern) May 29, 2025 Sögulegt lið að sundrast Bayern varð í vor Þýskalandsmeistari, í tólfta sinn á þrettán árum, eftir að Leverkusen tók af þeim titilinn í fyrra. Tímabilið var sögulegt þar sem Leverkusen varð fyrsta liðið til að fara ósigrað í gegnum deildina. Eftir það tímabil tókst Leverkusen að halda þjálfaranum, Xabi Alonso, og lykilleikmönnum á borð við Jonathan Tah, Florian Wirtz, Jeremie Frimpong, Alejandro Grimaldo, Granit Xhaka og Victor Boniface. Nú er þetta sögulega lið hins vegar að sundrast. Xabi Alonso er tekinn við þjálfarastörfum hjá Real Madrid. Jonathan Tah er farinn til Bayern. Jeremie Frimpong og Florian Wirtz eru á förum og hafa verið orðaðir sterklega við Englandsmeistara Liverpool. Alejandro Grimaldo er sagður á leið heim til Spánar. Granit Xhaka er að snúa heim til FC Basel í Sviss. Victor Boniface virðist vera á leið til Al Nassr í Sádi-Arabíu. Lítið verður því eftir af meistaraliðinu þegar nýi þjálfarinn, Erik Ten Hag, tekur við störfum. Þýski boltinn Tengdar fréttir Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool virðist ætla að ganga frá kaupum á hægri og vinstri bakverði fyrir næsta tímabil. Hollendingurinn Jeremie Frimpong, hægri vængbakvörður Bayer Leverkusen í Þýskalandi, er sagður hafa staðist læknisskoðun. Serbinn Milos Kerkez, vinstri bakvörður Bournemouth, er sagður í viðræðum við félagið. 20. maí 2025 16:45 Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid „Þetta er byrjunin á næsta kafla í sögu félagsins,“ sagði Xabi Alonso á blaðamannafundi félagsins sem haldinn á æfingasvæði Real Madrid, Valdebebas, í dag. 26. maí 2025 20:17 Ten Hag tekinn við af Alonso Hollendingurinn Erik ten Hag, sem rekinn var frá Manchester United í vetur, var í dag kynntur sem nýr þjálfari Leverkusen. 26. maí 2025 09:15 Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Íslendingapartý í Katowice Körfubolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Sjá meira
Tah var hluti af liði Leverkusen sem náði sögulegum árangri á síðasta tímabili og var sterklega orðaður við sölu til Munchen í fyrra, en það gekk ekki eftir. Hann var orðaður við fjölda annarra stórliða í Evrópu en leið hans virtist alltaf liggja til Munchen. Nú hefur verið gengið frá samningi og Tah mun klæðast treyju númer fjögur næstu fjögur árin hjá Bayern. Welcome to the 𝗙𝗖 𝗕𝗔𝗬𝗘𝗥𝗡 𝗙𝗔𝗠𝗜𝗟𝗬, Jona! ❤️🤍#ServusJona #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/elovp5Kj9m— FC Bayern München (@FCBayern) May 29, 2025 Sögulegt lið að sundrast Bayern varð í vor Þýskalandsmeistari, í tólfta sinn á þrettán árum, eftir að Leverkusen tók af þeim titilinn í fyrra. Tímabilið var sögulegt þar sem Leverkusen varð fyrsta liðið til að fara ósigrað í gegnum deildina. Eftir það tímabil tókst Leverkusen að halda þjálfaranum, Xabi Alonso, og lykilleikmönnum á borð við Jonathan Tah, Florian Wirtz, Jeremie Frimpong, Alejandro Grimaldo, Granit Xhaka og Victor Boniface. Nú er þetta sögulega lið hins vegar að sundrast. Xabi Alonso er tekinn við þjálfarastörfum hjá Real Madrid. Jonathan Tah er farinn til Bayern. Jeremie Frimpong og Florian Wirtz eru á förum og hafa verið orðaðir sterklega við Englandsmeistara Liverpool. Alejandro Grimaldo er sagður á leið heim til Spánar. Granit Xhaka er að snúa heim til FC Basel í Sviss. Victor Boniface virðist vera á leið til Al Nassr í Sádi-Arabíu. Lítið verður því eftir af meistaraliðinu þegar nýi þjálfarinn, Erik Ten Hag, tekur við störfum.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool virðist ætla að ganga frá kaupum á hægri og vinstri bakverði fyrir næsta tímabil. Hollendingurinn Jeremie Frimpong, hægri vængbakvörður Bayer Leverkusen í Þýskalandi, er sagður hafa staðist læknisskoðun. Serbinn Milos Kerkez, vinstri bakvörður Bournemouth, er sagður í viðræðum við félagið. 20. maí 2025 16:45 Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid „Þetta er byrjunin á næsta kafla í sögu félagsins,“ sagði Xabi Alonso á blaðamannafundi félagsins sem haldinn á æfingasvæði Real Madrid, Valdebebas, í dag. 26. maí 2025 20:17 Ten Hag tekinn við af Alonso Hollendingurinn Erik ten Hag, sem rekinn var frá Manchester United í vetur, var í dag kynntur sem nýr þjálfari Leverkusen. 26. maí 2025 09:15 Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Íslendingapartý í Katowice Körfubolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Sjá meira
Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool virðist ætla að ganga frá kaupum á hægri og vinstri bakverði fyrir næsta tímabil. Hollendingurinn Jeremie Frimpong, hægri vængbakvörður Bayer Leverkusen í Þýskalandi, er sagður hafa staðist læknisskoðun. Serbinn Milos Kerkez, vinstri bakvörður Bournemouth, er sagður í viðræðum við félagið. 20. maí 2025 16:45
Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid „Þetta er byrjunin á næsta kafla í sögu félagsins,“ sagði Xabi Alonso á blaðamannafundi félagsins sem haldinn á æfingasvæði Real Madrid, Valdebebas, í dag. 26. maí 2025 20:17
Ten Hag tekinn við af Alonso Hollendingurinn Erik ten Hag, sem rekinn var frá Manchester United í vetur, var í dag kynntur sem nýr þjálfari Leverkusen. 26. maí 2025 09:15